Fréttablaðið - 03.12.2012, Qupperneq 54
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 30
„Sagan fjallar um Krissu sem er
16 ára gömul og er að glíma við
þetta tímabil þar sem þú ert á milli
þess að vera fullorðinn og að vera
krakki, og vandamálin sem fylgja
því,“ segir Smári Pálmarsson um
myndasöguna Vampíru.
Smári og eiginkona hans, Sirrý
Margrét, gáfu út Vampíru á dög-
unum og er það fyrsta myndasagan
sem þau gefa út. Þau hafa þó unnið
saman frá því þau kynntust, 16 ára
gömul, árið 2004. „Við höfum verið
samferða í gegnum lífið síðan,“
segir Smári. Eftir að hafa klárað
myndlistarbraut í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ héldu þau í graf-
íska hönnun í Listaháskóla Íslands,
þaðan sem þau útskrifuðust í vor.
„Að okkar bestu vitund erum við
fyrsta parið sem er samþykkt inn á
sömu námsbraut í LÍ á sama tíma,“
segir Smári. „Það að vinna saman
myndasögur verður alltaf í for-
gangi hjá okkur. Það er það sem við
gerum,“ bætir hann við.
Smári segir fólk oft misskilja
myndasögur og halda að þær tak-
markist við skop og grín en að
Vampíru beri að taka jafn alvarlega
og hvert annað skáldverk. „Það eru
alvarlegir undirtónar inn á milli en
mér finnst best þegar sorg, gleði
og húmor er blandað saman,“ segir
hann. „Margir eiga enn þá eftir að
fatta myndasögur. Ætli það megi
ekki þakka Hugleiki [Dagssyni] það
að Íslendingar viti yfir höfuð hvað
myndasögur eru og þar sem okkar
verk eru mjög ólík hans vona ég að
þau opni augu fólks enn þá betur,“
segir Smári. - trs
Margir eiga eft ir að fatta myndasögurnar
Samvinna við myndasögugerð verður alltaf forgangsatriði hjá grafísku hönnunarhjónunum Smára og Sirrý.
SAMAN Í ÁTTA ÁR Smári og Sirrý
kynnt ust árið 2004, þá 16 ára gömul, og
hafa verið samferða síðan þá.
„Það tók okkur um eitt og hálft ár
að þróa hið fullkomna snið. Ég var
stanslaust að fá fjölskylduna mína
til að máta snið svo ég gæti fundið
þennan gullna meðalveg sem mundi
passa öllum. Skyrturnar eru ekki
hugsaðar fyrir eina ákveðna týpu,
heldur eru þetta skyrtur fyrir
alla,“ segir Guðrún Guðjónsdóttir,
hönnuður hjá íslenska fatamerkinu
Huginn Muninn. Merkið var stofn-
að fyrir fjórum árum og framleið-
ir fyrst og fremst herraskyrtur.
Fyrsta línan kom í verslanir fyrir
síðustu jól og seldist upp skömmu
síðar.
Eigendur fyrirtækisins eru feðg-
arnir Þórarinn Elmar Jensen og
Markús Örn og Gestur Már Þórar-
inssynir. Feðg-
arnir eru fyrrum
eigendur fyrir-
tækisins 66°Norð-
ur og því öllum
hnútum kunnug-
ir þegar kemur að
framleiðslu á fatn-
aði.
„ Þ e i r k e y p t u
skyrtuverksmiðju í Litháen fyrir
nokkru og fannst verksmiðjuna
vanta eigið vörumerki. Þeir ákváðu
því að þróa nýtt íslenskt vörumerki
undir heitinu Huginn Muninn og
fengu mig til liðs við sig,“ segir
Guðrún sem hóf klæðskeranám
árið 2002 og flutti að því loknu til
Mílanó þar sem hún nam hönnun.
Stuttu eftir útskrift bauðst henni að
gerast yfirhönnuður Hugins Mun-
ins.
Að sögn Guðrúnar hefur skyrt-
unum verið tekið fagnandi og í
fyrra seldust allar skyrturnar upp
skömmu fyrir jól. Um þessar mund-
ir leggur hún lokahönd á vetrarlínu
næsta árs.
„Ég sæki ekki innblástur í eitt-
hvað eitt heldur hanna ég oftast
út frá tilfinningu.
Tengi ng i n v ið
Ísland er sterk,
líkt og nafnið
gefur til kynna,
og ég hef það oft-
ast í huga við hönn-
unina,“ segir hún
að lokum. - sm
Mátaði sniðin á alla fj ölskylduna
Guðrún Guðjónsdóttir er yfi rhönnuður fatamerkisins Huginn Muninn. Herra-
skyrtur frá merkinu hafa slegið í gegn og seldust þær allar upp fyrir síðustu jól.
ÍSLENSK TENGING Guðrún
Guðjónsdóttir er yfirhönnuður
fatamerkisins Huginn Muninn.
Skyrturnar hafa slegið í gegn meðal
íslenskra karlmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunudaga 8.00 -16.00
ÖLL BRAUÐ Á
25%
AFSLÆTTI
Á MÁNUDÖGUM
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
• Lönguhlíð
BRETTAPAKKAR
20% AFSLÁTTUR
ÞEGAR KEYPT ERU
BRETTI, BINDINGAR
OG BRETTASKÓR.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
„Það er Pleasure to Kill með
Kreator. Þessir grjóthörðu málm-
meistarar frá Þýskalandi eru í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ein spilun af
þessu lagi í mánudagsbítið gefur
manni kraft sem endist langt fram
í vikuna.“
Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarspekingur.
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Það má segja að Gillan hafi kennt
manni að öskra,“ segir söngvarinn
kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugs-
son. Hann hitar upp með hljóm-
sveit sinni fyrir rokkgoðsagnirnar
í Deep Purple í Nýju Laugardals-
höllinni 12. júlí á næsta ári.
Eyþór Ingi var mikill aðdáandi
Deep Purple þegar hann var yngri
og fylgdist vel með söngvaranum
Ian Gillan. „Gillan er einn af þess-
um köllum sem maður hlustaði á í
„denn“ og maður sagði bara: „Ég
verð að geta sungið svona.“ Maður
sat á rassgatinu sem krakki með
vínylinn og pældi mikið í þessu,“
segir Eyþór Ingi, sem hlakkar
mikið til að hitta goðin sín næsta
sumar. „Það verður alveg toppur-
inn og það væri ekki verra að fá að
taka í spaðann á Gillan.“
Deep Purple er að koma til
Íslands í fjórða sinn. Árið 2007 spil-
aði sveitin tvívegis í Laugardals-
höllinni og var Eyþór Ingi fremst
í áhorfendaskaranum á öðrum tón-
leikunum. „Þá voru Uriah Heep
með þeim líka. Mér fannst það
ekki verra. Þá var ég smá polli,
greip gítarneglur og fannst það
rosa flott,“ segir hann og hlær.
Um þetta leyti var hann nýbúinn
að vinna Söngkeppni framhalds-
skólanna, þar sem hann söng ein-
mitt lag með Deep Purple, Perfect
Strangers.
Eyþór Ingi hefur líka starfrækt
Deep Purple-heiðurshljómsveit.
Hún hefur ekki verið áberandi að
undanförnu en þó söng hann lög
með Deep Purple á Skonrokk-tón-
leikum sem voru haldnir í Hörp-
unni fyrir skömmu. Aðspurður
segist hann ætla að sleppa því að
syngja lag með Deep Purple í Nýju
Laugardalshöllinni þótt hann kunni
lög sveitarinnar utan að. Þess í stað
ætlar hann að flytja lög af sólóplötu
sem hann er með í undirbúningi.
„Ég er búinn að vera með þetta
verkefni í maganum lengi. Þegar
maður heldur að það sé að fara að
gerast kemur eitthvað sem trufl-
ar. En það er aldrei að vita nema
maður taki undir lok tónleikanna
slagara frá þessum gamla tíma.“
Eyþór Ingi hefur verið mjög
upptekinn á þessu ári. Hann söng
í Vesalingunum og er einnig með-
limur í Todmobile og proggsveit-
inni Eldberg. „Þetta er búið að
vera rosalegt ár og það sér ekki
fyrir endann á því. Það eru bókan-
ir fram á næsta ár en Frostrósir er
það næsta sem ég geri. Það er öðru-
vísi en maður hefur verið að gera
áður en til þess er leikurinn gerður,
að halda áfram að læra og þrosk-
ast.“
freyr@frettabladid.is
Hitar upp fyrir
átrúnaðargoðin sín
Eyþór Ingi Gunnlaugsson hitar upp fyrir átrúnaðargoðin sín í Deep Purple.
Sigurlag hans í Söngkeppni framhaldsskólanna var einmitt með hljómsveitinni.
HITAR UPP FYRIR ÁTRÚNAÐARGOÐIN Eyþór Ingi hlakkar mikið til að hita upp
fyrir átrúnaðargoðin sín í Deep Purple. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM