Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 10
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman… Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarrétti Við þurfum að tryggja þetta sam- kvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannrétt- indaþjóða, sem við viljum vera. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra " BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 8 19 STJÓRNSÝSLA Sjálfstæðri mann- réttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðu- neytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sér- fræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnar- skrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrif- stofu, enda sé hún samtök félaga- samtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, vara for- Mannréttindastofnun verður komið á fót Unnið er að stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar. Innanríkisráðherra segir það munu gerast snemma næsta árs. Þjóðréttarfræðingur vill steypa nokkrum embættum saman og umboðsmaður Alþingis verði formaður stofnunarinnar. maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttinda stofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðs- manns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Al þingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í við- bót, að þessum umboðsmanna- embættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innan ríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofn- unin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is SAMKYNHNEIGÐIR MÓTMÆLA VIÐ PÁFAGARÐ Hópur fólks efndi til mótmæla við Páfagarð í gær til að hvetja páfa og kaþólsku kirkjuna til að láta af andstöðu sinni við samkynhneigð. Á mótmælaskiltunum stendur meðal annars „Hommafælni = dauði“ og „Dæmum hommafælni til dauða“. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.