Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 56
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 40 HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið hafði heppnina með sér þegar dregið var í umspilið um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári. Íslenska liðið lenti á móti Tékklandi, sem er eina liðið sem náði ekki að hala inn stig í milli- riðlunum á EM í Serbíu. „Ég er svo kát og glöð því þetta gat ekki farið betur. Við byrjum heima og það er rosalega mikilvægt að ná góðum úrslitum í heima- leiknum,“ sagði Hrafn hildur Skúla- dóttir, fyrirliði íslenska liðsins, en leikirnir fara fram í byrjun júní- mánaðar. Tékkar urðu í 12. sæti á EM í Serbíu en íslenska landsliðið lenti þar í 15. og næstsíðasta sæti. „Þetta tékkneska lið er búið að vera á rosalegri siglingu og þær eru búnar að spila alveg frá- bærlega á EM. Þær stóðu meðal annars í Noregi allan leikinn og hafa sýnt að þær eru búnar að taka gríðarlegum framförum. Þær voru samt klárlega lakasta liðið í efri styrkleikaflokknum,“ sagði Hrafn- hildur. Íslenska liðið hefði nefni- lega getað mætt Danmörku, Rúss- landi, Spáni, Rúmeníu, Frakklandi, Þýskalandi eða Svíþjóð í þessum umspilsleikjum. „Við hefðum nánast getað verið að fara í „Mission Impossible“ þannig séð því við hefðum getað lent á móti alveg skelfilegum þjóð- um. Auðvitað getum við slysast til að vinna einn og einn leik á móti þessum stóru þjóðum en þegar komið er í tvo leiki í umspili er orðið ansi erfitt að slá þessar allra sterkustu þjóðir út,“ sagði Hrafn- hildur. Íslenska liðið er búið að komast inn á stórmót undanfarin þrjú ár og á nú góða möguleika á að ná stór- móti fjórða desember mánuðinn í röð. „Við skuldum það að gera betur í Serbíu, það er klárt,“ sagði Hrafn- hildur að lokum. - óój Sluppu við „Mission Impossible“ Hrafnhildur Skúladóttir ánægð með að lenda á móti Tékkum í umspili HM 2013. HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR Á æfingu með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Glæsilegt mark Guðlaugs Victors FÓTBOLTI Guðlaugur Victor Pálsson skoraði frábært mark fyrir NEC Nijmegen um helgina þegar hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli á móti toppliði PSV Eindhoven. Guðlaugur Victor fékk boltann fyrir utan teig þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka. Hann lék á einn varnarmann og inn í teiginn þar sem hann lét vaða og boltinn sigldi upp í fjærhornið. Þetta var algjörlega óverjandi fyrir markvörð PSV. Þetta var annað mark Guðlaugs Victors í 11 leikjum með NEC en hann skoraði einnig í 2-1 útisigri á Groningen í byrjun nóvember. NEC er í sjöunda sætinu. Aron aft ur með og Kiel marði sigur HANDBOLTI Aron Pálmarsson sneri aftur inn í lið Kiel í gær eftir meiðsli og hjálpaði liðinu að vinna nauman 27-26 sigur á Kára Kristjánssyni og félögum í Wetzlar. Lærisveinar Alfreð Gíslasonar í Kiel töpuðu óvænt á móti Melsungen um síðustu helgi og voru 19-21 undir þegar tæpar 18 mínútur voru eftir. Kiel náði hins vegar að tryggja sér sigur í lokin. Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í gær, öll í fyrri hálfleik, og Guðjón Valur Sigurðsson var með eitt mark. Eiður Smári sá rautt í botnslag FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var rekinn af velli sjö mínútum fyrir leikslok þegar Cercle Brugge gerði 1-1 jafntefli við Lierse í botnslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardagskvöldið. Eiður Smári fékk þá sitt annað gula spjald en fyrra gula spjaldið fékk hann aðeins tveimur mínútum fyrr. Cercle var 1-0 undir þegar Eiður Smári var rekinn út af en Lucas Van Eenoo tryggði Cercle Brugge 1-1 jafntefli þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu leiksins. Jón Arnór og fél- agar sterkir heima KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson á góðan leik í öruggum 18 stiga heimasigri CAI Zaragoza á Unicaja, 82-64, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina en þetta var fjórði heimasigur liðsins í röð. Jón Arnór var með 10 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar á 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr 2 af 5 þriggja stiga skotum sínum. CAI Zaragoza er í 5. sæti deildarinnar og er búið að vinna 8 af 12 leikjum sínum, þar af 5 af 6 heimaleikjum sínum. SUND ANTON SVEINN MEÐ TVÖ MET Í SAMA SUNDINU Á HM Í ISTANBÚL Anton Sveinn Mckee, sundmaður úr Ægi, setti í gær tvö Íslandsmet í sama sundi þegar hann keppti í 1500 metra skriðsundi á heimsmeistara mótinu í 25 metra laug í Istanbúl í Tyrklandi. Anton Sveinn setti þar með þrjú Íslandsmet á mótinu. Anton Sveinn Mckee synti 1500 metra skriðsund á tímanum 15:00,51 mínútum en tíminn hans eftir 800 metra var 7:52,84 mínútur. Með þessu bætti hann eigið með í báðum sundum. Gömlu mettímarnir hans voru 15:01,35 mínútur í 1500 metrunum og 7:58,40 mínútur í 800 metrunum. Anton Sveinn hafði fyrir helgi bætt met Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi. ALFREÐ FINNBOGASON 26. DEILDARMARKIÐ Á ÁRINU 2012 Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Heerenveen í gær þegar liðið tapaði 1-3 á móti Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði markið sitt úr víti á 78. mínútu og minnkaði muninn í 1-2 en hann hafði áður fengið dæmt á sig víti og fengið gult spjald fyrir leikaraskap. Alfreð hefur þar með skorað 13 mörk í 15 deildarleikjum með Hee- renveen og alls 26 mörk í 34 deildarleikjum á árinu 2012 með Lokeren í Belgíu (2 leikir/1 mark), Helsingborg í Svíþjóð (17/12) og svo Heerenveen Í Hollandi. Það hefur lítið gengið hjá Heerenveen (13. sæti) þrátt fyrir markaskor Alfreðs en liðið hefur aðeins náð að vinna þrjá af þeim tíu leikjum þar sem hann hefur verið á skotskónum. Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan efnilega úr ÍR, bætti elsta Íslandsmetið innanhúss um tæpar tíu sekúndur á jólamóti Ármanns um helgina en metið var orðið 34 ára gamalt. Aníta hljóp á tímanum 2:43,22 mín- útum og sló met Lilju Guðmundsdóttur sem var 2:52,10 mínútur og sett árið 1978. Elsta metið innanhúss er nú met Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi frá árinu 1982. Líklegt er að Aníta geri einnig atlögu að því meti næstu árin en hún setti Íslandsmet í 800 metra hlaupi utanhúss í sumar. HEIMSMEISTARAKEPPNI FÉLAGSLIÐA CHELSEA TAPAÐI ÚRSLITALEIKNUM Í JAPAN Rafael Benitez tókst ekki að gera Chelsea að heimsmeisturum félagsliða í fótbolta í gær því Evrópumeistararnir töpuðu 0-1 á móti Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleiknum í Japan. Paolo Guerrero skoraði eina markið með skalla á 69. mínútu. Guerrero var heldur betur hetja brasilíska liðsins í þessari keppni því hann skoraði einnig sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Al-Ahly. Cassio, mark- vörður Corinthians, var valinn besti maður úrslitaleiksins og fékk líka gullknöttinn sem besti maður keppninnar. David Luiz hjá Chelsea fékk silfurknöttinn og Paolo Guerrero bronsknöttinn. POWERADE-BIKARINN Í KÖRFUBOLTA SJÖ FÉLÖG KOMIN ÁFRAM Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Sjö félög eru komin áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla í körfubolta. Lokaleikur sextán liða úrslitanna fer fram klukkan 19.15 í kvöld þegar 1. deildarlið Hauka tekur á móti ÍR í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Það verður fyrsti leikur Ívars Ásgrímssonar sem þjálfara Hauka (tók við af Pétri Guðmundssyni) en hann mætir þar sínum gamla félaga úr Haukum, Jóni Arnari Ingvarssyni, þjálfara ÍR. Dominos-deildarlið Snæfells (vann Þór Þ. 91-83), Stjörnunnar (vann KFÍ 97-78), Keflavíkur (vann Hamar 93-75), Njarðvíkur (vann Hauka-b 112-57) og Grindavíkur (vann Fjölni 101-98) komust áfram í gærkvöldi en áður höfðu 1. deildarlið Vals (vann KR-b 94-53) og Reynis úr Sandgerði (vann Augnablik 74-66) tryggt sig áfram í næstu umferð bikarsins. FRJÁLSAR ANÍTA BÆTTI ELSTA ÍSLANDSMETIÐ INNANHÚSS HANDBOLTI Sigurganga norska kvennalandsliðsins endaði í gær eftir einn rosalegasta úrslitaleik handboltasögunnar. Handhafar allra stóru titlanna höfðu unnið fjóra Evrópumeistara- titla í röð og flestir voru búnir að spá því að liðið tæki þann fimmta í röð heim til Ósló á morgun. Staðan var jöfn eftir venju legan leiktíma, 24-24, og fyrstu fram- lengingu, 28-28, þar sem norska liðið jafnaði í bæði skiptin. Svart- fjallaland landaði hins vegar gull- inu með því að skora fjögur síð- ustu mörk leiksins, halda hreinu síðustu þrjár mínúturnar og tryggja sér 34-31 sigur. Þórir Hergeirsson, íslenskur þjálfari norska liðsins, var með sitt lið á góðu skriði eftir ellefu marka sigur á Ungverjum í undan- úrslitum daginn áður og þjálfari Svartfjallaland talaði um það fyrir leikinn að hans konur þyrftu handboltakraftaverk til að vinna heims-, Ólympíu- og Evrópumeist- arana. „Það eru mikil vonbrigði fyrir alla að tapa þessum leik. En þegar við jöfnum okkur á þessu sára tapi getum við borið höfðið hátt. Þær voru betri í þessum leik og voru yfir stærsta hluta leiksins. Við reyndum allan tímann að finna lausnir. Þetta er sárt en ég er stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Þórir Hergeirsson í sjón- varpsviðtali eftir leik. Svartfjallaland spilaði seinni undanúrslitaleikinn á laugar- daginn þar sem liðið þurfti að hafa mikið fyrir sigri á heimakonum í Serbíu. Liðið spilaði auk þess á færri leikmönnum en norska liðið sem gat leyft sér að hvíla sína leik- menn í síðasta leiknum í milliriðl- unum. Það bjuggust flestir við því að það færi að draga af Svartfell- ingum í lok leiksins, í fyrstu fram- lengingunni eða í seinni fram- lengingunni. En þær héldu út með hinar frábæru Katarinu Bulatovic og Milenu Knezevic í fararbroddi og unnu að lokum sögulegan sigur fyrir þessa litlu þjóð sem er aðeins tvöfalt fjölmennari en Ísland. „Þær voru rosalega hungraðar í gullið og það vó þyngst á endanum. Að auki eru þær rosalega vel sam- æfðar enda spila þær saman á hverjum degi,“ sagði Þórir. Norska liðið var búið að vinna þrjú stórmót í röð undir stjórn Sel- fyssingsins og árangur hans er eftirtektarverður þrátt fyrir að gullið hafi ekki komið í hús í gær. Liðið hefur unnið verðlaun á fyrstu fimm stórmótunum undir hans stjórn um leið og hann hefur unnið hörðum höndum að því að endurnýja liðið. ooj@frettabladid.is Stoltur þrátt fyrir silfur Svartfj allaland er Evrópumeistari kvenna í handbolta eft ir 34-31 sigur á stelpu- num hans Þóris Hergeirssonar í dramatískum tvíframlengdum úrslitaleik í Serbíu. EVRÓPUMEISTARAR SVARTFJALLALANDS Gullið í höfn eftir magnaðan úrslitaleik í Belgrad í gær. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.