Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 12
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 27.882 ljósastaurar eru í Reykjavík 29.887 lampar eru í Reykjavík G Ö TU LÝ SI NG Í RE YK JAV ÍK Hg Na kvikasilfur natríum málm halógen annað 47% 48% 3% 2% Viðhald Orkukaup Endurnýjun 162 milljónir 105,5 milljónir 8,5 Heildarkostnaður 2011: 276 milljónir 4,21 íbúar á hvern staur FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS REYKJAVÍK Kostnaður Reykjavíkur- borgar við götulýsingu nam 276 milljónum króna á árinu 2011. Borgin er með um 21 þúsund götu- ljós í rekstri en alls eru lampar á götum Reykjavíkur tæplega 30 þúsund talsins. Til samanburðar er áætlað að ríflega 86 þúsund lampar séu á landinu öllu. Dimmasta tímabil ársins er runnið upp og er á þessum árs- tíma nokkuð álag á starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem sjá um viðhald á ljósum borgar- innar. Stafar það af því að íbúar taka virkan þátt í eftirliti með götulýsingu og eru líklegastir til að tilkynna um bilaða lampa þegar myrkrið er sem mest. Við slíkum ábendingum er tekið á ábendingavef Reykjavíkur- borgar en einnig í gegnum síma- ver. Fyrir utan viðhald er perum í götulömpum skipt út á fjögurra til sex ára fresti eftir tegund. Eins og áður sagði ber Reykjavíkur borg ábyrgð á stærstum hluta götuljósa í borg- inni, um 70%. Aðrir stórir rekstrar aðilar eru Vegagerðin, sem sér um lýsingu á stofnbraut- um, og Faxaflóa hafnir sem sjá um lýsingu á hafnarsvæðum. Einnig eru inni í heildartölunni lóðar- hafar sem eru með lýsingu á bíla- stæðum eða einkalóðum. Nokkru fleiri lampar eru í Reykjavík en ljósastaurar og skýrist það af því að á sumum staurum er fleiri en einn lampi. Þá er einnig að finna lampa í undir göngum og á pöllum. Götulýsing í Reykjavík tekur mið af dagsbirtu en á þaki höfuð- stöðva OR er að finna ljósnema sem stýrir birtustiginu. Miðað er við 20 lúxa birtustig sem hefur í för með sér að á 20 daga tímabili yfir hásumarið er ekki kveikt á götuljósum. Frá þessari reglu er þó vikið í nokkra daga í október og febrúar, en þá er götulýsing látin loga lengur til að ekki sé slökkt á götu- ljósum á morgnana þegar börn eru á leið til skóla. magnusl@frettabladid.is Götulýsing mun breytast 2015 Tæplega 30 þúsund lampar lýsa upp götur og lóðir Reykjavíkur. Árið 2015 gengur í gildi bann við kvikasilfurs- perum og þarf þá að skipta út allt að helmingi götulampa. Líklegt þykir að LED-ljósatækni komi í stað kvikasilfurs. STJÓRNSÝSLA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að ljúka við innleiðingu þriðju tilskipunar Evrópusambandsins gegn peninga þvætti. Verði ekki gerð- ar viðeigandi ráðstafanir innan tveggja mánaða verður farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Frestur til að ljúka við innleið- ingu tilskipunarinnar rann út í lok árs 2007 en stærstur hluti hennar hefur þegar verið innleiddur hér á landi. Það sem út af stendur er að íslensk stjórnvöld eiga eftir að skipa yfirvöld í þeim tilgangi að hafa eftirlit með fasteignasölum og endurskoðendum með það fyrir augum að fylgjast með grunsam- legum fjármagnsfærslum. - mþl ESA sendir lokaviðvörun: Ríkinu hótað dómsmáli PENINGASEÐLAR Íslensk stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipun ESB gegn peningaþvætti að fullu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Hátún lokað til jóla Fram til jóla má gera ráð fyrir að Hátún í Reykjavík verður lokað við Laugaveg. Lokunin er vegna framkvæmda við lagn- ingu hjólastíga í borginni. Fram kemur á vef Umferðarstofu að umtalsvert verk sé fyrir höndum og því megi gera ráð fyrir að lokunin standi allan þennan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.