Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 12
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 27.882 ljósastaurar eru í Reykjavík 29.887 lampar eru í Reykjavík G Ö TU LÝ SI NG Í RE YK JAV ÍK Hg Na kvikasilfur natríum málm halógen annað 47% 48% 3% 2% Viðhald Orkukaup Endurnýjun 162 milljónir 105,5 milljónir 8,5 Heildarkostnaður 2011: 276 milljónir 4,21 íbúar á hvern staur FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS REYKJAVÍK Kostnaður Reykjavíkur- borgar við götulýsingu nam 276 milljónum króna á árinu 2011. Borgin er með um 21 þúsund götu- ljós í rekstri en alls eru lampar á götum Reykjavíkur tæplega 30 þúsund talsins. Til samanburðar er áætlað að ríflega 86 þúsund lampar séu á landinu öllu. Dimmasta tímabil ársins er runnið upp og er á þessum árs- tíma nokkuð álag á starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem sjá um viðhald á ljósum borgar- innar. Stafar það af því að íbúar taka virkan þátt í eftirliti með götulýsingu og eru líklegastir til að tilkynna um bilaða lampa þegar myrkrið er sem mest. Við slíkum ábendingum er tekið á ábendingavef Reykjavíkur- borgar en einnig í gegnum síma- ver. Fyrir utan viðhald er perum í götulömpum skipt út á fjögurra til sex ára fresti eftir tegund. Eins og áður sagði ber Reykjavíkur borg ábyrgð á stærstum hluta götuljósa í borg- inni, um 70%. Aðrir stórir rekstrar aðilar eru Vegagerðin, sem sér um lýsingu á stofnbraut- um, og Faxaflóa hafnir sem sjá um lýsingu á hafnarsvæðum. Einnig eru inni í heildartölunni lóðar- hafar sem eru með lýsingu á bíla- stæðum eða einkalóðum. Nokkru fleiri lampar eru í Reykjavík en ljósastaurar og skýrist það af því að á sumum staurum er fleiri en einn lampi. Þá er einnig að finna lampa í undir göngum og á pöllum. Götulýsing í Reykjavík tekur mið af dagsbirtu en á þaki höfuð- stöðva OR er að finna ljósnema sem stýrir birtustiginu. Miðað er við 20 lúxa birtustig sem hefur í för með sér að á 20 daga tímabili yfir hásumarið er ekki kveikt á götuljósum. Frá þessari reglu er þó vikið í nokkra daga í október og febrúar, en þá er götulýsing látin loga lengur til að ekki sé slökkt á götu- ljósum á morgnana þegar börn eru á leið til skóla. magnusl@frettabladid.is Götulýsing mun breytast 2015 Tæplega 30 þúsund lampar lýsa upp götur og lóðir Reykjavíkur. Árið 2015 gengur í gildi bann við kvikasilfurs- perum og þarf þá að skipta út allt að helmingi götulampa. Líklegt þykir að LED-ljósatækni komi í stað kvikasilfurs. STJÓRNSÝSLA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að ljúka við innleiðingu þriðju tilskipunar Evrópusambandsins gegn peninga þvætti. Verði ekki gerð- ar viðeigandi ráðstafanir innan tveggja mánaða verður farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn. Frestur til að ljúka við innleið- ingu tilskipunarinnar rann út í lok árs 2007 en stærstur hluti hennar hefur þegar verið innleiddur hér á landi. Það sem út af stendur er að íslensk stjórnvöld eiga eftir að skipa yfirvöld í þeim tilgangi að hafa eftirlit með fasteignasölum og endurskoðendum með það fyrir augum að fylgjast með grunsam- legum fjármagnsfærslum. - mþl ESA sendir lokaviðvörun: Ríkinu hótað dómsmáli PENINGASEÐLAR Íslensk stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipun ESB gegn peningaþvætti að fullu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Hátún lokað til jóla Fram til jóla má gera ráð fyrir að Hátún í Reykjavík verður lokað við Laugaveg. Lokunin er vegna framkvæmda við lagn- ingu hjólastíga í borginni. Fram kemur á vef Umferðarstofu að umtalsvert verk sé fyrir höndum og því megi gera ráð fyrir að lokunin standi allan þennan tíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.