Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 50
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| MENNING | 34 Dagný og Sabrína Grimm eru afkomendur hinna frægu Grimmsbræðra. Margverðlaunaðar sögur þar sem kunnugleg ævintýri birtast í nýju ljósi. Ævintýri eins og þau gerast best fyrir ára 8-14 Met- sölubók New York Times Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar Barnabók ársins Washington post 3. sæti Bestu þýddu barnabækurnar Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana Drengjasveitin One Direction hefur náð ótrúlegum vinsældum á örstuttum tíma, en sveitin hefur aðeins verið starfrækt í tvö ár. Sveitin var stofnuð árið 2010 í sjónvarpsþættinum The X Fac- tor. Piltarnir tóku allir þátt í flokki einstaklinga en þóttu ekki nógu efnilegir til að halda áfram keppni. Söngkonan Nicole Scherz- inger, sem var gestadómari, stakk upp á því að þeir mynduðu saman drengjasveit og kepptu heldur í flokki hópa. Drengirnir fengu aðeins tvær vikur til að kynn- ast hver öðrum og æfa áður en þeir stigu fyrst á svið sem fimm manna hljómsveit. One Direction lenti í þriðja sæti í keppninni og aðeins nokkrum mínútum eftir að lokaþættinum var sjónvarpað var fyrstu smáskífu þeirra, Forever Young, lekið á netið. One Direction gerði samn- ing við útgáfufyrirtæki Simons Cowell í Bretlandi og annast Col- umbia Records plötuútgáfu þeirra í Bandaríkjunum. Smá skífurnar What Makes You Beautiful og Live While We‘re Young eru sölu- hæstu smáskífur sveitarinnar og samkvæmt sölutölum Sony Music Entertainment hefur engin smá- skífa selst meira í forsölu en What Makes You Beautiful. One Direction leikur blöndu af svokölluðu „teen pop“, popptónlist og rokki og lýsir gagnrýnandi The New York Times tónlist þeirra sem glaðlegri og á köflum snjallri. Nútímasamfélagsmiðlar áttu stóran þátt í að færa hljómsveit- inni frægð og frama og heldur umboðsmaður sveitarinnar, Will Bloomfield, því fram að samfélags- miðlar hafi tekið við af útvarpi. „Þessir strákar eru stöðugt á net- inu og það eru aðdáendur þeirra líka,“ sagði Bloomfield. Með limir sveitarinnar eru hver með sína Twitter-síðu og að auki vinnur heilt teymi fólks við að sinna slík- um málum fyrir þeirra hönd. Stefna í sömu átt Drengjasveitin One Direction hefur notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár. Sveitin var stofnuð í sjónvarpsþættinum The X Factor. „SÁ SÆTI“– NIALL JAMES HORAN Niall fæddist 13. september árið 1993 í bænum Mullingar á Írlandi. Foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára gamall og eftir að hafa búið til skiptis hjá báðum foreldrum sínum ákváðu Niall og bróðir hans, Greg, að búa alfarið hjá föður sínum í Mullingar. Niall gekk í drengjaskóla og söng í skóla- kórnum. Hann hefur leikið á gítar síðan hann var barn að aldri og þykir nokkuð lunkinn gítarleikari. Hann er mikill aðdáandi Frank Sinatra, Dean Martin og Michael Bublé en hefur einnig gaman af rokksveitinni The Eagles. „SÁ ÞÖGLI“– ZAYN MALIK Zayn er fæddur þann 12. janúar árið 1993 og ólst upp í Bradford. Faðir hans er ættaður frá Pakistan en móðir hans er ensk. Zayn á eina eldri systur og aðra yngri. Honum var strítt í skóla vegna blandaðs bakgrunns síns. Hann segir ástæðuna að baki þátttöku sinni í The X Factor vera þá að hann langaði að upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Uppáhaldstónlistarstefnur hans eru rapp og R&B. „SÁ SKYNSAMI“– LIAM JAMES PAYNE Liam fæddist þann 29. ágúst árið 1993 og ólst upp í Wolverhampton á Englandi. Hann á tvær eldri systur, Ruth og Nicolu. Liam er mikill íþrótta- áhugamaður og stundaði íþróttir af miklum móð á sínum yngri árum. Hann var lagður í einelti í gagnfræðiskóla og hóf í kjölfarið að æfa hnefaleika. Í menntaskóla lagði hann stund á tónlist og tónfræði. Hann tók fyrst þátt í The X Factor þegar hann var fjórtán ára gamall og komst nokkuð langt í kepp- ninni, Simon Cowell taldi hann ekki tilbúinn fyrir frægð og frama og sagði honum að koma aftur að tveimur árum liðnum, sem Liam gerði. „SÁ SJARMERANDI“– HARRY STYLES Harry er fæddur þann 1. febrúar árið 1994 í bænum Holmes Chapel. For- eldrar hans skildu þegar hann var sjö ára gamall og þegar móðir hans giftist að nýju fluttu Harry og systir hans með henni út í sveit. Áður en hann sló í gegn með One Direction vann hann í bakaraíi. Uppáhaldssöngvari Harrys er konungurinn sjálfur, Elvis Presley. Hljómsveitarnafnið er komið frá Harry sem sagði hljómsveitameðlimi alla stefna í sömu átt að árangri. „SÁ FYNDNI“– LOUIS TOMLINSON Louis fæddist á aðfangadag árið 1991 og ólst upp í Doncaster á Englandi. Foreldrar hans skildu þegar hann var mjög ungur og hann tók síðar upp eftirnafn stjúpföður síns. Hann á fimm yngri hálfsystur. Louis nam leiklist á sínum yngri árum og fékk nokkur smærri hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við Waterloo Road. Hann fór einnig með hlutverk Danny Zuko í uppfærslu Hall Cross-leikhússins á söngleiknum Grease. Þetta varð til þess að ýta undir söngáhuga Louis og sótti hann í kjölfarið um í The X Factor. Í UPPHAFI Drengirnir í One Direction í upphafi ferilsins árið 2010. Margt hefur breyst síðan þá. NORDICPHOTOS/GETTY STÓRSTJÖRNUR Frægðarsól hljómsveitarinnar hefur risið hratt. Hér má sjá hljómsveitina á sviði í New York þann 7. desember. „Þetta er jólalagakeppni þar sem þjóðin getur kosið um besta jóla- lagið,“ segir Kristín Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Geðveikra jóla. Geðveik jól er átaksverkefni á vegum Geðhjálpar sem snýr að því að safna peningum til styrktar samtökunum. Þetta er annað árið sem átakinu er haldið en í fyrra söfnuðust um þrjár milljónir króna. Geðhjálp fékk í lið með sér fimm- tán fyrirtæki sem öll bjuggu til tónlistarmyndband við frumsamið jólalag. „Lögin eru allt frá því að vera samin frá grunni og yfir í að nota lag sem þegar er til og breyta textanum,“ segir Kristín. Allir sem hafa áhuga á geta kosið sitt uppá- haldslag og myndband á heimasíð- unni Gedveikjol.is og leyfilegt er að kjósa eins oft og fólk vill. Það lag sem svo verður með flest atkvæði þegar leik lýkur, á morgun, sigrar og hlýtur titilinn Geðveikasta jóla- lagið. Hvert atkvæði kostar 1.000 krónur, þó hægt sé að gefa meira sé þess óskað, og rennur allur ágóð- inn óskiptur til Geðhjálpar. „Svo erum við líka með geðveika dóm- nefnd sem er samsett af fagfólki og kýs besta framlagið og besta mynd- bandið,“ segir Kristín. Allt söfn- unarféð verður eyrnamerkt því verkefni að koma á fót aðgerðar- áætlunum fyrir vinnustaði til að nota þegar upp koma geðræn vanda- mál hjá starfsfólki. „Á sama tíma verður þetta til þess að vitundar- vakning verður um geðheilbrigði innan vinnustaða, sem er auðvitað alveg frábært,“ segir Kristín. Nú þegar eru rúmar tvær millj- ónir komnar í söfnuninni. Um mið- bik dags í gær leiddi Íslensk erfða- greining með Arion banka fast á hæla sér. - trs Fimmtán geðveik jólalög keppa Jólalagakeppninni Geðveikum jólum lýkur á morgun. Yfi r tvær milljónir hafa safnast til styrktar Geðhjálpar. SAFNA FYRIR GEÐHJÁLP Sólmundur Hólm stjórnaði kynningarþætti á jólalögunum sem sýndur var þann 5. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 15 milljón eintök af breiðskífum, smáskífum og myndböndum sveitarinnar höfðu selst í nóvember á þessu ári. 6.350 milljónir króna eru tekjur sveitarinnar síðustu tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.