Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 40
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Áslaugu Katrínu Aðalsteins-dóttur finnst mikilvægt að hafa gaman af því sem hún gerir og að sinna öllum þáttum frá fyrstu hugmynd til fullunn- innar vöru með sömu ánægju. Hún hefur frá því í október 2008 rekið fyrir tækið Ösku sem framleiðir meðal annars tréplatta, bókastoðir, bókamerki og skartgripi. „Vörurnar mínar eru grafískar, formin eru sterk og þær hafa fleiri en eitt nota- gildi,“ segir Áslaug Katrín. „Í hönnunarferli og allri sköpun skiptir máli að fylgja innsæinu, hafa hjartað á réttum stað og njóta hvers skrefs sem er tekið. Þá er eins og allt gangi upp á einfaldan hátt. Allar vörur og pakkningar eru framleiddar á Íslandi og ég sé um mikinn hluta framleiðslunnar sjálf. Fyrir mér er stór hluti af því að vera hönnuður og listakona fólginn í því að hafa efniviðinn í höndunum, finna eiginleika hráefnisins, gera tilraunir og fá fleiri hug- myndir út frá því. Sumt af því sem ég geri er eingöngu handunnið og annað að einhverju leyti.“ Áslaug Katrín segist skapa nánast allt milli himins og jarðar, stóra hluti sem smáa. „Aska stendur í raun á þremur fótum en stígur misþungt til jarðar. Ég stunda myndlist og hönnun og er líka menntaður landslagsarkitekt. Verkefnin mín eru stundum árs- tíðabundin en núna er mest að gera í hönnuninni þó myndlistin sé til staðar líka. Fjölbreytt verkefni og að hafa nóg fyrir stafni hentar mér vel og það skiptir mig máli að það fylgi eitthvað jákvætt því sem Aska gerir, bæði ferlinu og vörunni.” Sem dæmi um það er hjartalaga tréplatti sem kallast Ást. Plattinn er í tveimur hlutum sem hægt er að raða saman á nokkra vegu og hlut- arnir falla hvor inn í annan, þess vegna er Ást í Ást. „Fólk sem hefur keypt plattann hjá mér segist nota hann sem skreytingu á vegg, á borð, undir heit matarílát eða til að raða saman.“ Með hjartaplattanum fylgir kort sem á stendur: Í Ást er Ást. Ef þú vilt gefa eitthvað þarftu að eiga það. Ef þú vilt eiga eitthvað þarftu að gefa það. Til að geta tekið á móti og gefið Ást þarftu að elska þig. Næstkomandi laugardag verða vörurnar frá Ösku til sýnis á jólabasar á vinnustofu Tíru á horni Brekkugötu og Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við verðum nokkrir hönnuðir þar saman á milli 13 og 18. Þar verður heitt súkkulaði og kaffi í boði, kertaljós og almenn huggulegheit. Einnig verður lifandi tónlist þar sem Þórunn Lárusdóttir syngur lög af nýrri plötu sinni.“ Aska selur vörur sínar í safnbúð Listasafns Íslands, Álafossbúðinni og á www.aska.is. ■ lilja.bjork@365.is MEÐ HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ ÁST ER Í ÁST Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir hannar fjölbreyttar nytjavörur, skart og skrautmuni meðal annars úr viði, pappa og málmi undir merkinu Aska. ASKA Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir hannar hitaplatta, skartgripi, bókastoðir, kertastjaka og fleira undir merkinu Aska. MYND/ANTON Tíramísú er vinsæll ítalskur réttur sem auðvelt er að gera. Tíramísú er ítalskur eftirréttur með kaffi og líkjör sem er afar vinsæll um allan heim. Þetta er réttur sem margir halda upp á og fá aldrei leið á. Einfalt er að gera réttinn og best að gera hann degi fyrir neyslu. Tíramísú geymist ágætlega í nokkra daga í ísskáp. Það sem þarf: 3 eggjarauður 3 eggjahvítur 50 g sykur 200 g rjómaostur 1 dl rjómi, þeyttur 2 pakkar Lady fingers 2-3 bollar sterkt kaffi Súkkulaði Amaretto-möndlulíkjör eða Grand Marnier Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið rjóma- ostinum saman við og síðan rjómanum. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við eggjablönduna. Leggið fingurkökurnar örstutt í kaffi- og líkjörs- blönduna, eina í einu og leggið síðan í botninn á fallegu fati. Þegar kökurnar hylja botninn er helmingnum af eggja- og rjóma- ostablöndunni hellt yfir. Leggið þá annað lag af kaffivættum kökum og síðan blönduna. Stráið vel af rifnu súkkulaði yfir. Vel má sleppa áfenginu eftir smekk hvers og eins. Notið þá einungis sterkt kaffi. Gott tíramísú Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.