Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 22
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 22 Síðsumars sá ég mjög svo góða heimildarmynd Her- dísar Þorvaldsdóttur um bágborið ástand gróður- hulu landsins okkar. Efni myndarinnar kom mér svo sem ekkert á óvart því um þau mál vissi ég ósköp vel fyrir og hef oft skrifað um þau. Hins vegar kom það mér á óvart hvað myndin var vönduð í alla staði. Allt gekk upp frá a til ö, eins og mað- urinn sagði. Handritið afbragð í alla staði og nýjar og gamlar myndatökur góðar, en átakan- legar. Þarna komu fram skoðan- ir margra okkar bestu sérfræð- inga á þessu sviði svo og viðtöl við fjóra bændur og að sjálf- sögðu skoðanir þeirra. Myndefn- ið var bæði nýtt og gamalt eins og gengur með heimildarmyndir. Frábærlega vel gerð mynd í alla staði, sem flestir sem ég hef haft samband við eru ánægðir með. Hafi Herdís hjartans þökk fyrir þetta mjög svo þarfa framlag til umræðunnar um slæmt ástand gróðurs landsins, sem nú þegar hefur skilað sér inn á Alþingi. Þar var lögð fram tillaga henn- ar um að bændur beri alfarið ábyrgð á búpeningi sínum og það innan girðingar. Rómantísk áróðursmynd Sem svar við þessari mynd Her- dísar gerðu sauðfjárbændur, í samvinnu við sín samtök, mjög fallega og rómantíska áróð- ursmynd um gott ástand sömu gróður hulu. Þar var allt í stak- asta lagi og algjör óþarfi að huga að breyt ingum enda litaði haust- sólin gul grös þann daginn. Beit- arhólf fásinna, enda óþörf að þeirra mati. Skoðum þetta nánar. Þegar rætt er um beitarhólf er enginn að tala um einhver lítil hólf sem jafnvel þarf að gefa hey inn á, eins og Guðni Ágústsson ímyndar sér. Nei, menn eru einfaldlega að tala um að bændur girði sínar jarðir af, hólfi þær og hafi sinn búpening þar. Sem dæmi vil ég nefna að vinkona mín, sem er hrossabóndi, lét girða sína jörð af sem beit- arland fyrir sín hross. Bændur í nágrenni við hana urðu arfavit lausir þegar þeir misstu „beitar landið sitt“ sem þeir höfðu alltaf haft til umráða. Þeir einfaldlega litu á hennar jörð sem eitt af beitar- svæðum sveitarinnar, eins og reyndar allar aðrar ógirtar jarð- ir á Íslandi. Menn óskapast yfir væntanleg- um girðingarkostnaði. Nú þegar borgar ríkið allar girðingar beggja vegna þjóðvegar um allt land. Ætli það standi nokkuð á því að bæta við girðingum svo til verði „beitarhólf“, eða hvað sem menn vilja kalla það að hafa búpening á afgirtu svæði í heimahögum, svo hvíla megi hálendið, heiðar, brattar hlíðar og allt kjarr. Það er okkar sam- eiginlega verkefni að græða land- ið. Þetta er ekki einni kynslóð bænda að kenna hvernig komið er. Nei, við berum öll ábyrgð. Landið gaf okkur líf og nú gefum við því gróðurinn til baka sem við neyddumst til að nýta of mikið þegar neyðin var stærst. Nú er komið að skuldadögum. Aumkunarverð hugsun Það er eitthvað svo aumkunar- verð hugsun að allan gróður verði alveg endilega að nýta til beitar, um leið og einhver svæði hjarna við, og það af ótta við að of mikill gróður gæti hugsanlega farið að vaxa. Svona „illgresi eins og birki og víðir“, eins og einn ágætur bændahöfðingi sagði hér í út varpinu um árið og nýir taka upp í dag. Í þessu sambandi er sú vísa aldrei of oft kveðin að minna fólk á að hér þakti gróður um 75% af landinu við landnám en nú aðeins um 25% af því. Um 4% af þessum blessaða gróðri eru heil þekja, allt annað er meira eða minna gatað. Gatslitið föður- land. Ekki gleyma þessu í næstu kosningum, þið í Norðurlands- kjördæmi vestra, þegar bændur verða í efstu sætum allra flokka á landsbyggðinni, til þess eins að tryggja áframhaldandi meðlög sín og hindra inngöngu okkar í ESB. Ég vil taka það fram að allir bændur, sem urðu fyrir skaða í óveðrinu sem geisaði á Norður- landi í september, eiga samúð mína alla. En ég vil líka minna á að skaðinn hefði orðið tölu- vert minni ef allt fé hefði verið í af girtum beitarhólfum í heima- högum. Ég er líka hlynnt því að hjálpa öllu fólki sem lend- ir í náttúru hamförum, þó að ég sé al farið á móti því að borga ákveðnum atvinnu hópum (hér sauðfjárbændum) himin háar peninga upphæðir, svona dags daglega, til þess eins að láta rollur naga fátæklegan gróður landsins og flytja svo kjötið af þeim úr landi. Í beitarhólf með allan búpen- ing! Burt með beingreiðslur! Fyrir skömmu birtust fjórar fréttir í fjölmiðlum um aðkomu fasteigna sala að refsiverðri hátt- semi. Fyrsta fréttin varðaði fasteigna sala sem hafði verið handtekinn í spilavíti sem hann hafði rekið og verið leiddur út í járnum vegna mótþróa. Næst birtist frétt um fasteignasala sem hafði komið nærri peninga- þvætti og var grunaður um stór- felld fjármunabrot. Því næst var komið að fréttaflutningi um fast- eignasala sem hafði verið höfuð- paurinn í alvar legum fjársvik- um gagnvart Íbúðalánasjóði og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi, en þessi fjársvik tengd- ust Hells Angels-samtökunum. Þá var komið að fréttum um fast- eignasala sem hafði verið dæmd- ur í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar. Ekki er langt síðan viða mikil umfjöllun birtist um mann sem hafði gerst sekur um alvarleg kynferðis brot auk stórfelldra líkams meiðinga og hlotið langan refsidóm fyrir þau svívirðilegu brot. Í öllum þessum tilvikum þótti sérstaklega fréttnæmt að viðkomandi væri fasteignasali. Eitt er þó sammerkt öllum þeim fréttum sem hér að framan eru nefndar. Enginn þessara aðila er fasteignasali né hefur nokkru sinni verið það! Ekki þarf að fjöl- yrða að hver einasta sérfræðistétt á landinu ætti erfitt með að una svo röngum fréttaflutningi, þar sem orðspor og virðing skiptir allar sérfræðistéttir miklu. Starfsheitið fasteignasali er lög- verndað starfsheiti og enginn má kalla sig fasteignasala eða koma fram sem slíkur nema hann hafi löggildingu til þess á grundvelli menntunar, reynslu og óflekkaðs mannorðs auk ýmissa annarra strangra skilyrða. Það að ein- hver þeirra aðila sem að framan greinir kunni að hafa einhvern tímann unnið sem aðstoðar maður (sölumaður) er víðs fjarri því að viðkomandi sé eða hafi verið fasteigna sali. Listi yfir alla fasteignasala og myndir af þeim má sjá inni á heimasíðu Félags fasteignasala, ff.is. Þá má geta þess að allir fasteigna salar hafa skírteini á sér sem ber með sér hvort þeir eru fasteignasalar eða löggiltir fasteigna salar, sem rétt er að geta að er alveg það sama. Misbeit- ing á að aðilar séu kynntir sem fasteigna salar án þess að vera það varðar refsingu skv. lögum. ➜ Um 4% af þessum bless- aða gróðri eru heil þekja, allt annað er meira eða minna gatað. Gatslitið föðurland. Ekki gleyma þessu í næstu kosningum, þið í Norðurlandskjördæmi vestra... ➜ Enginn þessara aðila er fasteignasali né hefur nokkru sinni verið það! Ekki þarf að fjölyrða að hver einasta sérfræðistétt á land- inu ætti erfi tt með að una svo röngum fréttafl utningi, þar sem orðspor og virðing skiptir allar sérfræðistéttir miklu. Var „fasteignasali“ leiddur út úr póker- klúbb í járnum? Gatslitið föðurland LANDBÚNAÐUR Margrét Jónsdóttir eft irlaunaþegi Ófriður skekur Rökkurhæðir. Tekst Ingibjörgu og Matthíasi að komast að rótum vandans áður en það er of seint? Kristófer finnur fullkomna gjöf handa litlu systur í könnunarleiðangri um Rústirnar, gjöf sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. „Frekar krípi, gat samt ekki hætt að lesa Daníel 15 ára fyrir ára 12-16 „Vel skrifaðar... nóg af húmor í bland við óhugnaðinn sem er sérlega vel gerður!” Úlfhildur Dagsdóttir Bokmenntir.is Vinsælasti íslenski unglinga- bókaflokkurinn Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar 3. sæti yfir mest seldu barna- og unglingabækur* * M et sö lu lis ti E ym un ds so n vi ku na 1 4 .-2 1 . nó v. STJÓRN OG FRAMKVÆMDASTJÓRI FF Ingibjörg Þórðardóttir, Ágústa Hauksdóttir, Einar Páll Kjærnested, Kjartan Hallgeirsson, Viðar Böðvarsson, Sigrún Stella Einarsdóttir, Sigurbjörn Skarphéðinsson, Grétar Jónasson. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar boð- aði í stefnuskrá, sem kynnt var í upphafi kjörtíma- bils, að velferð og þjónusta við íbúana nyti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgar innar. Fjárhags- áætlun 2013 var samþykkt í borgar stjórn í síðustu viku og því miður er ekki hægt að segja að þessari reglu hafi verið fylgt eftir þegar litið er til þeirra skatta- og gjaldskrárhækkana sem dunið hafa á borgarbúum á kjörtímabilinu. Fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunn- þjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010 vegna ákvarðana borgar- fulltrúa Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar Á þessu tímabili sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Hér er ekki tekið á frístundum og öðrum valkvæðum gjöldum heldur aðeins þeim gjöldum sem flestar barna- fjölskyldur í borginni þurfa að greiða. Það eru leikskóla- gjöld, skólamáltíðir, sorp- hirða, fasteignaskattur, lóðaskattur, útsvar, gjöld frá Orkuveitu Reykja- víkur, frístunda heimili og síðdegis hressing í frístunda heimili. Skattar og gjöld borgar- innar hafa á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu. Reykja- víkurborg gegnir miklu ábyrgðarhlutverki gagn- vart þessum sömu fjöl- skyldum sem eru flestar með verðtryggð lán en hækkanir borgarinnar hafa bein áhrif á greiðslubyrði þeirra. Það geta allir skilið að hækkana er þörf, en 20% hækkun skatta og gjalda á þremur árum er í hróp- andi mótsögn við fyrrnefnda stefnuskrá. Það er hol velferð þegar stærsta sveitarfélag lands- ins ákveður hækkanir langt umfram almennt verðlag. Enn meiri alls konar hækkanir? Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrárhækkana en kaus að fara þessa leið. Þarna koma skýrt fram ólíkar áherslur í rekstri en það má segja að fyrri meirihluti hafi fylgt reglu núver- andi meirihluta um ráðstöfun fjár- magns til velferðar og þjónustu við íbúa betur en þau sjálf. Á þeim erfiðu tímum þegar þurfti að hag- ræða hjá Reykjavíkurborg tóku allir höndum saman, stjórnmála- menn, starfsfólk og borgarbúar og náðu að hagræða í kerfinu án þess að hækka skatta og gjöld – án þess að skerða þjónustuna verulega. Núverandi meirihluti virðist vera sérhlífinn þegar kemur að erfiðum ákvörðunum um rekstur borgarkerfisins. Borgarbúum er hins vegar ekki hlíft, hvorki við skatta- né gjaldskrárhækkunum. Það er spurning hvort búast megi við enn meiri hækkunum, þannig að 330.000 gæti jafnvel orðið að hálfri milljón fyrir fjöl- skyldufólk í lok þessa kjörtímabils. Alls konar skatta- og gjaldskrárhækkanir FJÁRMÁL Þórey Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri borgarstjórnar- fl okks Sjálfstæðis- fl okksins ➜ Núverandi meirihluti hafði val og vald til þess að fara aðrar leiðir en leið skatta- og gjaldskrár hækkana – en kaus að fara þessa leið. HVERNIG ER VEÐRIÐ Í DAG? FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.