Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 17. desember 2012 | SKOÐUN | 17
Málþóf: þá tekur einhver til máls
um tiltekið atriði en er í raun og
veru ekkert að tala um það; þykist
bara tala um það. Þykist í raun-
inni bara tala. Opnar munninn og
lætur orð streyma út um hann, en
þau eru ekki um neitt, ekki í neinu
samhengi, ekki til þess að bera
fram merkingu, hugsjónir, sýn
heldur þvert á móti bara froða.
Viðkomandi gæti allt eins staðið á
fætur, gengið í ræðustól og sagt:
Virðulegi forseti. Banani banani
banani.
Þess vegna eru umræður á
Alþingi um þessar mundir eins og
skrifaðar af Samuel Beckett.
Fulltrúalýðræði
Fulltrúalýðræði er það fyrirkomu-
lag að ég, kjósandinn, framsel
það vald sem ég hef með atkvæði
mínu í hendur tilteknum aðilum
sem ég treysti betur en öðrum til
að fara með það. Alþingismenn
eru trúnaðarmenn fólksins, sér-
staklega valdir af því, og þurfa að
svara fyrir gerðir sínar gagnvart
því. Þeir skipa sér í flokka eftir
lífssýn og hagsmunagæslu fyrir
ólíka hópa samfélagsins. Ég fel til-
teknum einstaklingum í tilteknum
flokki það mikla heiðurs- og trún-
aðarstarf að setja sig inn í flókin
og erfið úrlausnarefni fyrir mína
hönd og taka eftir slíka rannsókn
ákvarðanir um lausn þeirra þar
sem hafðar eru að leiðarljósi þær
hugsjónir sem við deilum, ég og
flokkurinn, hvort sem þær snúast
um jöfnuð og réttlæti, hagvöxt og
atvinnusköpun, einstaklingsfram-
tak og auðsöfnun, landsbyggðar-
líf eða kaupstaðatilveru. Þing-
mennska er sérfræðistarf sem
þarf að setja sig inn í og læra. Til
að sinna henni vel þarf sérstaka
hæfileika og tiltekna þekkingu –
og tíma til að afla sér þess.
Utan þings strita nokkrir menn
af veikum mætti við að reyna að
leiða fólki fyrir sjónir ágæti full-
trúalýðræðisins en á meðan kepp-
ast hinir kjörnu fulltrúar á þingi
við að færa okkur heim sanninn
um að þetta fyrirkomulag sé eigin-
lega alveg ómögulegt. Í öllum
málum, stórum jafnt sem smáum,
beita þeir vopninu ógurlega: mál-
þófi. Þeir koma upp hver á fætur
öðrum og segja: banani banani
banani. Þeir geta ekki hætt mál-
þófinu. Meira að segja fyrir-
spurnir þingmanna eru teknar
að líkjast málþófi grunsam-
lega mikið: Sigríður Andersen er
ósammála einhverju sem séra Örn
Bárður sagði í útvarpspredikun.
Skrifar hún blaðagrein? Nei, hún
ber upp fyrirspurn á Alþingi um
allar sunnudagamessur í útvarp-
inu á tilteknu árabili sem þarf að
safna með ærinni fyrirhöfn, þó að
vandséð sé hver eigi nákvæmlega
að svara fyrir málið: kannski Guð
almáttugur?
Málþóf nær og fjær
Við venjumst öllu – einkum
ósiðum. Og nú er svo komið að
okkur finnst að svona sé þetta
bara: eðlilegt sé að dögum og
vikum saman skundi fólk sam-
kvæmt fyrir fram gerðu Excel-
skjali í sjálfan ræðustól Alþingis
beinlínis þeirra erinda að tala án
þess að segja neitt; þetta sé jafnvel
eðlilegur fylgifiskur lýðræðisins.
En þetta er ekki eðlilegt fram-
ferði. Ímyndum okkur að ein-
hverjir fjölskyldumeðlimir færu
til dæmis að halda uppi málþófi
í jólaboði; leyfðu engum að fá sér
mat eða taka til máls en krefðust
þess að allir hlustuðu á meðan þeir
settu á langar ræður um ekki neitt,
og spyrðu hver annan innvirðulega
hvort þeir væru ekki sammála sér
um einmitt það. Hugsum okkur að
flugstjóri í aðflugi kæmi í hátal-
arakerfið – this is your captain
speaking – og svo færi hann bara
allt í einu að halda uppi málþófi.
Eða kennara í miðri útskýringu á
Pýþagórasarreglunni. Eða klipp-
ara sem myndi bara allt í einu
hætta einhvers staðar í hnakk-
anum og færi að beita mig mál-
þófi. Og svo framvegis. Málþóf er
verkfallsaðgerð. Málþóf er kart-
afla í skó lýðræðisþyrstrar þjóðar.
Málþóf er spánarsnigill í jarðvegi
þjóðfélagsumræðunnar.
Málþóf er eins og fótboltalið
sem aldrei sækir en sendir boltann
bara á milli sín í vörninni – mjög
hægt og leiðinlega – og gætir
þess að hitt liðið nái honum ekki.
Það er eins og maður á vinnustað
sem stendur á miðjum ganginum
æpandi og hleypir fólki ekki að
borðunum sínum til að fara að
vinna. Það er eins og smiður sem
rakkar timbrinu aftur og aftur
í stað þess að byrja smíðarnar.
Við myndum halda að hann gengi
kannski ekki heill til skógar og
reyna að leiða honum nærfærn-
islega fyrir sjónir að hann ætti
kannski að athuga sinn gang. En
þegar vakin er athygli á því að
Illugi Gunnarsson er farinn að
halda uppi málþófi um sjálf fjárlög
íslenska ríkisins beinist gjörvöll
vandlæting samfélagsins (og hún
er ekki lítil um þessar mundir)
að þeim sem voguðu sér að vekja
athygli á athæfinu. Jafnvel þótt
allir viti af málþófinu. Og meira
að segja þótt hann viti að allir viti
af málþófinu.
Málþóf er sjálfsofnæmi þing-
ræðisins. Þar sýnir þetta fyrir-
komulag sínar verstu hliðar, þegar
minnihluti misnotar hið forna og
göfuga samskiptaform – sjálfa
ræðuna í ræðustól – til þess að
koma í veg fyrir framgang mála
sem meirihluti hefur umboð frá
kjósendum til að sinna. Kominn er
tími til að allir flokkar sam mælist
um að stöðva þennan ósóma, og
gildir þá einu hverjir stjórna
hverju sinni. Þetta er vanhelgun
á virðulegasta ræðustól landsins,
vanbrúkun á virðulegasta kapp-
ræðuvettvangi þjóðarinnar, van-
virðing við okkur kjósendur sem
trúum þingmönnum fyrir þessu
vandmeðfarna valdi en kusum þá
ekki til að fara upp í ræðustól og
segja: banani banani banani.
Í DAG
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
… eðlilegt sé að
dögum og vikum
saman skundi fólk sam-
kvæmt fyrir fram gerðu
Excel-skjali í sjálfan ræðu-
stól Alþingis beinlínis þeirra
erinda að tala án þess að
segja neitt; þetta sé jafn-
vel eðlilegur fylgifiskur
lýðræðisins.
Sjálfsofnæmi þingræðisins Að opna landamæri
Sænski miðjuflokkurinn íhugar nú
alvarlega möguleikana á að opna
fyrir frjálsan innflutning fólks til
Svíþjóðar. Ástæðurnar eru annars
vegar þörf á vinnuafli í greinum
sem Svíar sýna almennt lítinn
áhuga og hins vegar hættan á því að
byggð leggist af á stórum svæðum.
Þeir Íslendingar sem hafa áhyggjur
af landsbyggðarflótta ættu kannski
að skoða þennan möguleika líka.
blog.pressa.is/evahauks
Eva Hauksdóttir
Rammaáætlun og
tækifærissinnarnir í VG
Nú þegar niðurstaða Rammaáætl-
unar liggur loks fyrir ætlumst við til
að farið sé að niðurstöðum hennar
og skammtímahugsun og tækifæris-
mennsku stjórnmálamanna vikið
til hliðar. Sé litið til alls þessa er
harla einkennilegt og reyndar
mótsagnakennt þegar einhver
hópur stígur nú fram og vill rifta
niðurstöðu Rammaáætlunar, segist
tala fyrir náttúruverndarsinna og
hefur í hótunum við launamenn og
samtök þeirra.
Þessi hópur vill ekki sleppa fyrri
möguleikum til brellubragða og því
fer fjarri að þetta fólk tali fyrir alla
náttúruverndarsinna. Þessi hópur
vinnur gegn náttúruvernd og þar
fara fremst nokkrir þingmenn og
ráðherrar VG.
Það liggur fyrir að það þarf að
virkja á Íslandi. Það eru ákveðin
svæði sem eru betur til þess fallin
en önnur. Það er ekki þar með sagt
að það þurfi að virkja öll þessi
svæði nú þegar.
gudmundur.eyjan.is
Guðmundur Gunnarsson
AF NETINU
Íslendingar losa 0,01% af
gróðurhúsalofttegundum
á heimsvísu. Við munum
vart leysa loftslagsvand-
ann ein, enda er viður-
kennt í loftslagssamningi
SÞ að það verði aðeins gert
í samvinnu ríkja heims.
Við getum heldur ekki
hlaupist undan merkjum,
því krafa er gerð í samn-
ingnum um að öll ríki
vinni að takmörkun los-
unar eftir getu og efna-
hag. Auðugt ríki eins og Ísland á
að leggja sitt af mörkum.
Við Íslendingar stöndum okkur
bærilega í loftslagsmálum, sam-
kvæmt nýlegri úttekt evr-
ópskra umhverfis verndar-
samtaka, sem segja Ísland
vera í 14. sæti af þeim
58 löndum sem skoðuð
voru. Slík tölfræði er ekki
nákvæm vísindi – hins
vegar má spyrja hvort
Ísland hafi ekki for sendur
til að taka sæti ofar í
saman burðinum. Ísland býr
við góða ímynd á mörgum
sviðum umhverfis mála, en
við eigum að hafa metnað
til að vera í fremstu röð. Græn
ímynd er góð fyrir fyrirtæki og
ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi
þýðir aukin lífsgæði.
Vandinn kallar á nýsköpun
Loftslagsvandinn kallar á ný-
sköpun og þar liggja tækifæri
fyrir rannsóknir, nýsköpun og
atvinnulíf.
Íslendingar kunna vel að
nýta jarðhita og hafa lengi deilt
þeirri þekkingu í gegnum Jarð-
hitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir
dyrum stærsta þróunarverk-
efni sem Íslendingar hafa tekið
þátt í, sem miðar að leit og nýt-
ingu jarðvarma í Austur-Afríku.
Ýmis fyrir tæki vinna að lofts-
lagsvænni tækni og má þar nefna
Marorku, sem býður lausnir til
að draga úr mengun frá skipum.
Sveitarfélög vinna metangas úr
urðunar stöðum og nýta á farar-
tæki. Skógrækt og landgræðsla
binda kolefni úr andrúmslofti í
gróðri og jarðvegi.
Í fremstu röð
Vistvænni lífsstíll er annar
mikil vægur þáttur. Losun frá
samgöngum er óvíða meiri á
mann en á Íslandi. Bílaflotinn
er stór og orkufrekur og byggð
í þéttbýli er jafnan mjög dreifð
yfir stórt svæði. Skipulag þarf
að taka mið af umhverfissjónar-
miðum því ferðavenjur geta
skipt sköpum. Við getum notast
við sparneytnari bíla, notað
almenningssamgöngur meira
og gengið og hjólað; allt stuðlar
þetta að minni losun. Stjórnvöld
bera meginþunga ábyrgðarinnar
og setja rammann um aðgerðir í
loftslagsmálum. Við getum hins
vegar lagt okkar af mörkum
hvert og eitt. Ísland getur og á
að vera í fremstu röð í baráttunni
gegn loftslagsvánni.
Ísland getur betur
LOFTSLAG
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfi s- og
auðlindaráðherra
➜ Heilbrigt umhverfi þýðir
aukin lífsgæði. Loftslags-
vandinn kallar á nýsköpun
og þar liggja tækifæri fyrir
rannsóknir, nýsköpun og
atvinnulíf.
GLÆSILEG GJÖF FYLGIR
FRAMTÍÐARREIKNINGI
Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning
barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir
Stóra Disney heimilisréttabókin með*.
Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu.
Komdu við í næsta útibúi Arion banka.
Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar
*Á meðan birgðir endast©DISNEY