Fréttablaðið - 17.12.2012, Side 56
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 40
HANDBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið hafði heppnina með sér þegar
dregið var í umspilið um laus sæti
á Heimsmeistaramótinu í Serbíu
sem fer fram í desember á næsta
ári. Íslenska liðið lenti á móti
Tékklandi, sem er eina liðið sem
náði ekki að hala inn stig í milli-
riðlunum á EM í Serbíu.
„Ég er svo kát og glöð því þetta
gat ekki farið betur. Við byrjum
heima og það er rosalega mikilvægt
að ná góðum úrslitum í heima-
leiknum,“ sagði Hrafn hildur Skúla-
dóttir, fyrirliði íslenska liðsins, en
leikirnir fara fram í byrjun júní-
mánaðar. Tékkar urðu í 12. sæti á
EM í Serbíu en íslenska landsliðið
lenti þar í 15. og næstsíðasta sæti.
„Þetta tékkneska lið er búið
að vera á rosalegri siglingu og
þær eru búnar að spila alveg frá-
bærlega á EM. Þær stóðu meðal
annars í Noregi allan leikinn og
hafa sýnt að þær eru búnar að taka
gríðarlegum framförum. Þær voru
samt klárlega lakasta liðið í efri
styrkleikaflokknum,“ sagði Hrafn-
hildur. Íslenska liðið hefði nefni-
lega getað mætt Danmörku, Rúss-
landi, Spáni, Rúmeníu, Frakklandi,
Þýskalandi eða Svíþjóð í þessum
umspilsleikjum.
„Við hefðum nánast getað verið
að fara í „Mission Impossible“
þannig séð því við hefðum getað
lent á móti alveg skelfilegum þjóð-
um. Auðvitað getum við slysast til
að vinna einn og einn leik á móti
þessum stóru þjóðum en þegar
komið er í tvo leiki í umspili er
orðið ansi erfitt að slá þessar allra
sterkustu þjóðir út,“ sagði Hrafn-
hildur.
Íslenska liðið er búið að komast
inn á stórmót undanfarin þrjú ár og
á nú góða möguleika á að ná stór-
móti fjórða desember mánuðinn í
röð.
„Við skuldum það að gera betur í
Serbíu, það er klárt,“ sagði Hrafn-
hildur að lokum. - óój
Sluppu við „Mission Impossible“
Hrafnhildur Skúladóttir ánægð með að lenda á móti Tékkum í umspili HM 2013.
HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR Á
æfingu með íslenska landsliðinu á EM í
Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Glæsilegt mark Guðlaugs Victors
FÓTBOLTI Guðlaugur Victor Pálsson skoraði
frábært mark fyrir NEC Nijmegen um
helgina þegar hann tryggði sínum
mönnum 1-1 jafntefli á móti toppliði
PSV Eindhoven. Guðlaugur Victor fékk
boltann fyrir utan teig þegar aðeins tíu
mínútur voru til leiksloka. Hann lék á
einn varnarmann og inn í teiginn þar
sem hann lét vaða og boltinn sigldi
upp í fjærhornið. Þetta var algjörlega
óverjandi fyrir markvörð PSV. Þetta
var annað mark Guðlaugs Victors í
11 leikjum með NEC en hann skoraði
einnig í 2-1 útisigri á Groningen í byrjun
nóvember. NEC er í sjöunda sætinu.
Aron aft ur með og
Kiel marði sigur
HANDBOLTI Aron Pálmarsson sneri
aftur inn í lið Kiel í gær eftir meiðsli
og hjálpaði liðinu að vinna nauman
27-26 sigur á Kára Kristjánssyni og
félögum í Wetzlar. Lærisveinar Alfreð
Gíslasonar í Kiel töpuðu óvænt á
móti Melsungen um síðustu helgi
og voru 19-21 undir þegar tæpar 18
mínútur voru eftir. Kiel náði hins
vegar að tryggja sér sigur í lokin.
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk
í gær, öll í fyrri hálfleik, og Guðjón
Valur Sigurðsson var með eitt mark.
Eiður Smári sá
rautt í botnslag
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
var rekinn af velli sjö mínútum fyrir
leikslok þegar Cercle Brugge gerði
1-1 jafntefli við Lierse í botnslag í
belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta
á laugardagskvöldið. Eiður Smári
fékk þá sitt annað gula spjald en
fyrra gula spjaldið fékk hann aðeins
tveimur mínútum fyrr. Cercle var 1-0
undir þegar Eiður Smári var rekinn út
af en Lucas Van Eenoo tryggði Cercle
Brugge 1-1 jafntefli þegar hann
skoraði jöfnunarmarkið á 89. mínútu
leiksins.
Jón Arnór og fél-
agar sterkir heima
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
á góðan leik í öruggum 18 stiga
heimasigri CAI Zaragoza á Unicaja,
82-64, í spænsku úrvalsdeildinni í
körfubolta um helgina en þetta var
fjórði heimasigur liðsins í röð. Jón
Arnór var með 10 stig, 4 fráköst
og 3 stoðsendingar á 23 mínútum
en hann hitti meðal annars úr 2 af
5 þriggja stiga skotum sínum. CAI
Zaragoza er í 5. sæti deildarinnar
og er búið að vinna 8 af 12 leikjum
sínum, þar af 5 af 6 heimaleikjum
sínum.
SUND ANTON SVEINN MEÐ TVÖ MET
Í SAMA SUNDINU Á HM Í ISTANBÚL
Anton Sveinn Mckee, sundmaður úr Ægi, setti í gær
tvö Íslandsmet í sama sundi þegar hann keppti í
1500 metra skriðsundi á heimsmeistara mótinu í 25
metra laug í Istanbúl í Tyrklandi. Anton Sveinn setti
þar með þrjú Íslandsmet á mótinu. Anton Sveinn
Mckee synti 1500 metra skriðsund á tímanum
15:00,51 mínútum en tíminn hans eftir 800 metra
var 7:52,84 mínútur. Með þessu bætti hann eigið
með í báðum sundum. Gömlu mettímarnir hans
voru 15:01,35 mínútur í 1500 metrunum
og 7:58,40 mínútur í 800 metrunum.
Anton Sveinn hafði fyrir helgi bætt
met Arnar Arnarsonar í 400 metra
skriðsundi.
ALFREÐ FINNBOGASON
26. DEILDARMARKIÐ Á ÁRINU 2012
Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Heerenveen í
gær þegar liðið tapaði 1-3 á móti Utrecht í hollensku
úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði markið sitt úr víti á
78. mínútu og minnkaði muninn í 1-2 en hann
hafði áður fengið dæmt á sig víti og fengið gult
spjald fyrir leikaraskap. Alfreð hefur þar með
skorað 13 mörk í 15 deildarleikjum með Hee-
renveen og alls 26 mörk í 34 deildarleikjum
á árinu 2012 með Lokeren í Belgíu (2 leikir/1
mark), Helsingborg í Svíþjóð (17/12) og svo
Heerenveen Í Hollandi. Það hefur lítið gengið hjá
Heerenveen (13. sæti) þrátt fyrir markaskor Alfreðs en
liðið hefur aðeins náð að vinna þrjá af þeim tíu leikjum
þar sem hann hefur verið á skotskónum.
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan efnilega úr ÍR, bætti
elsta Íslandsmetið innanhúss um tæpar tíu sekúndur
á jólamóti Ármanns um helgina en metið var orðið
34 ára gamalt. Aníta hljóp á tímanum 2:43,22 mín-
útum og sló met Lilju Guðmundsdóttur sem var
2:52,10 mínútur og sett árið 1978. Elsta metið
innanhúss er nú met Ragnheiðar Ólafsdóttur
í 1500 metra hlaupi frá árinu 1982. Líklegt er
að Aníta geri einnig atlögu að því meti næstu
árin en hún setti Íslandsmet í 800 metra
hlaupi utanhúss í sumar.
HEIMSMEISTARAKEPPNI FÉLAGSLIÐA
CHELSEA TAPAÐI ÚRSLITALEIKNUM Í JAPAN
Rafael Benitez tókst ekki að gera Chelsea að heimsmeisturum félagsliða
í fótbolta í gær því Evrópumeistararnir töpuðu 0-1 á móti Corinthians frá
Brasilíu í úrslitaleiknum í Japan.
Paolo Guerrero skoraði eina markið með skalla á 69. mínútu. Guerrero
var heldur betur hetja brasilíska liðsins í þessari keppni því hann skoraði
einnig sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Al-Ahly. Cassio, mark-
vörður Corinthians, var valinn besti maður úrslitaleiksins og fékk líka
gullknöttinn sem besti maður keppninnar. David Luiz hjá Chelsea fékk
silfurknöttinn og Paolo Guerrero bronsknöttinn.
POWERADE-BIKARINN Í KÖRFUBOLTA
SJÖ FÉLÖG KOMIN ÁFRAM Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT
Sjö félög eru komin áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla í
körfubolta. Lokaleikur sextán liða úrslitanna fer fram klukkan 19.15 í kvöld
þegar 1. deildarlið Hauka tekur á móti ÍR í Schenker-höllinni á Ásvöllum.
Það verður fyrsti leikur Ívars Ásgrímssonar sem þjálfara Hauka (tók við af
Pétri Guðmundssyni) en hann mætir þar sínum gamla félaga úr Haukum,
Jóni Arnari Ingvarssyni, þjálfara ÍR. Dominos-deildarlið Snæfells (vann Þór
Þ. 91-83), Stjörnunnar (vann KFÍ 97-78), Keflavíkur (vann Hamar 93-75),
Njarðvíkur (vann Hauka-b 112-57) og Grindavíkur (vann Fjölni 101-98)
komust áfram í gærkvöldi en áður höfðu 1. deildarlið Vals (vann KR-b
94-53) og Reynis úr Sandgerði (vann Augnablik 74-66) tryggt sig áfram í
næstu umferð bikarsins.
FRJÁLSAR ANÍTA BÆTTI ELSTA
ÍSLANDSMETIÐ INNANHÚSS
HANDBOLTI Sigurganga norska
kvennalandsliðsins endaði í gær
eftir einn rosalegasta úrslitaleik
handboltasögunnar.
Handhafar allra stóru titlanna
höfðu unnið fjóra Evrópumeistara-
titla í röð og flestir voru búnir að
spá því að liðið tæki þann fimmta
í röð heim til Ósló á morgun.
Staðan var jöfn eftir venju legan
leiktíma, 24-24, og fyrstu fram-
lengingu, 28-28, þar sem norska
liðið jafnaði í bæði skiptin. Svart-
fjallaland landaði hins vegar gull-
inu með því að skora fjögur síð-
ustu mörk leiksins, halda hreinu
síðustu þrjár mínúturnar og
tryggja sér 34-31 sigur.
Þórir Hergeirsson, íslenskur
þjálfari norska liðsins, var með
sitt lið á góðu skriði eftir ellefu
marka sigur á Ungverjum í undan-
úrslitum daginn áður og þjálfari
Svartfjallaland talaði um það
fyrir leikinn að hans konur þyrftu
handboltakraftaverk til að vinna
heims-, Ólympíu- og Evrópumeist-
arana.
„Það eru mikil vonbrigði fyrir
alla að tapa þessum leik. En þegar
við jöfnum okkur á þessu sára tapi
getum við borið höfðið hátt. Þær
voru betri í þessum leik og voru
yfir stærsta hluta leiksins. Við
reyndum allan tímann að finna
lausnir. Þetta er sárt en ég er
stoltur af mínum leikmönnum,“
sagði Þórir Hergeirsson í sjón-
varpsviðtali eftir leik.
Svartfjallaland spilaði seinni
undanúrslitaleikinn á laugar-
daginn þar sem liðið þurfti að hafa
mikið fyrir sigri á heimakonum í
Serbíu. Liðið spilaði auk þess á
færri leikmönnum en norska liðið
sem gat leyft sér að hvíla sína leik-
menn í síðasta leiknum í milliriðl-
unum. Það bjuggust flestir við því
að það færi að draga af Svartfell-
ingum í lok leiksins, í fyrstu fram-
lengingunni eða í seinni fram-
lengingunni. En þær héldu út með
hinar frábæru Katarinu Bulatovic
og Milenu Knezevic í fararbroddi
og unnu að lokum sögulegan sigur
fyrir þessa litlu þjóð sem er aðeins
tvöfalt fjölmennari en Ísland.
„Þær voru rosalega hungraðar í
gullið og það vó þyngst á endanum.
Að auki eru þær rosalega vel sam-
æfðar enda spila þær saman á
hverjum degi,“ sagði Þórir.
Norska liðið var búið að vinna
þrjú stórmót í röð undir stjórn Sel-
fyssingsins og árangur hans er
eftirtektarverður þrátt fyrir að
gullið hafi ekki komið í hús í gær.
Liðið hefur unnið verðlaun á
fyrstu fimm stórmótunum undir
hans stjórn um leið og hann hefur
unnið hörðum höndum að því að
endurnýja liðið. ooj@frettabladid.is
Stoltur þrátt fyrir silfur
Svartfj allaland er Evrópumeistari kvenna í handbolta eft ir 34-31 sigur á stelpu-
num hans Þóris Hergeirssonar í dramatískum tvíframlengdum úrslitaleik í Serbíu.
EVRÓPUMEISTARAR SVARTFJALLALANDS Gullið í höfn eftir magnaðan úrslitaleik í Belgrad í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
SPORT