Fréttablaðið - 04.01.2013, Síða 1
TÓNLIST Plötusala árið 2012 var
um átta prósentum minni en met-
árið 2011, samkvæmt sölutölum
úr stærstu smásöluverslunum
landsins. Salan 2012 var engu
að síður sú næstmesta á undan-
förnum fjórum árum hvað varðar
seld eintök;
tíu prósentum
meiri en 2009
og 25 pró-
sentum meiri
en 2010.
„Árið var
frábært í
nýjum íslensk-
um plötum,“
segir Eiður
Arnarsson
hjá Senu og bætir við að stærsta
fréttin sé kannski sú hve afger-
andi vel ungir listamenn á borð
við Ásgeir Trausta, Retro Stefson
og Of Monsters and Men hafi selt
plöturnar sínar. -fb / sjá síðu 46
LÍFIÐ
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
16
GARÐAR THOR Á AKUREYRIStórsöngvarinn Garðar Thor Cortes verður með nýár-
stónleika í Hofi á Akureyri annað kvöld kl. 20. Auk hans
koma fram Garðar Cortes eldri, Valgerður Guðnadóttir
og söngflokkurinn Norrington. Tónlistarstjórar eru
Friðrik Karlsson og Óskar Einarsson.
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsssér um sjó
YFIR 1000 VÖRUTEGUNDIR
ALLT AÐ 75% AFSL.
ÞURRKARAR
BÍLHÁTALARAR
DVD SPILARAR
REIKNIVÉLAR
HLJÓMBORÐ
ÚTVÖRPBÍLTÆKI
HEYRNARTÓL
HÁTALARAR
FERÐATÆKI
MP3 SPILARAR
MAGNARAR
ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR
MYNDAVÉLAR
SJÓNVÖRP
HÁFAR
STRAUJÁRN
ELDAVÉLAR
UPPÞVOTTAVÉLAR HRÆRIVÉLAR
ÖRBYLGJUOFNAR
ÞVOTTAVÉLAR
ÍSSKÁPAR
RYKSUGUR
VÖFFLUJÁRN
RAKVÉLAR
FRYSTIKISTUR
KAFFIVÉLAR
SAMLOKUGRILL
BLANDARAR
HELLUBORÐ
OFNAR
4. JANÚAR 2013
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Sími: 512 5000
4. janúar 2013
3. tölublað 13. árgangur
Rúllustigaslys skoðað Vinnu eftir litið
skoðar nú tildrög rúllustiga slyssins
sem varð í verslunarmiðstöðinni Firð-
inum í Hafnarfirði rétt fyrir jól. 2
Aukið orlof Foreldrar munu fá tólf
mánaða fæðingarorlof frá og með
árinu 2016. 4
Áhætta á meðgöngu Fórnarlömb
nauðgana eru líklegri en aðrar verð-
andi mæður til að stunda áhættu-
hegðun á meðgöngu. 8
Samdráttur í
plötusölu á
Íslandi á milli
áranna 2011
og 2012 nam
8%
SPORT Ásdís Hjálmsdóttir hefði
orðið íþróttamaður ársins hefðu sér-
sambönd ÍSÍ séð um kosninguna. 42
NÁMSKEIÐSBÆKLINGUR
ENDURMENNTUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS
FYLGIR BLAÐINU Í DAG
endurmenntun.is
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN
HM í ha
ndbolt
a
Hefst
Eftir7daga
SKOÐUN Ef gera á götuhlaup betri
þarf að fjölga Lynghögunum og
Lindarbrautunum, skrifar Pawel. 17
MENNING Pabbi passar systurnar í
Pascal Pinon á ferðalögum. 46
Gott ár en þó samdráttur:
Plötusala minni
í fyrra en 2011
FRÉTTIR
Best klædda konan
Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur
verið valin best klædda kona Lífsins.
Bleikir sokkar í stíl við Ray Ban-sól-
gleraugu voru hápunkturinn.
Bolungarvík 4° A 9
Akureyri 3° SA 5
Egilsstaðir 3° SA 6
Kirkjubæjarkl. 6° SA 7
Reykjavík 8° SA 13
RIGNING Vaxandi S-átt S- og V-lands og
rigning, víða 10-20 m/s síðdegis. Hægari
og úrkomulítið NA-til. Hiti 3-9 stig. 4
EFNAHAGSMÁL Unnið er að leiðum
til að losa heimili og rekstrarfyrir-
tæki undan gjaldeyrishöftum og
láta þau fyrst og fremst hvíla á
fjármálaviðskiptum, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
Þá er stefnt að því að leggja
fram frumvarp í þessum mán-
uði um breytingar á lögum um
gjaldeyris höft, þess efnis að afnám
þeirra verði bundið efnahagslegum
skilyrðum í stað þess að þau verði
afnumin á ákveðnum tíma. Nefnd
fulltrúa allra þingflokka sem
vinnur að hugmyndum um afnám
hafta mun auk þess koma á fram-
færi hugmyndum til Seðlabanka
Íslands um leiðir sem hún telur að
muni hjálpa til við afnám haftanna.
Fréttablaðið greindi hinn 21.
desember frá bréfi nefndarinnar
til formanna stjórnmálaflokkanna.
Þar kom fram að nefndarmenn
væru sammála um að gjaldeyris-
höft skyldu vera ótímabundin og
að afnám þeirra yrði þess í stað
háð efnahagslegum skilyrðum.
Í kjölfarið fundaði nefndin með
formönnunum. Heimildir Frétta-
blaðsins herma að þverpólitísk sátt
sé um þær leiðir sem tíundaðar eru
í bréfinu og að frumvarp um breyt-
ingarnar verði lagt fram snemma
á komandi þingi, sem hefst 14.
janúar. Samhliða verður lagt til
við Seðlabanka Íslands að flýta sér
hægt í að veita undan þágur fyrir
þrotabú gömlu bankanna, Kaup-
þings og Glitnis, til gjaldeyrisvið-
skipta. Bæði þrotabúin hafa óskað
eftir slíkum undanþágum til að
geta klárað nauðasamninga.
Nefndin vinnur auk þess að leið-
um til að koma á umhverfi frjálsra
fjármagnsflutninga fyrir heimili
og rekstrarfyrirtæki eins fljótt
og auðið er. Með því á að reyna
að móta tillögur um hvernig hægt
verði að afmarka höftin við fjár-
málaviðskipti. Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins eru það helst
aflandskrónur og endurgreiðslur
úr þrotabúum föllnu bankanna sem
höftin eiga áfram að ná til. - þsj
Unnið að afnámi hafta á
heimili og rekstrarfyrirtæki
Þverpólitísk nefnd vinnur að leiðum til að afmarka gjaldeyrishöft. Vilji til að koma á frjálsum fjármagnsflutn-
ingum fyrir heimili og fyrirtæki sem fyrst. Frumvarp sem gerir höftin ótímabundin lagt fram á næstunni.
Aflandskrónurnar, eða kvikar krónur í eigu erlendra aðila, voru um 402
milljarðar króna í september síðastliðnum. Til viðbótar er talið að kvikar
krónur í eigu þrotabúa föllnu bankanna séu um 211 milljarðar króna alls
og eignarhlutur þeirra í Íslandsbanka og Arion banka sé um 221 milljarðs
króna virði. Samtals eru þetta um 834 milljarðar króna sem gætu viljað
leita út úr höftunum ef bankarnir verða seldir fyrir íslenskar krónur. Vilji er
til þess að láta höft áfram gilda gagnvart þessum eignum.
834 milljarðar gætu viljað út
VARLEGA FARIÐ UM Mjög hált hefur verið á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi skakkaföllum. Mikið hefur verið að gera
á bráðamóttöku Landspítalans frá áramótum vegna hálkuslysa og mikið er um beinbrot, að sögn Einars Hjaltasonar læknis.
„Hér er töluvert mikið af fólki sem bíður. Það er eldra fólkið sem er að detta og þolir það illa,“ sagði hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KJARAMÁL „Við viljum ekki hafa
frumkvæði að því að opna samn-
ingana heldur frekar reyna að
standa við þá eins og við getum,“
segir Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins.
Samkvæmt samningi ASÍ og SA
eiga laun almennt að hækka um
3,25 prósent um mánaða mótin.
Báðir aðilar hafa frest til 21.
janúar vilji þeir taka samninginn
upp. Fulltrúar þeirra hittast í dag
til viðræðna.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að miðað hafi verið við 2,5
prósenta verðbólgu en að hún sé nú
4,2 prósent og kaupmáttur sé því að
rýrna en ekki aukast. „Vandamálið
er að fyrirtækin hafa hækkað of
mikið verð á vörum og þjónustu
og við því þarf að bregðast. Þetta
er vandamálið og menn geta ekk-
ert stungið hausnum í sandinn með
það,“ segir hann.
Vilhjálmur segir SA líta til þess
að ríkið hafi aðeins lækkað trygg-
ingargjald á fyrirtæki um 0,1 pró-
sent en ekki 0,75 prósent eins og
reiknað hafi verið með. Þess utan
vanti um 100 milljarða króna inn
í hagkerfið á þessu ári miðað við
forsendur samningsins. „Staða
fyrirtækjanna til að rísa undir
þeim hækkunum er verri en við
gerðum ráð fyrir,“ segir hann.
Gylfi segir að þótt fyrirtæki tali
um vanda séu mörg þeirra með
methagnað. Verði samningnum
sagt upp sé ekki ólíklegt að til
átaka komi. „Þá hljóta atvinnu-
rekendur að gera sér grein fyrir
því að hér gæti orðið ólga á vinnu-
markaði,“ segir forseti ASÍ.
- gar
Fulltrúar atvinnurekenda og Alþýðusambandsins hittast á fundi í dag:
ASÍ vill fá umsaminn kaupmátt
Menn geta ekkert
stungið hausnum í sandinn.
Gylfi Arnbjörnsson
forseti ASÍ