Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 6

Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 6
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvenær hefjast í Reykjavík tökur á Hollywood-mynd um Wikileaks? 2. Hve mikið hefur verið afskrifað af skuldum Höfðatorgs? 3. Hversu mörgum hefur Alþingi veitt ríkisborgararétt á kjörtímabilinu? SVÖRIN Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð Óskar eftir starfsmanni í eldhús sem fyrst til að útbúa léttar grænmetismáltíðir. Væntanlegur starfsmaður þarf að hafa að leiðarljósi: vinnusemi, jákvæðni, nýtni, heiðarleika og sveigjan- leika. Vinnutími er kl. 10:00-13:30 fjóra morgna í viku. Upplýsingar hjá Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu í sím 6956636 eða á erna@ljosid.is www.sinfonia.is » Sími: 528 5050 Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur áheyrnarprufur fyrir einsöngvara laugardaginn 23. febrúar 2013. Valið verður í áheyrnarprufur út frá hljóð- ritum þátttakenda og er áhugasömum bent á að senda inn upptökur með söng sínum fyrir mánudaginn 28. janúar 2013 til: Sinfóníuhljómsveitar Íslands Hörpu, Austurbakka 2 101 Reykjavík Merkt: Einsöngur Nánari upplýsingar: Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri 545 2506 / arna@sinfonia.is. DÓMSMÁL EFTA-dómstóllinn mun kveða upp dóm í Icesave-málinu 28. janúar næstkomandi. Þetta kynnti dómstóllinn í gær. Verði íslenska ríkið sýknað verður Ice- save-deilan að öllum líkindum úr sögunni en ella kann dómurinn að leiða til skaðabótamáls. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu í desember 2011 í kjöl- far þess að þriðja Icesave-samn- ingnum var hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslu í apríl sama ár. Dómsmálið byggir á því mati ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við tilskipun um inn- stæðutryggingar. Telur ESA að íslenska ríkið hafi þar með brotið gegn EES-samningnum þegar eigendur Icesave-innstæðureikn- inga fengu ekki greitt úr Trygg- ingasjóði innstæðueigenda í kjöl- far falls Landsbankans. Þá telur ESA enn fremur að þar sem innstæður í Lands- bankanum á Íslandi, en ekki inn- stæður utan Íslands, voru færðar úr bankanum og inn í nýjan hafi íslensk stjórnvöld mismunað innstæðu eigendum eftir löndum, sem er óheimilt samkvæmt 4. grein EES-samningsins. Málið fjallar ekki um greiðslu- skyldu Íslands vegna mögulegra samningsbrota en gæti þó orðið grundvöllur að skaðabótamáli á hendur íslenska ríkinu. Slíkt dómsmál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Þar sem allt útlit er fyrir að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans muni standa undir forgangskröfum yrði þar deilt um vexti á Icesave-kröfu Breta og Hollendinga. Þó gæti slíkur dómur strax haft neikvæð áhrif á ríkissjóð með hærra áhættuálagi á ríkisskulda- bréf. Þannig hefur alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s varað við því að neikvæð niðurstaða í Icesave-málinu myndi fella láns- hæfis einkunn ríkissjóðs í rusl- flokk, en hún er sem stendur í lægsta fjárfestingarflokki. Í kjölfar stefnu ESA í desember 2011 tók framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB) undir kröfur ESA og stefndi sér inn í málið með meðalgöngustefnu. Síðan hafa Bretland og Holland stutt málarekstur ESA með skrif- legum athugasemdum en Noregur og Liechtenstein hafa aftur á móti lagt fram athugasemdir til stuðn- ings Íslandi. magnusl@frettabladid.is Icesave-dómur fellur í lok mánaðarins Verði íslenska ríkið sýknað af kröfum ESA fyrir EFTA-dómstólnum verður Icesave- málið að öllum líkindum úr sögunni. Ella kann í framhaldinu að verða höfðað skaðabótamál á hendur ríkissjóði Íslands í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skriflegum málflutningi í Icesave-dómsmálinu lauk í júní síðastliðnum en á fyrri hluta ársins lögðu málsaðilar fram greinargerðir um afstöðu sína auk gagnsvara. Munnlegur málflutningur fór síðan fram í september. Í málflutningi ESA og framkvæmdastjórnar ESB var lögð áhersla á að tilskip- unin um innstæðutryggingar væri skýr, enda hefði það aldrei gerst fyrr á EES-svæðinu að innstæðutryggingasjóður greiddi ekki neitt til innstæðu- eigenda. Breski lögmaðurinn Tim Ward, sem flutti málið fyrir hönd Ísland, lagði aftur á móti á það áherslu að ekki væri kveðið á um skilyrði fyrir ríkis- ábyrgð á innstæðutryggingasjóðum í tilskipunum ESB. Þá benti hann á að enginn innstæðutryggingasjóður hefði getað brugðist við hruni á við það sem varð á Íslandi. Orðalag tilskipunar lykilatriði EFTA-DÓMSTÓLLINN Dæmi EFTA-dómstóllinn Íslandi í vil í Icesave-dómsmálinu í lok mánaðarins verður Icesave-deilan að öllum líkindum loks úr sögunni. 1. Núna í janúar. 2. Fimmtán milljarðar. 3. Tvöhundruð fjörutíu og tveimur. Air Crash Investigation Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS SVÍÞJÓÐ Alls hafa mæður 179 barna í Svíþjóð verið myrtar frá því árið 2000. Feður 126 þessara barna hafa verið þeir sem myrtu mæðurnar. Þetta er niðurstaða úttektar sænska blaðsins Aftonbladet á morðum og drápum á konum. Sérstök rannsókn á aðstæðum 54 barna leiddi í ljós að í fjórum til- fellum af hverjum 10 eru feðurnir enn með forræði yfir börnunum. Í mörgum tilfellum geta feður sem banað hafa mæðrum barna sinna stýrt lífi barnanna frá fangelsinu og meðal ann- ars gert athugasemdir við val á fóstur- heimili eða lyfjameðferð vegna veik- inda barnanna. Feður geta einnig neitað að skrifa undir umsókn um vegabréf. Í einu tilfellanna neyddist drengur sem varð vitni að morðinu á móður sinni til að gista hjá föður sínum í fang- elsinu í mörg ár. Það var ekki fyrr en nýr starfsmaður hins opinbera fékk mál drengsins í sínar hendur sem heimsóknirnar voru lagðar af. Í ljós kom að drengurinn hafði verið logandi hræddur við föður sinn. Börnin sjálf eru ekki alltaf spurð að því hvað þau vilja og hverjar þarfir þeirra eru. Rannsókn Aftonbladet leiddi í ljós að mörgum þeirra finnst þau vera svikin og yfirgefin. Af þessum 126 börnum voru 63 heima þegar feðurnir myrtu mæðurnar, 33 sáu þegar mæðurnar voru myrtar og að minnsta kosti sjö komu að mæðrum sínum látnum. Í raun misstu börnin báða foreldra sína því að feðurnir voru fangelsaðir eða frömdu sjálfsmorð. Að minnsta kosti 201 kona í Svíþjóð hefur verið myrt af sambýlismanni eða fyrrverandi sambýlismanni frá árinu 2000. Alls hafa 179 börn í Svíþjóð misst móður sína vegna þessa. - ibs Feður sem myrtu mæður barna sinna geta stýrt lífi þeirra áfram: Með forræðið þrátt fyrir morð 179 mæður sænskra barna hafa verið myrtar frá aldamótum. SAMFÉLAGSMÁL „Kirkjan er að fara fram á að almenningur sameinist um það að gera þetta að forgangsverkefni, og það er af því að neyðin er svo mikil. Spítalinn er í algerri öng,“ segir séra Birgir Ásgeirsson prófastur um þá tillögu Agnesar M. Sigurðar dóttur, biskups Íslands, að kirkjan standi fyrir söfnun til handa Landspítalanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, sagði í fréttum RÚV í gær að það skyti skökku við að kirkjan ætlaði að standa að slíkri söfnun. Kirkjan hefði sjálf þrýst mjög á að fá viðbótarfjár- veitingu á fjárlögum en þeir fjármunir hefðu annars getað farið í tækjakaup á spítalanum. Séra Birgir segist undrandi á ummælum Sigríðar. „Kirkjan er ekki að fara fram á aukaframlag á fjárlögum heldur að hið opin- bera skili þeirri innheimtu sem átt hefur sér stað fyrir hönd kirkjunnar.“ Ríkið hafi tekið að sér að innheimta sóknargjöld og greiðslur til trúfélaga og eigi að standa skil á því, sem ekki hafi verið gert að fullu. Biskupinn sagði sjálfur á fésbókarsíðu sinni í gær að fjármálum kirkjunnar og landssöfnun fyrir Landspítalann ætti ekki að blanda saman. Kirkjan hefði fengið mikil og góð viðbrögð við hugmyndinni. - þeb Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, gagnrýndi hugmynd kirkjunnar um söfnun: Fjármál kirkjunnar og söfnun tvennt ólíkt BIRGIR ÁSGEIRSSON SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.