Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 16
4. janúar 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjár- festingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxl- uðu skattahækkanir og niðurskurð í heil- brigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 millj- arðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipa- flotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til hand- hafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Saman- lögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiski- miðunum, veiðigjaldið, var „hófleg“, 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkis stjórnin lét gróðaveg út gerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjör- tímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslands miðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harð- duglegir, útsjónarsamir og framfara- sinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og ein- staklega gjöful af verðmætum fisk- tegundum. Góðar tekjur fást með tiltölu- lega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátrygg- ingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiði- rétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur. Gróðavegur – 3,5% afnotagjald SJÁVAR- ÚTVEGUR Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra sem býður sig fram sem formaður Samfylkingarinnar verður gestur á hádegisfundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna á efri hæðinni á Kaffi Sólon, föstudaginn 4. janúar kl. 12:00 - 13:15. Stutt framsaga og opnar umræður. Allir velkomnir! Guðbjartur á opnu Vík milli vinkvenna Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi kynningarstjóri Baugs, skrifar varnargrein fyrir íslenska bankamenn í Fréttablaðið í gær– ekki í fyrsta skipti. Í greininni, sem er allrar athygli verð, er fast skotið, ekki síst á Evu Joly og embætti sérstaks saksóknara. Það hafa ekki verið létt spor fyrir Kristínu að stinga niður penna og gagnrýna Evu, því að þær þekkjast mætavel, eins og Kristín segir raunar sjálf, og í íslenskri þýðingu á bók Evu um Elf-málið svokallaða í Frakklandi birtist formáli eftir enga aðra en Kristínu Þorsteinsdóttur. Vondur samanburður Í greininni er þó að finna furðulegan samanburð: „Engin ástæða er til þess að ætla að góðir saksóknarar verði hristir fram úr erminni frekar en góðir bankamenn. Það á örugglega eftir að koma í ljós– vonandi áður en of mörg réttarmorð verða framin.“ Í fyrsta lagi er ljóst að íslenskir bankamenn mis- stigu sig hrapallega. Hér fór jú allt á hvolf. Embætti sérstaks saksókn- ara hefur enn ekki misstigið sig með þeim hætti. Það hefur náð fram sakfellingu í öllum hrunmálum sínum til þessa. Ætlaði Kristín kannski að sneiða að gjörvöllu dómskerfi lands- ins? Eru íslenskir dómarar refsiglaðir og vondir? Kristín þyrfti að svara því. Eina niðurstaðan Karpið um það hvort það sé eðlilegt að hin ríkisstyrkta stofnun Þjóðkirkjan safni fjármunum fyrir ríkisstofnunina Landspítalann var fyrirsjáanlegt og slær vonandi ekki tóninn fyrir nýtt ár. Agnesi M. Sigurðardóttur biskup gengur auðvitað gott eitt til með þessu öllu saman en óhjákvæmileg niðurstaða hlýtur samt að vera sú ein að það er ólíðandi að Land- spítalinn þurfi að reiða sig á gjafir fyrir tækjakaupum. Ef ríkissjóður hrekkur ekki til fyrir nauðsynjavörum á spítala landsins er forgangs- röðunin einfaldlega röng. stigur@frettabladid.is N ý lög um fæðingarorlof tóku gildi nú um áramótin. Með nýju lögunum er fæðingarorlof lengt úr níu mán- uðum í tólf og er sú breyting sannarlega til hagsbóta bæði fyrir börn og foreldra. Orlofsrétturinn er sem fyrr þrískiptur; réttindi móður, réttindi föður og sam- eiginlegur réttur sem foreldrar ráða sjálfir hvort þeirra nýtir. Sú breyting sem varð á frumvarpinu á síðustu metrunum var afar mikilvæg. Í stað þess að þriggja mánaða lengingin legðist jafnt við alla hluta orlofsins er sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig aukinn úr þremur mánuðum í fimm og sameiginlegi rétturinn verður þá tveir mánuðir í stað þriggja áður. Þá er einnig mikilvæg sú breyting að einhleypum for- eldrum, konum sem hafa gengist undir tæknifrjóvgun og ein- hleypu fólki sem ættleiðir börn, er þrátt fyrir þetta tryggður fullur réttur til fæðingarorlofs. Þannig er börnum einhleypra foreldra tryggður jafnlangur tími í samvistum við foreldri þótt aðeins eitt foreldri sé til staðar. Reynslan hefur sýnt að sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs er að stærstum hluta nýttur af konum. Þannig hefur framkvæmd níu mánaða orlofsins, eins og gilti til áramót- anna, verið sú að mæður hafa í langflestum tilvikum tekið orlof í sex mánuði og feður þrjá. Með því að leggja einn mánuð við hvern hluta orlofsréttarins væri líklegt að þorri kvenna yrði enn lengur frá vinnu en verið hefur. Því var það talið þjóna jafn- réttishugsuninni sem liggur að baki lögunum betur að styrkja óframseljanlegan rétt beggja foreldra og draga fremur úr þeim sameiginlega. Á það hefur verið bent að ástæðan fyrir því að konur taka frekar sameiginlega hluta fæðingarorlofsins en karlar sé sú að þeir hafi iðulega hærri tekjur en þær. Því komi orlof konunnar ekki eins við heimilisbókhaldið og orlof karlsins. Þetta er því miður staðreynd því kynbundinn launamunur er hér óþolandi, auk þess sem mörg störf sem konur stunda frekar en karlar, svo sem umönnunar- og uppeldisstörf, eru verr metin til launa en störf sem krefjast sambærilegrar menntunar en fleiri karlar stunda. Við þessu á ekki að bregðast með því að konur taki enn lengra fæðingarorlof en áður heldur með því að halda áfram að berjast fyrir jafnari launum karla og kvenna. Réttur beggja foreldra og þar með sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er einn af bautasteinunum í vegferðinni í átt til jafnréttis kynjanna. Ávinningurinn er tvíþættur. Í fyrsta lagi sá að feður eiga þess kost að vera heima með börnum sínum og sinna heimilinu í kjölfar fæðingar barns. Þetta er bæði til hagsbóta fyrir feðurna og börnin, sem fá aukið tækifæri til að tengjast föður á fyrstu árum ævinnar. Í öðru lagi jafnar minni framseljanlegur réttur stöðu kynjanna á vinnumarkaði vegna þess að kyn skiptir minna máli með tilliti til þess hversu líklegt er að starfsmaður fari í fæðingarorlof og hversu lengi. Þetta atriði vegur síðan þungt í baráttunni fyrir jafnari launum kynja þannig að þar er ávinningurinn tvöfaldur. Breytingin er síðan ekki síður til hagsbóta fyrir þá feður sem kjósa að vera heima og annast barn sitt og heimili á fyrstu mán- uðum ævi þess. Lenging fæðingarorlofs: Í þágu barna Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.