Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 24
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Mér varð það á að lenda
í orðaskaki við góðan
vin minn út af ESB. Það
hefði ég ekki átt að gera,
því orðaskak, svo ekki
sé talað um rifrildi, skil-
ar engu nema sáru sinni.
En tilefni orðaskaksins
er þó þess virði að það sé
rætt. Vinur minn fullyrti,
og fékk ákafan stuðning
flestra borðfélaga okkar,
að það væri fyrir fram
vitað að við fengjum engar und-
anþágur frá reglum ESB. Það
færu því ekki fram neinar samn-
ingaviðræður, heldur ætti sér stað
aðlögunarferli að regluverki ESB.
Mér gremst fátt jafnmikið og
þegar fólk gefur sér niðurstöðu
úr óorðnum atvikum fyrir fram;
tala nú ekki um þegar um samn-
ingaviðræður er að ræða. Enginn
veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóð-
legum samningaviðræðum kemur.
Stundum kemur heilmikið, eins og
t.d. bæði úr viðræðum okkar um
EES og jafnvel við inngöngu okkar
í NATO. Í báðum tilvikum feng-
um við varanlegar undanþágur.
Í EFTA-viðræðunum drógum við
þó nokkrar undanþágur að landi.
Þegar við gengum í Sameinuðu
þjóðirnar var engin undanþága
í boði. Allar þjóðir sem gengið
hafa í ESB hafa fengið
undanþágur frá megin-
regluverki sambands-
ins, ýmist tímabundnar
eða varanlegar, allt eftir
því hve mikilvægur við-
komandi málaflokkur var
hverri þjóð. Hver niður-
staðan verður hjá okkur
get hvorki ég né aðrir full-
yrt neitt um. Það er hins
vegar afar ólíklegt að
þær verði ekki einhverj-
ar. Hvaða máli þær muni skipta
okkur, þegar upp er staðið, er svo
annað mál.
Gagnkvæmi eða undanþágur
Þegar bent er á samningsmarkmið
okkar gagnvart ESB spyr almenn-
ingur um undanþágur. Undan-
þágubeiðnir hafa verið veganesti
íslenskra samningamanna allt frá
því að við fyrst ræddum við Dani
um viðskipti og gagnkvæm rétt-
indi. Það sagði mér maður sem
hefur tengst samningaviðræðun-
um í Brussel að undanþágubeiðnir
okkar séu að fjölda til svipaðar og
allar undanþágubeiðnir annarra
þjóða, sem sótt hefðu um aðild að
ESB. Þótt þetta séu eflaust ýkjur
segir þetta sína sögu. Undanþágur
beinast að almennum reglum en
einnig að ákveðnum málaflokkum
sem við viljum halda óskertu for-
ræði yfir. Þar ber hæst að halda
fiskveiðiauðlindinni út af fyrir
okkur. Flestir Íslendingar munu
vera sammála um að það sé frá-
gangssök, sé því ekki náð. Við
viljum þó að íslenskum útgerðar-
mönnum sé leyft að eiga evr-
ópskar útgerðir með veiðirétti.
En kjarni þessa máls snýr ekki
að ESB heldur okkur sjálfum. Við
teljum okkur trú um að við verð-
um undir í þessum heimi nema
aðrar þjóðir veiti okkur undan-
þágur frá meginreglum í sam-
skiptum þeirra. Á þessu er því
miður alið með skírskotun til
fámennis. Höfum við þó sýnt að
við stöndumst samanburð ágæt-
lega. Okkur hefur ætíð vegnað
best þegar samskiptareglur okkar
við aðrar þjóðir voru gagnkvæmar
og viðskiptin frjáls.
Þurfum við undanþágur?
Eru almennar og víðtækari und-
anþágur í reynd eftirsóknar-
verðar fyrir okkur? Styrkist
samkeppnis hæfni þjóðarinnar við
fleiri og rammgerðari undanþágur
frá þeim reglum sem aðrar þjóð-
ir þurfa að gangast undir? Sam-
keppnishæfnin er sífellt að verða
mikilvægari mælikvarði á vel-
gengni og velmegun þjóða. Undan-
þágur eru forgjöf í samskiptum
þjóða. Þegar forgjöfin fellur niður,
eins og alltaf verður að lokum,
verður erfitt að standast þeim
snúning sem enga forgjöf fengu.
Þannig er hagrænni samkeppni
þjóða einnig farið. Við sjáum það
greinilega nú í kreppunni. Þær
þjóðir sem búið hafa við vernd-
un standast hinum ekki snúning.
Fyrrnefndar þjóðir hafa tekið
mikil erlend lán til að viðhalda
óbreyttum lifnaðarháttum innan-
lands, því eigin hagkerfi megnuðu
það ekki. Eyðslan var of mikil.
Þráhyggja og sérhagsmunir
Það hefur verið íslensk þráhyggja
að hér gildi allt önnur lögmál en
annars staðar. Langvarandi ein-
angrun í bland við innlenda kúgun
leiddu af sér eymd sem var langt
umfram það sem var í nágranna-
löndunum. Við dagsbrún nýrra
tíma afsökuðum við afkáraskap,
niðurníðslu og afturför með því að
segja aðstæður hér sérstakar, ein-
stakar og ósamanburðarhæfar við
önnur lönd, auk þess sem Danir
fengu sinn skerf. Við erum enn
við svipað heygarðshorn. Þorum
ekki að taka á því sem breyta þarf,
t.d. landbúnaði. Við viljum undan-
þágu fyrir landbúnað, svo stór
hluti bænda megi enn um sinn
hírast undir fátæktar mörkum.
Einangrun í ræktun og fram-
leiðslu leiðir af sér stöðnun og
afturför. Afkoma íslenskra smá-
bænda verður trauðla bætt nema
með aðlögunaraðstoð utan frá. Við
þurfum að færa land búnaðinn til
þess horfs að bænda stéttin geti
lifað mannsæmandi lífi. Nú gera
það bara stórbændur. Sennilega
skýrist heiftúðug andstaða stór-
bændaforystu bændasamtakanna
gegn aðildarumsókn á því, að þeir
óttast, að afkoma smábænda muni
batna verulega við inngöngu í
ESB, en þeirra eigin standa í stað.
En auðvitað vita þeir ekkert um
niðurstöðuna. Það er beinlínis
fáránlegt að hanga á víðtækum
varanlegum undanþágum fyrir
landbúnaðinn til að halda lífi í
tekjulægsta framleiðslukerfi á
Vesturlöndum. Semjum heldur um
aðlögun að skynsamara og fram-
tíðarvænna landbúnaðarkerfi.
Af hverju undanþágur frá ESB-reglum?
Friður 2000 hefur um ára-
bil vakið athygli á hætt-
um sem að börnum getur
steðjað frá ofbeldisefni
í fjölmiðlum. Fjölmarg-
ar rannsóknir hafa sýnt
að ofbeldi í fjölmiðlum
eykur hættu á ofbeldi í
sam félaginu.
Samkvæmt lögum
og reglum um starf-
semi RÚV ber ríkis-
fjölmiðlunum skylda að
standa vörð um íslenska
tungu og menningu. Lögin eru
reglulega brotin af RÚV og mjög
gróflega sl. gamlárskvöld með
áramótaskaupi sem fór út yfir öll
landamæri friðar og velsæmis.
Með útsendingunni braut RÚV
m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið
og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri
greina almennra hegningarlaga.
Í áramótaskaupi RÚV 31.
desem ber var nauðgurum gert
hátt undir höfði og þeim kennt
að kaupa tjald yfir glæpi sína.
Ofbeldi lyft hæðum hærra og
áhorfendum kennt að bregðast við
þjóðfélagsgagnrýni með hnefa-
skaki. Beinlínis var sýnt hvern-
ig slá skal niður mann og lagt til
að skjóta annan með haglabyssu.
Þá var forseti þjóðarinnar sýndur
sem ofbeldisseggur og
klappað fyrir. Aldraðir
og öryrkjar voru sví virtir.
Lög og regluverðir lítils-
virtir. Fjöldamorð sýnt
sem eðlilegur verknaður
í baráttu um peningavöld.
Blaðið sem heldur úti sora
íslenskrar blaðamennsku
og tungu fékk reglubund-
in auglýsingainnskot.
Samfélag ofbeldis
Viljum við Íslending-
ar samfélag ofbeldis þar sem
skólabörn eru murkuð niður
af fjöldamorðingjum? Þar sem
tugir þúsunda manna eru lim-
lestir og drepnir af tilefnislausu
á almannafæri á hverju ári?
Slíkt samfélag er nú að finna í
uppsprettu ofbeldismyndanna, í
Bandaríkjunum. Í Chicago jókst
ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í
þessari einu borg voru 532 drepn-
ir og tugir þúsunda sárir þetta
árið. Ofbeldið er orðið svo sam-
ofið samfélaginu að á síðustu tíu
árum hefur helmingi fleira fólk
verið drepið í götum Chicago en
bandarískir hermenn í Afganist-
an á sama tíma. Tugir manns eru
drepnir í Bandaríkjunum á hverj-
um einasta degi og þykir varla
fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn
mánuður frá þjóðarsorg vegna
fjöldamorðs vestan við okkur, en
þar eru að meðaltali um tuttugu
fjöldamorð á hverju ári. Austan
okkar eru nokkrar vikur síðan
hjúkrunarkona framdi sjálfs-
morð eftir aðför ósmekklegra
fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra
íslensku friðarsamfélagi í þessi
spor?
Friður 2000 hefur fylgst með
þessari þróun um árabil. Við
framleiddum og afhentum RÚV
fyrir mörgum árum íslensk-
ar stuttmyndir gegn ofbeldi og
báðum um að þær yrðu sýndar
á undan kvikmyndum og þátt-
um sem innihalda ofbeldi. Eftir
nokkrar birtingar tók RÚV þær
úr birtingu og í tíð Páls Magnús-
sonar sem útvarpsstjóra virðist
fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að
birta slíkar upplýsingar til vernd-
ar íslenskum börnum. Engin slík
viðvörun var birt á undan orð-
ljótu, klámfengnu og ofbeldis-
hneigðu áramótaskaupi sem átti
ekkert erindi inn á fjölskyldu-
skemmtun. Við höfum hingað til
getað skemmt okkur yfir grín-
þáttum án slíks viðbjóðs sem hér
var troðið ofan í þjóðina.
Í kjölfar þess sem nú hefur
gerst hjá RÚV um þessi áramót
er nauðsynlegt að stokka upp hjá
ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur
algerlega brugðist hlutverki
sínu og ýtir nú undir að hér rísi
ofbeldisþjóðfélag í stað þess að
standa vörð um íslenska friðar-
menningu. Núverandi stjórnend-
ur verða að víkja sjálfviljugir eða
með valdboði. Hér með er skor-
að á Fjölmiðlanefnd að taka þetta
mál til umfjöllunar. Skorað er á
Pál Magnússon og aðra sem hafa
komið að birtingu þessa efnis hjá
RÚV að taka pokann sinn. Þá er
athæfið hér með kært til Lög-
reglustjórans í Reykjavík sem
brot á almennum hegningarlög-
um m.a. kafla XIII, XVIII, XXII,
XXV og vakin athygli á því að við
brotunum er fangelsisvist.
Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi
Okkur er skylt að koma á framfæri
leiðréttingu vegna ummæla Ragn-
ars Þorsteinssonar, sviðsstjóra
skóla- og frístundasviðs Reykja-
víkur, í Fréttablaðinu þann 12.
nóvember síðastliðinn.
Sviðsstjóri segir að svokallaðir
þátttökubekkir sem stofna eigi til á
þessu ári geti verið valkostur fyrir
börn sem ekki fá inni í Klettaskóla.
Hann segir enn fremur að inntöku-
skilyrði í þátttökubekki hafi ekki
verið ákveðin.
Þetta er rangt hjá sviðsstjóranum.
Í stefnu Reykjavíkurborgar, sem
gefin var út í október 2012, kemur
skýrt fram að inntökuskilyrði í
þátttökubekki verði þau sömu og í
Klettaskóla.
Þátttökubekkir verða því ekki val-
kostur fyrir börn sem Klettaskóli
hafnar. Börn með væga þroskahöml-
un án „gildra“ viðbótarfatlana eiga
því, sem fyrr, enga valkosti. Þau
verða að ganga í almennan skóla
hvort sem þau þrífast þar eða ekki.
Ágúst Kristmanns, María Björg
Benediktsdóttir, Ásta Kristrún Ólafsdóttir,
Jóna Ágústa Gísladóttir, Kristín Guðmunds-
dóttir og Svafa Arnardóttir. Foreldrar
í starfshópi um sérskóla.
Til foreldra
barna með
þroskaraskanir
EVRÓPUMÁL
Þröstur
Ólafsson
hagfræðingur
➜ Undanþágubeiðnir hafa
verið veganesti íslenskra
samningamanna allt frá
því að við fyrst ræddum
við Dani um viðskipti og
gagnkvæm réttindi.
FJÖLMIÐLAR
Ástþór
Magnússon
stofnandi Friðar
2000
➜ Í áramótaskaupi RÚV
31. desember var nauðgur-
um gert hátt undir höfði
og þeim kennt að kaupa
tjald yfi r glæpi sína. Of-
beldi lyft hæðum hærra
og áhorfend um kennt að
bregðast við þjóðfélags-
gagnrýni með hnefaskaki.