Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 32

Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 32
6 • LÍFIÐ 4. JANÚAR 2013 Bleiku sokkarnir sem hún skart- aði á kosningaferðalaginu í sumar í stíl við Ray Ban-sólgleraugu og víðan pels voru hápunkturinn. Dorrit Moussaieff forsetafrú - Það er hálfgerð klisja að nefna hana en hjá því verður ekki kom- ist þar sem hún er smartari en flestir. Bleiku sokkarnir sem hún skartaði á kosningaferða laginu í sumar í stíl við Ray Ban-sól- gleraugu og víðan pels voru há- punkturinn. - Glæsileikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá Dorrit, hún blandar litum skemmtilega saman svo og grófum og fín- legum fatnaði, klassísk og flott. - Alltaf afskaplega fallega klædd og stígur nær aldrei feilspor þó að fjöl breytnin í klæðavali sé mikil og hún sé óhrædd við liti. BEST KLÆDDA KONA LÍFSINS Hefð er fyrir því í lok hvers árs og byrjun nýs að fara yfir það sem vel var gert og verðlauna þá sem báru af og sköruðu fram úr. Lífið ákvað ásamt vel völdum álitsgjöfum að velja best klæddu konu landsins. Mörg nöfn bar á góma en þessi stóðu upp úr. Svala Björgvins söngkona - Hún er alveg með þetta. Flottur persónulegur stíll sem sæmir vel poppstjörnunni sem hún er. - Litrík, frumleg, skemmtileg og áræðin. - Svala er svo fjári smart og töff að hjá því verður ekki komist að nefna hana. - Litrík og flott með stíl sem tekið er eftir. Flottur persónulegur stíll sem sæmir vel popp- stjörnunni sem hún er. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, fata- og búningahönnuður - Er alltaf flott. - Það er búið að vera gaman að sjá stíl- inn hennar þróast með árunum, hún hefur þennan dark stíl sem er orðinn í seinni tíð fágaður og kvenlegur. Hvernig hún ber fötin sín, förðun, hár, skart, gerir hana samt alltaf hráa, rokkaða og súper cool. - Hún er einfaldlega töff. Það er búið að vera gaman að sjá stílinn hennar þróast með ár- unum, hún hefur þennan dark stíl sem er orðinn í seinni tíð fágaður og kvenlegur. Framhald á síðu 8 ÚTSALAN HAFIN 50 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán–fim 12–18, fös 12-19 og laugd 12–17

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.