Fréttablaðið - 04.01.2013, Síða 44
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28
BAKÞANKAR
Stígs Helgasonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KROSSGÁTA
PONDUS Eftir Frode Øverli
GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes
BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
MYNDASÖGUR
LÁRÉTT
2. útdeildu, 6. tveir eins, 8. sérstaklega,
9. heiður, 11. tveir eins, 12. kunningi,
14. mjaka, 16. átt, 17. bókstafur, 18.
árkvíslir, 20. tveir eins, 21. titra.
LÓÐRÉTT
1. tísku, 3. hæð, 4. gróðahyggja, 5.
sarg, 7. hindrun, 10. væta, 13. atvikast,
15. sál, 16. aum, 19. til.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. tt, 8. sér, 9. æra,
11. gg, 12. lagsi, 14. fikra, 16. sa, 17.
enn, 18. ála, 20. dd, 21. riða.
LÓÐRÉTT: 1. stæl, 3. ás, 4. fégirnd, 5.
urg, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15. anda,
16. sár, 19. að.
Sko! Ég held
að við missum
kúnna nema
við hressum
aðeins upp á
fataskápinn!
Ég gæti pantað
svona play-bunny
búning?
Nú erum
við að tala
saman!
Velkominn!
Það er synd að seg ja
það, en mér finnst
ekki mjög mikill klassi
yfir þessum stað!
Ég er ekki
mamma
hans...ég er
þjónustu-
teymið hans.
LÁRA!!
Hvað meinarðu
með að þú
viljir fara að
hitta aðra...
Eruð þið syst-
kinin farin að
rífast aftur?
Ef hún vill
ræða málin
þá verð ég á
níundu holu.
DÚKKAN
MÍN!!
Sprengi-
sandur
Sigurjón M. Egilsson
Sunnudagsmorgna kl. 10 – 12
Góðir landsmenn.
„KOMDU með mér í gamlárspartí, gaml-
árspartí, gamlárspartí.“ Þannig orti Bragi
Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu.
Magnþrunginn texta, sem sunginn er í
útvarpi landsmanna um hver áramót og er
kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á
þeim árstíma.
Á þessum þáttaskilum óska ég ykkur öllum
gleðilegs árs og farsældar á því nýja. Mér
er efst í huga þakklæti til allra þeirra fjöl-
mörgu sem hafa lagt sitt af mörkum við
að gera líf mitt betra en ella á liðnum
tólf mánuðum. Árið var á margan hátt
gjöfult þótt ég þekki marga sem glíma
enn við togstreitu innra með sér og
eiga í djúpstæðum deilum, aðallega
á netinu.
EN munið þið hvernig staðan var
í upphafi árs, kæru landsmenn?
Hér var allt í tómu rugli. Þökk
sé mér er nú allt á uppleið.
Flestir sem ég þekki skulda
minna en þeir gerðu fyrir
ári og líður almennt betur.
Ekkert bendir til annars en
að þessi þróun haldi áfram á
nýju ári. Ég hef ekki heldur
valdið neinum uppþotum,
óeirðum eða kollsteypum – sem
er afrek út af fyrir sig.
ÞESS vegna hvet ég ein dregið
til þess að drögum að nýrri stjórnar skrá
verði hafnað, því að hún mundi sannar-
lega kollvarpa mörgu. Ég tel að hin nýja
stjórnar skrá mundi auka völd mín til
mikilla muna, og það frábið ég mér. Ég
á nóg með að hugsa um sjálfan mig, og
gengur það stundum brösuglega. Ekki
viljum við fara úr öskunni í eldinn.
ENGU að síður er ég mjög mikilvægur.
Ef boðskapar míns nyti ekki við yrði líf
þeirra sem ég umgengst, einkum ungu kyn-
slóðarinnar, miklum mun fátæklegra. Fólk
yrði andlega örbirgt, gæti einhver sagt. Í
rúm 28 ár hef ég gengið í takt við annað
fólk og fundið fyrir ríkum vilja til þess að
siðir mínir móti áfram líf samferðamanna
minna.
SEM betur fer er firringin sem hér reið
röftum árið 2011 á undanhaldi. Ég vona að
við munum bera gæfu til að halda lífskjara-
sókn okkar áfram. En þá þurfum við hafa
gildin um samfélagslega ábyrgð að leiðar-
ljósi, eins og Jesús kenndi okkur og ég hef
orðið áskynja í tregafullum samræðum
mínum við bændur á Norðurlandi.
VEGNA alls þessa hef ég ákveðið að taka
þeirri áskorun að efna til landssöfnunar til
handa íslensku Þjóðkirkjunni í samráði við
stjórnendur hennar. Ágóðinn verður notaður
til að standa straum af kostnaðinum sem
hlýst af landssöfnun hennar fyrir Land-
spítalann. Okkur eru allir vegir færir. Guð
blessi land og þjóð á krefjandi tímum.
Áramótaávarpið