Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 4
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LÖGREGLUMÁL Eftirspurn eftir viðtölum og þjónustu í Barna- húsi hefur aldrei verið meiri en nú í janúar. Ólöf Ásta Farestveit, forsvarskona Barnahúss, segir vissulega nokkrar hol- skeflur hafa komið undan- farin ár, þegar umræður um kynferðisbrot gegn börnum sta nda sem hæst, en að aldrei hafi aðsóknin þó verið jafn mikil og nú. „Við erum gjörsamlega á haus, vægt til orða tekið,“ segir Ólöf. „Það er fullt af börnum sem segja frá ofbeldi í kjölfar svona umræðu, líka þau sem hafa verið við það að segja frá en eru að kikna undan álaginu.“ Ólöf segir einnig að áhyggju- fullir foreldrar hafi hringt óvenjumikið í Barnahús undan- farnar tvær vikur, sem og skóla- yfirvöld. „Það er alltaf haft mikið samband við okkur frá skólun- um, en það er einstaklega mikið núna,“ segir Ólöf og bætir við að þó mikið af nýjum málum sé að koma fram ýfi umræðan einnig upp gömul sár hjá börnum sem hafa lokið meðferð og þurfa á ný að snúa sér til Barnahúss. „Umræðan hefur alveg svaka- leg áhrif,“ segir hún. „Ég hef aldrei upplifað annað eins, sím- inn stoppar ekki.“ Ólöf segir að símtölum hafi tekið að fjölga um tveimur dögum eftir að þáttur Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson fór í loftið, þann 7. janúar. En nú fyrst séu þyngri málin að hrannast inn, þar sem þau þurfa fyrst að fara í gegnum barnaverndarnefndir sem meta hvort ástæða sé til að senda börnin í könnunarviðtöl í Barnahúsi, sem og greinargerðir frá dómstólum. Þótt áhrif umræðunnar séu vissulega jákvæð annar Barnahús ekki eftirspurn þegar svo gríðar- legur fjöldi sækist eftir þjónustu þaðan. Fjórir sérfræðingar vinna nú þar í fullri vinnu en húsinu berast á bilinu 280 til 300 mál á ári, sem aukast stöðugt. Ekki hefur verið tekinn saman heild- arfjöldi í janúar en Ólöf segir aukninguna tvímælalaust tölu- verða. „Húsnæðið okkar er löngu sprungið og málafjöldinn löngu kominn yfir það sem Barnahúsi var upphaflega ætlað að sinna,“ segir hún. „Það þarf fleira starfs- fólk og stærra húsnæði, því þetta gerir það að verkum að börnin komast ekki eins fljótt að.“ sunna@frettabladid.is 234,0858 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,83 129,45 204,09 205,09 171,63 172,59 22,997 23,131 23,163 23,299 19,771 19,887 1,4373 1,4457 197,6 198,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 24.1.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Aldrei fleiri hafa leitað til Barnahúss en nú í janúar Forsvarskona Barnahúss segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn og nú í janúar. Málafjöldinn löngu orðinn of mikill fyrir starfsemina. Kerfi sem annar ekki eftirspurn hefur verulega slæm áhrif á málin, segir dósent. SKOÐUNARHERBERGI Í BARNAHÚSI Forstöðukona segir Barnahús ekki anna þeirri miklu eftirspurn sem hefur skapast síð- ustu ár eftir þjónustu staðarins. Aldrei hafi jafn margir haft samband og nú í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLÖF ÁSTA FARESTVEIT Réttar- og félagskerfi sem annar ekki eftir- spurn í kynferðisbrotamálum gegn börnum getur haft slæmar afleiðingar fyrir framgang málanna. Það getur alvarlega veikt trú fólks á því að það taki því að kæra og getur fælt þol- endur frá. Þetta segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að kynferðisbrotadeild lögreglunnar og embætti ríkissaksóknara gætu vart sinnt þeirri holskeflu af málum sem nú væru að hrannast upp. Svala segir skjót og hröð viðbrögð frá refsi- vörslukerfinu styrkja þann fælingarmátt sem refsingar eiga að hafa gagnvart gerendum. „Undirmannað og fjársvelt kerfi vinnur gegn því að við náum tökum á þessum málum,“ segir Svala. „Þá vinnur seinvirkni í kerfinu án efa gegn sönnun og erfiðara er að sanna þau eftir því sem tíminn líður. Fólk gleymir og önnur sönnunargögn geta spillst.“ Fjársvelt kerfi vinnur gegn málunum SVALA ÍSFELD ÓLAFSDÓTTIR Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Gengur í storm NV-lands og með S-ströndinni. HÆGLÆTISVEÐUR í dag með éljum fram eftir degi en snjókomu um hluta landsins í kvöld. Á morgun bætir í vind NV-lands með snjókomu og á sunnudag gengur í storm með stórhríð NV-lands en með suðurströndinni verður slagveðursrigning um tíma. -1° 4 m/s X° 2 m/s -1° 5 m/s 3° 9 m/s Á morgun Strekkingur/allhvasst NV-lands annars mun hægari. Gildistími korta er um hádegi 3° 0° 3° 1° 0° Alicante Aþena Basel 15° 15° 6° Berlín Billund Frankfurt -3° -2° -3° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn -2° -2° -2° Las Palmas London Mallorca 20° 1° 13° New York Orlando Ósló -4° 23° -10° París San Francisco Stokkhólmur -2° 14° -6° -1° 4 m/s 2° 3 m/s -1° 4 m/s 1° 6 m/s -1° 6 m/s -1° 5 m/s -6° 3 m/s -2° -3° -2° -3° -1° NORÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreumenn boða fleiri tilraunir með kjarnorkusprengingar og flugskeyti, þrátt fyrir alþjóðlegar refsi- aðgerðir sem bitna harkalega á bágum efna- hag þjóðarinnar. „Til að jafna ágreining við Bandaríkin þarf að beita valdi, ekki orðum,“ segir í yfirlýsingu frá landvarnanefnd Norður-Kóreu. Kim Jong- un, leiðtogi landsins, er formaður þeirrar nefndar. Bandaríkin hafa brugðist harkalega við þessum yfirlýsingum og vara Norður-Kóreu við frekari kjarnorkutilraunum. Norður-Kórea telur sig hafa fullan rétt til að koma sér upp kjarnorkuvopnum, einkum í þeim tilgangi að verjast Bandaríkjunum, höfuðandstæðingi landsins í Kóreustríðinu. Stríðið stóð í þrjú ár og lauk með vopna- hléi árið 1953, en friðarsamningur hefur aldrei verið undirritaður þannig að form- lega stendur það enn yfir. Norður-Kórea gerði kjarnorkutilraun árið 2006 og aftur árið 2009, í bæði skiptin fáum vikum eftir að Samein- uðu þjóðirnar samþykktu refsiaðgerðir gegn landinu vegna flugskeytatilrauna skömmu áður. Sama atburðarás hófst seint á síðasta ári þegar Norður-Kórea gerði tilraun með flug- skeyti. - gb Norður-Kórea lætur sig refsiaðgerðir vegna flugskeytatilrauna engu varða: Boða fleiri tilraunir með kjarnavopn HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Glyn Davies, fulltrúi stefnu Banda- ríkjanna gagnvart Norður-Kóreu, ræðir við fréttamenn í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Reynt verður að fá sjeik Mohamed bin Khalifa Al- Thani til að koma til Íslands og bera vitni í máli sérstaks saksókn- ara sem kennt er við hann. Þetta sagði Björn Þorvalds- son saksóknari við fréttamenn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar sem málið var tekið fyrir. Björn sagði að um fimmtíu manns væru á vitnalistanum í mál- inu, sem er umfangsmesta dóms- mál sérstaks saksóknara til þessa. Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson eru ákærðir fyrir tugmilljarða umboðssvik og markaðsmisnotkun. - sh Fimmtíu manns á vitnalista: Reynt að fá Al- Thani til vitnis BJÖRN ÞORVALDSSON LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur hafn- aði í gær kröfu lögreglunnar um að maður sem gabbaði tvær sjö ára stúlkur upp í bíl og braut gegn þeim skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Maðurinn sá til telpnanna stela nammi úr verslun Krónunnar í Árbæ 9. janúar, sagðist starfa þar og bað þær að koma með sér. Hann ók því næst með þær á afvikinn stað, þreifaði á þeim og kyssti og skilaði þeim því næst aftur til baka. Hann hefur viður- kennt brotið og segist hafa áttað sig á því að hegðun hans væri röng þegar önnur stúlkan fór að skæla. Ekki þykja hins vegar laga- skilyrði til að hafa hann áfram í varðhaldi. - sh Varðhaldskröfu hafnað: Braut á börnum en gengur laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.