Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 6
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær Björn Bjarnason, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, sekan um meiðyrði í garð athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Meiðyrðin birtust í bók Björns, Rosabaugi yfir Íslandi, þar sem hann sagði að Jón Ásgeir hefði hlotið dóm fyrir fjárdrátt og verið sakfelldur fyrir ákæruliði þar sem hann var sýknaður. Björn leiðrétti rangfærslurnar á vef sínum og í síðari útgáfum bók- arinnar. Hæstiréttur segir leið- réttingarnar þó ekki hafa verið nákvæmar og þær dugi ekki til að fría Björn sök í málinu. Björn var í héraði dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 200 þúsund krónur í miskabætur, en Hæsti- réttur er ósammála því. „Verður ekki talið að hin ómerktu ummæli, að teknu tilliti til leiðréttingar og opinberrar afsökunarbeiðni [Björns] og stöðu [Jóns Ásgeirs] og þátttöku hans í opinberri umræðu um málefnið, hafi slík áhrif á persónu og æru [Jóns Ásgeirs] að fullnægt sé skilyrðum […] til að dæma honum miskabætur úr hendi Björns,“ segir í dómnum. - sh Hæstiréttur ómerkir ummæli Björns Bjarnasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson: Jón fær engar bætur frá Birni BJÖRN BJARNASON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FJARSKIPTI Öll þau fjögur fyrirtæki sem hugðust taka þátt í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, svokallað 4G, upp- fylla skilyrði PFS til þátttöku. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Fyrirtækin sem um ræðir eru 365 Miðlar ehf., Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf. og Síminn hf. og tíðniheimildirnar verða á 800 MHz og 1800 MHz. Uppboðið fer fram hinn 11. febrúar næstkom- andi. - þj Póst- og fjarskiptastofnun: Öll fjögur með í uppboði á 4G HEIMURINN 1 2 34 VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða Hollywood-stjarna keypti handrit af Gesti Vali Svanssyni? 2. Hver sigraði í þriggja stiga keppn- inni í Stjörnuleik KKÍ? 3. Hvar er lóðin sem Félag múslíma á Íslandi fær undir mosku? SVÖR 1. Adam Sandler, 2. Magnús Þór Gunnars- son, 3. Sogamýri. Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU Umgjörð: Lindberg Spirit FRAKKLAND, AP „Ég var sýknuð,“ sagði Florence Cassez, frönsk kona sem setið hefur sjö ár í fangelsi í Mexíkó grunuð um aðild að mann- ráni. „Ég þjáðist sem fórnarlamb í meira en sjö ár.“ Hún var látin laus eftir að hæsti- réttur Mexíkó ógilti sextíu ára fang- elsisdóm vegna alvarlegra galla á upphaflegu réttarhöldunum árið 2005. Henni var fagnað sem þjóðhetju í Frakklandi þegar hún kom þang- að í gær. Laurent Fabius utanríkis- ráðherra tók á móti henni og í dag er búist við að hún hitti François Hollande forseta. Fórnarlömb mannránanna og aðstandendur þeirra í Mexíkó eru samt engan veginn sannfærð um sakleysi hennar. „Við borguðum lausnargjaldið, en þau drápu hann samt,“ segir Mich- elle Valadez, sem segir að glæpa- gengi undir forystu þáverandi kær- asta Cassez hafi rænt manni sínum og haldið honum í gíslingu í þrjá mánuði. Cassez segist aðeins hafa búið á búgarði í Mexíkó með Israel Vall- arta, hinum mexíkóska kærasta sínum, en ekkert vitað af því að gíslar væru hafðir þar í haldi. Réttarhöldum yfir Vallarta er ekki lokið og óvíst hvaða áhrif niður staða hæstaréttar í máli Cassez hefur á þau réttarhöld. Hæstiréttur taldi ljóst að við upp- haflegu réttarhöldin hefði með margvíslegum hætti verið brotið á mannréttindum Cassez, auk þess sem formgallar væru á réttarhöld- unum sjálfum. Meðal annars hefði lögregla farið með hana aftur á staðinn stuttu eftir að hún var handtekin í því skyni að sviðsetja handtökuna fyrir fjölmiðla. „Ef hún hefði verið afhent dóms- yfirvöldum og fengið samstundis aðstoð frá ræðismanni þá hefði ekki verið hægt að gera þessa svið- setningu, og þá hefði málið litið allt öðruvísi út,“ segir Arturo Zaldivar, dómari í hæstarétti. „Við munum aldrei komast að raun um hvort Florence er sek eða sak- laus,“ segir Luiz Gonzalez Placencia, formaður mannréttindanefndar Mexíkóborgar. „En við vitum fyrir víst að ákveðnir einstaklingar hafa brotið gegn reglum um rétta máls- meðferð.“ gudsteinn@frettabladid.is Látin laus í Mexíkó eftir sjö ár í fangelsi Florence Cassez var dæmd í sextíu ára fangelsi í Mexíkó fyrir aðild að mann- ránum. Hún er nú komin til Frakklands eftir að hæstiréttur Mexíkó ógilti dóminn vegna formgalla. Fórnarlömbin þó engan veginn sannfærð um sakleysi hennar. FAGNAÐ SEM ÞJÓÐHETJU Í FRAKKLANDI Florence Cassez ræddi við fjölmiðla í gær ásamt lögfræðingi sínum og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sem er annar frá hægri á myndinni. NORDICPHOTOS/AFP FLORENCE CASSEZ Sat í sjö ár í fang- elsi í Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP Aðalmeðferð hafin 1INDLAND Aðalmeðferð er hafin í hópnauðgunarmálinu í Nýju-Delhi á Ind-landi. Fimm menn eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað ungri konu í strætis- vagni og misþyrmt bæði henni og félaga hennar með þeim afleiðingum að hún lést á sjúkrahúsi. Réttarhöldunum verður hraðað sérstaklega í samræmi við nýja heimild um að hraða kynferðisbrotamálum í réttarkerfinu. Forða sér frá Bengasí 2LÍBÍA Bresk, þýsk og hollensk stjórnvöld hvetja landa sína til að forða sér hið fyrsta frá borginni Bengasí í Líbíu. Þau segjast hafa upplýsingar um að nú steðji ógn að Vesturlandafólki í borginni. Fyrr í vikunni yfirheyrði bandarísk þingnefnd Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um viðbrögð Bandaríkjanna við árás á sendiherra Bandaríkjanna í Bengasí á síðasta ári. Cameron treystir Bretum 3SVISS David Cameron, forsætisráðherra Breta, segist treysta því að Bretar kjósi að vera áfram í Evrópusambandinu þegar efnt verður til þjóðar- atkvæðagreiðslu, eins og hann boðaði í ræðu sinni á miðvikudag. Á ráðstefnu um efnahagsmál í Davos í Sviss sagðist Cameron sannfærður um að sér tækist að fá aðildarríki Evrópusambandsins til að samþykkja breytingar sem Bretar geta sætt sig við. Rannsaka geðheilbrigði og byssuofbeldi 4 BANDARÍKIN Sérstök nefnd, sem á að rannsaka skotárás Adams Lanza í barnaskólanum í Newtown í Connecticut 20. desember, hóf störf í gær. Dannel P. Malloy, ríkisstjóri í Connecticut, fer fyrir nefndinni sem er hvött til að rannsaka sérstaklega tengsl milli geðheilbrigðis og byssuofbeldis. For- maður sams konar nefndar og rannsakaði skotárásina í Columbine árið 1999 benti á að ávallt virðast vera tengsl milli geðheilbrigðis og ofbeldis með skotvopn í árásum sem þessum. Aðalsaksóknarinn í máli Adams Lanza vill ekki láta af hendi upplýsingar um geðheilsu Lanza, þar sem það gæti skemmt fyrir rannsókn lögreglu sem talið er að ljúki ekki fyrr en í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.