Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 28
6 • LÍFIÐ 25. JANÚAR 2013 Ég hef staðið mig að því að vernda og fela kynþokkann og kvenleikann − en konur eiga að vera konur, í öllu sínu dásamlega veldi. Leikkonan Aníta Briem og eigin- maður hennar Constantine voru að ljúka við sína fyrstu kvikmynd saman þar sem þau leika bæði og hann leikstýrði. Jafnframt er myndin sú fyrsta sem fyrirtæki þeirra hjóna framleiðir. Lífið spjallaði við Anítu um allt milli Íslands og Hollywood. Gleðilegt ár kæra Aníta. Þú eyddir hátíðunum á Íslandi með eiginmanni þínum og fjölskyldu. Hvernig upplifun var það? Við höfðum það alveg stórkostlegt takk, hjá mömmu á Mývatni. Ég sakna hennar mikið svo við nutum þess í botn að vera saman í friði og kyrrð. Svo er ég svo hepp- in að eiga alveg yndislega afa og ömmur sem ég hafði þráð að eyða tíma með. Líf mitt og umhverfi er mjög krefjandi, bæði líkamlega og andlega, svo það er nauðsyn- legt fyrir mig að komast í ró og frið reglulega, þannig get ég séð hlutina frá öðru sjónarhorni. Ertu vön að koma til Íslands yfir jólin eða hafið þið haldið jólin er- lendis líka? Við Constantine höfum haldið jól í Los Angeles síðan við giftum okkur. Það var meira að segja mamma sem hvatti til þess. Það vita örugglega margir að fyrstu jólin sem hjón halda eru mjög fal- leg og sérstök, þegar hefðirnar eru í mótun og nýjar minningar að fæð- ast. Maður reynir að herma eftir for- eldrum sínum og úr því verða svo alls konar slys sem breytast í hefðir. Er mikill munur á jólunum hér og erlendis? Nú hef ég upplifað jól á Bretlandi og í Bandaríkjunum og mér finnst íslensku jólin búa yfir hátíðlegum blæ sem ég finn hvergi annars staðar. Ég átti til dæmis jól í Bretlandi með ástríðufullum rúss- neskum skáldum og málurum, ein jól á enskum pöbb yfir gin og tónik, ein jól föst alein í Los Angeles þar LIFI SPENNANDI OG GÓÐU LÍFI Leikkonan Aníta Briem og eiginmaður hennar, Constantine Paraskevopoulus, voru að ljúka við sína fyrstu kvikmynd saman þar sem þau leika bæði og hann leikstýrði. Jafnframt er myndin sú fyrsta sem fyrirtæki þeirra hjóna framleiðir. Lífið spjallaði við Anítu um allt milli Íslands og Hollywood. Glæsileg á rauða dreglinum. MYND/CONSTANTINE PARASKEVOPOULOS hlustið - trúið - hlýðið HARMAGEDDON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.