Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 20
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Sími 551 3485, svar ða allan sólarh ir nginn. www. du o.is Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS ÆVAR SIGURÐSSON Jaðarsbraut 31, Akranesi, lést 20. janúar. Útförin fer fram frá Akranes- kirkju þriðjudaginn 29. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Kristjana Ragnarsdóttir Kristín Svava Tómasdóttir Ólafur Rúnar Björnsson Dísa Lind Tómasdóttir Eyrún Sif Ólafsdóttir Guðmundur Óttar Sigurjónsson Tómas Ævar Ólafsson Silvía Sif Ólafsdóttir Tómas Þórisson Helena Sif Guðmundsdóttir Okkar ástkæri, KARL VALDIMARSSON Stúfholti 3, andaðist á Landspítala Fossvogi 22. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Sigurður Vigfússon Greta Ástráðsdóttir Marín Valdimarsdóttir Marín Sigurbjörg Karlsdóttir Gunnar Sveinsson Gréta Brimrún Karlsdóttir Gunnar Þorgeirsson Jón Hilmar Karlsson Auðbjörg K. Magnúsdóttir Auðunn J. G. Karlsson Þór Valdimarsson Guðlaug Guðjónsdóttir Jón Gretar Jónsson Anna Katrín Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, SKJALDAR ÞORGRÍMSSONAR. Einnig viljum við þakka Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir Una Svava Skjaldardóttir Chuck Rogers Þorgrímur Skjaldarson Tryggvi Lúðvík Skjaldarson Halla María Árnadóttir Ásthildur Skjaldardóttir Birgir Aðalsteinsson Guðbjörg Skjaldardóttir Sigurður Árnason Guðrún Viktoría Skjaldardóttir Björn Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður afa og langafa, BJÖRNS T. GUNNLAUGSSONAR húsgagnasmiðs, Bólstaðarhlíð 41, áður Njálsgötu 112, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða og annarra er önnuðust hann. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Ágústsdóttir Anna Ásdís Björnsdóttir Kolbeinn Gunnarsson Sigurveig Björnsdóttir Árni S. Eggertsson Gunnlaugur A. Björnsson Jóhanna Sveinsdóttir barna- og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, sonur, ástvinur, bróðir og mágur, KRISTJÓN ÞORKELSSON pípulagningameistari og sendifulltrúi, varð bráðkvaddur 20. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra St. Kristjónsdóttir Ingimar Helgason Jóhanna S. Guðjónsdóttir Ásdís Leifsdóttir Hallkell Þorkelsson Vigdís Ársælsdóttir Kristbjörn Þorkelsson Guðríður Á. E. Pálsdóttir Þorkell Þorkelsson MERKISATBURÐIR 1924 Fyrstu vetrarólympíuleikar sögunnar eru settir í Chamonix í Frakklandi. 1949 Fyrstu ísraelsku kosningarnar fara fram í Ísrael. David Ben-Gurion verður forsætisráðherra. 1971 Idi Amin steypir Milton Obote af stóli og verður forseti Úganda. 1974 Ungur maður, Guðmundur Einarsson, hverfur sporlaust. 1990 Skógrækt ríkisins er flutt til Egilsstaða og er fyrsta ríkis- stofnunin sem flutt er út á land. 1990 Stefán Hörður Grímsson hlýtur Íslensku bókmenntaverð- launin sem veitt eru í fyrsta sinn. Kvikmyndin Morðsaga í leikstjórn Reynis Oddssonar hristi upp í samfé- laginu þegar hún var frumsýnd árið 1977. Stikkorðin á plakati myndarinnar gáfu líka til kynna að efni myndarinnar væri ekki fyrir viðkvæma: Losti, eitur- lyf, sjúkt heimilislíf, sifjaspell, diskó. Á sunnudag gefst tækifæri til að sjá myndina á nýjan leik, því hún verður sýnd í Bíói Paradís í röðinni Svartir sunnudagar. Morðsaga fjallar um ríkan forstjóra sem hefur misst sjónar á góðum gildum. Á heimilinu búa með honum drykkfelld eiginkona og uppeldisdóttir hans sem er ráðvillt og reikandi. Eftir að for- stjórinn reynir að brjóta á stúlkunni grípa mæðgurnar til örþrifaráða sem eiga eftir að hafa afdrifaríkar afleið- ingar. Með aðalhlutverk fóru Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þóra Sigurþórsdóttir. Ásgrímur Sverrisson, dagskrár- og kynningarstjóri Bíós Paradísar, segir Morðsögu vera merkilega mynd fyrir margar sakir og að hún hafi brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. „Fyrir þennan tíma höfðu komið út örfáar myndir sem voru fram leiddar hér á landi,“ segir hann. „Það hafði hins vegar ekki tekist að koma sam- felldri kvikmyndaframleiðslu í gang og orðið nokkuð langt um liðið síðan íslensk mynd kom út, 79 af stöðinni árið 1960. Morðsögu má hins vegar kalla vorboða íslenskra kvikmynda. Hún fékk mjög góða aðsókn, á bilinu 70 til 80 þúsund manns sáu hana í bíó, og tveimur árum eftir að hún kom út hófst samfelld fram- leiðsla íslenskra kvikmynda. En þar sem myndin kom út áður en Kvikmynda- sjóður Íslands var stofnaður og þessi samfellda framleiðsla hófst er Morðsaga oft skilin út undan, sem mér finnst ekki maklegt. Þetta er vanmetin mynd sem á skilið meiri athygli en hún hefur fengið í gegnum tíðina.“ Ásgrímur segir að þrátt fyrir að hafa verið gerð við þröngan kost sé Morð- saga merkilega þroskað verk sem hafi sterkan samhljóm með stefnum og straumum í alþjóðlegri kvikmyndagerð þess tíma. „Þetta er auðvitað ekki gallalaus mynd en maður kemur auga á hvert Reynir Oddsson leikstjóri er að fara með þessari mynd. Þetta eru ekki sam- hengislaus atriði sem er klastrað saman heldur búa þarna ákveðnar pælingar að baki. Þær ganga kannski ekki allar upp en maður sér oft hvað vakir fyrir leik- stjóranum.“ Þá segir hann myndina fanga tíð- arandann í Reykjavík á síðari hluta 7. áratugarins vel. „Ég var unglingur á þessum tíma sem myndin kom út og finnst hún mjög sterk að því leyti hvað henni tekst að fanga þessa stemningu síðhippismans og aukinnar auðlegðar, þar sem sterkefnuðum forstjórum fór fjölgandi. Fyrir bæði kvikmyndaunn- endur og jafnvel ekki síður áhugamenn um Reykjavíkursögur er Morðsaga hik- laust skylduáhorf.“ bergsteinn@frettabladid.is Vanmetinn vorboði í íslenskri kvikmyndasögu Kvikmyndin Morðsaga braut blað í íslenskri kvikmyndasögu þegar hún var frumsýnd fyrir 35 árum. Myndin verður sýnd í Bíói Paradís á sunnudaginn komandi. Skylduáhorf fyrir kvikmyndaáhugamenn, segir Ásgrímur Sverrisson. ÚR MORÐSÖGU Steindór Hjörleifsson og Guðrún Ásmundsdóttur í hlutverkum sínum. ÁSGRÍMUR SVERRISSON Áður en Morðsaga kom út höfðu verið gerðar örfáar myndir í íslenskri framleiðslu. Morðsaga markaði hins vegar tímamót því hún var upptakturinn að því að samfelld kvikmyndaframleiðsla hófst í landinu tveimur árum eftir að hún kom út, í kjölfar stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.