Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 42
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26MENNING Rokksveit Jonna Ólafs skemmtir á Kringlukránni á föstudag og laugardag. Öll gullaldarlögin með Stones • Bítlunum • Kinks ofl. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Eldvarnarpakkar í miklu úrvali fyrir heimili og fyrirtæki PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 25 0 Eldvarnarpakki 1 Tilboðsverð í vefverslun 14.668 kr. Listaverð 22.741 kr. Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 2 Tilboðsverð í vefverslun 20.937 kr. Listaverð 32.460 kr. Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Listaverð 20.772 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Listaverð 11.171 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Listaverð 21.980 kr. Myndlistarsýning Klippimyndir – Collage Ráðhús Reykjavíkur 23. jan. – 3. febr. 2013 Er á staðnum frá kl. 13.00 Guðný Guðmundsdóttir Tólf ljósmyndarar frá fjórum lönd- um á jaðri Evrópu; Íslandi, Portú- gal, Tyrklandi og Lettlandi, leiða saman hesta sína á ljósmyndasýn- ingunni Borderlines, sem verður opnuð í Norræna húsinu á laugar- dag. Þrír ljósmyndarar frá hverju landi heimsóttu eitt af hinum lönd- unum og unnu þar verk í kringum þemað landamæri. Fulltrúar Íslands í verkefninu eru Heiða Helgadóttir, sem rann- sakaði hamingjuna og leit fólks að henni í Portúgal og á Íslandi, Val- dís Thor, sem fór til Lettlands og klippti saman myndir af sér og karlmönnum sem báru sama nafn og hún, og Hallgerður Hallgríms- dóttir, sem hélt til Tyrklands og leitaði að Íslandi þar. Auglýst var eftir ljósmyndurum af yngri kyn- slóð og voru Heiða, Valdís og Hall- gerður valdar úr hópi umsækj- anda. Hallgerður segir það hafa leyst af sjálfu sér til hvaða landa þær færu. „Valdís vildi fara til Lettlands, Heiða þekkti til í Portúgal og kunni vel við sig þar en mig langaði mest til Tyrklands. Það var því enginn ágreiningur þar um.“ Hallgerður hélt því ein síns liðs til Tyrklands og flakkaði um landið í leit að ein- hverju sem minnti á Ísland. „Það gekk upp og ofan, ég fann til dæmis snjóinn í austurhluta landsins. En ég varð líka vör við hvað þetta eru ólíkir menningar- heimar. Það eru ekki margar ljós- hærðar, fölar konur einsamlar á ferðalagi í Tyrklandi. Í einum bænum lenti ég til dæmis í því að ég sá ekki eina einustu konu allan daginn. En þrátt fyrir menningar- muninn komst maður líka að því að innst inni er fólk alls staðar eins.“ Hallgerður var ávallt með myndavélina á sér og tók myndir við hvert tækifæri. „Mesta vinnan var eiginlega að vinna úr afrakstrinum og velja myndir saman. Ég blanda saman svarthvítum og litmyndum, ólík- um stærðum og myndum frá Tyrk- landi og Íslandi. Það er ekki aug- ljóst í hvoru landinu sumar eru teknar en á öðrum fer það ekki á milli mála.“ Hallgerður blandar líka „ljós- myndaramyndum“, það er að segja myndum sem eru formalískar og „vel teknar“, saman við „snap- shots“ í anda þeirra mynda sem rata í fjölskyldualbúm fólks. „Mér finnst ég þurfa að komm- enta á miðilinn sjálfan þannig að áhorfandinn sé meðvitaður um að ljósmyndin er ekki endurspeglun á raunveruleikanum heldur mín túlk- un á ákveðnu augnabliki. Þegar maður síðan tekur hóp af myndum og stillir þeim upp saman myndast rými á milli þeirra sem áhorfand- inn þarf að fylla upp í og býr þann- ig til sína eigin sögu. Þetta er það sem mér finnst einna mest spenn- andi við ljósmyndina.“ Mæri ljósmyndarinnar Ljósmyndasýningin Borderlines verður opnuð í Norræna húsinu á laugardag. Þar má sjá verk eft ir tólf ljósmyndara frá fj órum löndum sem unnu út frá þem- anu landamæri. Hallgerður Hallgrímsdóttir er einn af fulltrúum Íslands. Tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu í flutningi Aladár Rácz og Laufeyj- ar Sigurðardóttur munu hljóma á árlegum afmælistónleikum sem Reykjavíkurborg efnir til á afmæli Mozarts. Einar Jóhannesson mun spjalla um tónskáldið. Þá mun hópur stúlkna úr söngskólanum Domus Vox flytja úrval tónlist- ar afmælisbarnsins við undirleik Antoniu Hevesi undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur. „Það hefur verið gleðilegt ferða- lag fyrir stúlkurnar að undirbúa þessa metnaðarfullu tónleika,“ segir Margrét. „Þær eru búnar að æfa hin ýmsu söngverk eftir Mozart og ein úr röðum kórsins, Dagbjört Andrésdóttir, syngur einsöng. Svo er ókeypis inn. Mér finnst það hrikalega flott.“ - gun Gleðilegt ferðalag Reykjavíkurborg býður til tónleika á Kjarvalsstöðum 27. janúar kl. 17 í tilefni af fæðingardegi Mozarts. KÓRSTÚLKUR Elstu stúlkurnar úr Stúlknakór Reykjavíkur koma fram á Kjarvalsstöðum og flytja söngverk eftir Mozart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Listræna umsjón með verkefninu höfðu ljósmyndarar George Georgiou og Vanessa Winship. Að verkefninu standa einnig stofnanir frá hverju landi; ISSP frá Lettlandi, GAPO frá Tyrk- landi, Marioclaro frá Portúgal og FÍSL frá Íslandi. Þá hlaut verkefnið styrki frá The European Cultural Foundation og Open Society Institute Arts and Culture Program. Framkvæmdin fól í sér tvær vinnustofur, eina við upphaf þess og aðra í lokin, auk ferðalaga ljósmyndaranna til landanna sem þeir heimsóttu. Borderline HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR Í TYRKLANDI Hallgerður ferðaðist um Tyrkland og myndaði það sem vakti hjá henni áhuga og kallaði fram hugrenningatengsl við Ísland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.