Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 54
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 Sena gefur út aðra sólóplötu Johns Grant, Pale Green Ghosts, þann 11. mars. Blásið verður til útgáfu- tónleika á vegum Senu í Silfur- bergi í Hörpu laugardaginn 16. mars. Fyrsta plata Grants, Queen of Denmark, vakti mikla athygli víða um heim og var meðal annars valin plata ársins 2010 af tón- listartímaritinu MOJO. Grant lék á Airwaves- hátíðinni árið 2011 og féll svo fyrir landi og þjóð í kjölfarið að hann hefur verið búsett- ur hérlendis síðustu misseri og er nýja platan tekin upp hér. Til þess fékk hann til liðs við sig íslenska tónlistarmenn, meðal annarra Birgi Þór- arinsson (Bigga veiru), Óskar Guðjónsson saxófón- leikara, Guðmund Péturs- son, Smára Tarf og Pétur Hallgrímsson gítarleikara, Jakob Smára Magnússon bassaleikara og fleiri. Að auki leggur Sinead O‘Connor til bakraddasöng. John Grant heldur út- gáfutónleika í Hörpu Sena gefur út plötuna Pale Green Ghosts 11. mars. JOHN GRANT Er búsettur hér á landi. „Þetta verða frábærir tón- leikar, ég hef enga trú á öðru,“ segir tónleikahaldar- inn Guðbjartur Finnbjörnsson. Bandaríska hljómsveitin Band of Horses spilar í Eldborgar- salnum í Hörpu 11. júní. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitar- innar á Íslandi en hún nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Band of Horses kemur frá Seattle og spilar þjóðlagaskotið indírokk. Hún hefur gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta út í fyrra, Mirage Rock. Vinsælasta plata sveitar- innar er Infinite Arms frá 2010. Hún var tilnefnd til Grammy- verðlaunanna, auk þess sem hún komst á lista margra gagnrýn- enda yfir bestu plötur ársins. Þekktustu lög hljómsveitarinnar eru No One´s Gonna Love You, Is There A Ghost og The Funeral. Hljómsveitin var stofnuð 2004 og hefur verið dugleg við tón- leikahald síðan þá. Tónleikarnir á Íslandi verða þeir fyrstu í Evr- óputúr þar sem þeir félagar spila á hinum ýmsu tónlistarhátíð- um. „Í upphafi vildu þeir fá mun hærri upphæð en ég gat boðið þeim. Svo fékk ég tölvupóst um að þeir væru til í að koma til Íslands ef þeir fengju að koma deg- inum áður og vera í tvær nætur í stað- inn fyrir þrjár, þannig að þeir fá einn frídag á Íslandi,“ segir Guð- bjartur. Miðasala á t ó n - leikana hefst 7. febrú- ar á Midi. is, Harpa.is og í síma 528-5050. Daniel Johnston frá Texas í Bandaríkjunum er einnig á leið- inni til Íslands í sumar. Hann spil- ar í Fríkirkjunni 3. júní. Hann spilar huggulega indítónlist með ljúfsárum textum og á marga aðdáendur hér á landi. Johnston hefur glímt við geðræn vandamál og er hálfgerð- ur utangarðsmaður í tón- listarbransanum. Heimildarmynd- in The Devil and Daniel Johnston, sem var gerð um hann árið 2005, va k t i m i k l a a t h yg l i o g vann til verð- launa á kvik- myndahá- tíðum. Í Fríkirkj- unni stíg- ur hann fyrst einn á svið með gítar eða píanó og eftir það spil- ar hann með hljómsveit. Svavar Knútur hitar upp. Tónleikahaldarinn Ágúst Már Garðarsson hefur unnið að því í tvö ár að fá Johnston til Íslands, eða síðan tveir vinir hans, tón- listarmennirnir Bjössi Biogen og Siggi Ármann, sem voru með geð- sjúkdóma, létust með stuttu milli- bili. „Í jarðarför Bjössa í Fríkirkj- unni ákvað ég að gera allt sem ég gæti til að fá þennan listamann til landsins til að heiðra minningu þeirra,“ segir Ágúst Már. „Mig langaði að flytja þennan mikla meistara inn og auka þar með enn á umtal um geðsjúkdóma og fræðslu til að útrýma fordómum og hræðslu.“ Ágúst Már kynntist tónlist Johnstons fyrir fimm árum, sá heimildarmyndina, og eftir það varð ekki aftur snúið. „Þessi mynd er einstök og ég heillaðist af þessari sögu um þennan utan- garðsmann. Hann er ekki venju- legur maður og er þess vegna goð- sagnakenndari fyrir vikið.“ freyr@frettabladid.is Band of Horses og Johnston til Íslands Bandaríska hljómsveitin Band of Horses spilar í Eldborg í Hörpu 11. júní. Tón- listarmaðurinn sérstæði Daniel Johnston kemur fram 3. júní í Fríkirkjunni. TIL ÍSLANDS Ben Bridwell og félagar í Band of Horses spila í Eldborg í Hörpu í sumar. Daniel Johnston spilar í Fríkirkjunni átta dögum fyrr. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég ætla að bjóða nokkrum vinum og fjölskyldumeðlimum heim í kvöld og skála fyrir áfanganum. Svo kíkir maður jafnvel á hverfisbarinn.“ Gestur Valur Svansson kvikmyndagerða- maður, sem nýverið seldi handrit sitt til Adams Sandler. Helgin Áhugi á Daniel Johnston jókst mikið í byrjun tíunda áratugarins þegar Kurt Cobain úr Nirvana klæddist ítrekað bol með mynd af fyrstu plötu Johnstons, „Hi. How Are You?“. Það var tónlistarblaðamaður- inn Everett True sem gaf honum bolinn. Johnston dvaldi á geðsjúkrahúsi á þessum tíma en þrátt fyrir það fór hvert plötufyrirtækið á fætur öðru að bjóða honum samning. Hann neitaði margra platna samningi við Elektra Records vegna þess að Metallica var á mála hjá fyrirtækinu og taldi Johnston að rokksveitin væri haldin illum anda og myndi meiða hann. Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveit- inni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birg- issyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heim- inn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitar- innar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni. - fb Kjartan Sveinsson er hættur í Sigur Rós Hljómsveitin Sigur Rós breytist í tríó. Verið er að leggja lokahönd á nýja plötu sem kemur út á þessu ári. HÆTTUR Kjartan Sveinsson (lengst til vinstri) ásamt fyrrum félögum sínum í Sigur Rós. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Cobain vakti athygli á Daniel Johnston 21.-27. janúar 1.390 ALLUR FISKUR Í FISKBORÐI kr .k g . Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Opi ð k l. 7 -18 .15 Lau gar d. 1 0-1 5 Laxaflök marineraður með Lemmon/Butter . . . . 1.390 Laxaflök, fersk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Þorskhnakkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Ýsuflök roðlaus/beinlaus . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Löngusteikur marineraðar Indversku karrí . . . 1.390 Löngusteikur marineraðar á Gríska vísu . . . . . 1.390 Rauðsprettuflök glæný . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Allir fiskréttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.390 Verðdæmi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.