Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 24
2 • LÍFIÐ 25. JANÚAR 2013 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Dean Paraskevopoulos Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? Konur til athafna er nýtt námskeið þar sem metsöluhöfundurinn og fram- kvæmdastjóri Gyðju Collection, Sig- rún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við Gyðju, kennir hagnýtar aðferðir í markaðssetningu, sölu og framleiðslu á vörum og þjónustu. Námskeiðið svar við fyrirspurnum Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu og hæfni þátttakenda við að framleiða, selja og markaðs- setja vörur sínar og þjónustu hvort sem viðskiptahugmyndirnar eru á al- gjöru frumstigi eða þegar byrjaðar í rekstri. „Ég fæ orðið margar fyrirspurnum frá konum sem hafa hug á að hefja framleiðslu og sölu á vörum og óska eftir að fá aðstoð mína og ráðlegging- ar í þeim efnum. Ég setti því saman hnitmiðað helgarnámskeið þar sem ég mun fara vel yfir „trikkin“ í fram- leiðslu, sölu og markaðssetningu og miðla minni reynslu sem ég hef fengið við uppbygginguna á Gyðju.“ Að auki mun Sigrún Lilja kenna persónulega markmiðasetningu, framkomu, fund- arstjórn og leiðir til að byggja upp sjálfstraust en það telur hún nauð- synlegan þátt til að ná árangri. Með áralanga reynslu Sigrún hefur langa reynslu af fram- leiðslu, allt frá því að hún starfaði í fjölskyldufyrirtækinu Tanna auglýs- ingavörum og svo núna eftir að hún hóf rekstur sjálf. „Ég veit orðið sitt lítið af hverju um það hvernig best er að finna framleiðendur og eiga við þá góð samskipti svo að framleiðsluferl- ið gangi vel fyrir sig. „Með námskeiðinu vil ég hjálpa konum að koma í veg fyrir að þær eyði nokkrum árum í að reka sig á eins og gengur og gerist í raunveruleikanum.“ Strákarnir líka áhugasamir Sigrún segir að það hefði hjálpað sér mikið á sínum tíma að fá allar þær upplýsingar sem hún ætlar nú að miðla til annarra á silfurfati. „Þetta eru upplýsingar sem er erfitt að meta til fjár og ég geri mér grein fyrir því en mig langar að leggja mitt af mörkum við að virkja og aðstoða hugmyndaríkar og sniðugar konur og koma þeim af stað.“ Eftir að Sigrún setti upp Facebook- síðu fyrir námskeiðið, facebook.com/ konurtilathafna, fékk hún fjöldann allan af áskorunum frá herramönn- um sem langar til að koma á nám- skeiðið. „Ég hef því líka sett upp for- skráningu á annað námskeið fyrir bæði kynin sem ég stefni á að halda á næstu mánuðum,“ segir Sigrún Lilja að lokum. Námskeiðið Konur til at- hafna fer fram helgina 9.-10. febrúar næstkomandi. Skráning og allar nán- ari upplýsingar fara fram á Facebook- síðu námskeiðsins, Konur til athafna. UPPLÝSINGAR SEM ER ERFITT AÐ META TIL FJÁR Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hefur sett saman hnitmiðað námskeið til að hjálpa konum með viðskiptahugmyndir við að koma sér af stað. Nafn Þórey Eva Einarsdóttir. Aldur 34 ára. Starf Framkvæmdastjóri Reykjavik Fashion Festival. Maki Gunnar Páll Ólafsson auglýsingaleik- stjóri. Börn Frumburðurinn á að mæta í byrjun júlí og Guðrún Katrín, 8 ára fósturdóttir mín. Áhugamál Matur og vín, borgarferðir og bókalestur, mannrækt og jóga. Hvað stendur upp úr eftir vikuna? Kær- astinn dró mig í bíó á þriðjudegi á myndina hans Quentins Tarantino. Það verður nú að teljast til betri þriðjudagskvölda á þessum vetrarmánuðum. Hvað á að gera um helgina? Þessi helgi fer að mestum hluta í að vinna þar sem hluti af þýska hönnunarteyminu frá Atelier Kontrast (sem verður „show producer“ RFF í ár ) er að koma í vinnuferð og byrja undir- búning. Marjan Venema, tengill hönnuða á RFF, er búin að skipuleggja af sinni einskæru snilld heimsóknir til hönnuða og þangað sem hátíðin verður haldin og „brain storm“-fundi. Ef tími gefst þá væri dásamlegt að fara í jóga, sund og slappa af með fjölskyldunni. Eitthvað að lokum? Vil nýta tækifærið og minna á að RFF verður með opnar prufur þriðjudaginn 29. janúar í Elite í Ármúla 21 milli 17.00-20.00 og eru þær opnar bæði strákum og stelpum sem eru yfir 175 cm og hafa brennandi áhuga á að taka þátt sem módel á Reykjavik Fashion Festival. HVER ER MAÐURINN? Þórey Eva undirbýr Reykjavík Fashion Festival Glæsileikinn var allsráðandi í gærkveldi þegar Bláa lónið fagnaði nýrri vöru í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Gesta- listinn var ekki af verri endanum en þar mátti sjá Ágústu Johnson og Önnu Eiríksdóttur úr Hreyf- ingu, Unni Birnu Vilhjálmsdótt- ur lögfræðing og Erlu dóttur henn- ar. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir lét einnig sjá sig sem og Anna Skúladóttir, sem situr í stjórn Bláa lónsins hf., og hin stórglæsilega Ása Brynjólfsdóttir, rann- sókna- og þróunarstjóri.           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.