Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 50
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 UNDANÚRSLIT Í DAG 18.15 Spánn - Slóvenía Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 20.30 Danmörk - Króatía Sýndur á Stöð 2 Sport & HD 22.00 Þorsteinn J og gestir HANDBOLTI Undanúrslit á HM á Spáni fara fram í kvöld. Þá mæta heimamenn liði Slóvena í fyrri leik kvöldsins en síðari leikurinn er viðureign Dana og Króata. Marg- ir eru á því að það sé hreinlega úrslitaleikur mótsins. „Þetta er úrslitaleikur mótsins að mínu mati. Liðin sem hafa þurft að fara þennan legg upp í úrslit voru alltaf að fara að vinna að mínu mati. Mótið hefur verið gert upp þarna megin. Þetta verður gríðarlega jafn leikur hjá Dönum og Króötum,“ segir Aron og bætir við. „Danir voru í smá vandræðum með varnarleikinn þar til þeir fengu Kasper Nielsen inn. Línuspil andstæðinganna hefur gengið verr eftir það. Ég get alveg viðurkennt að ég held aðeins með Dönum eftir að hafa búið í Danmörku lengi en ég spái þeim engu að síður sigri.“ Króatíska liðið hefur komið mörgum á óvart í mótinu. Það mætti án Ivano Balic, sem hefur verið einn besti handboltamað- ur heims undanfarin ár, og svo missti liðið stórskyttuna Blazenko Lackovic á mótinu er hann meidd- ist. Engu að síður völtuðu þeir yfir Frakka. Öðruvísi Króatar án Balic „Það er miklu betri andi og liðs- heild í króatíska hópnum núna en oft áður. Það virtist oft vera stríð á milli Balic, þjálfarans og fjölmiðla á sínum tíma. Núna er meiri samstaða í liðinu og menn að vinna saman og í sömu átt. Meðan vel gengur eru Króatarnir stór- hættulegir. Liðin af Balkanskag- anum eflast þegar líður á svona mót,“ segir Aron en það virðist litlu breyta hjá Króötum þó svo þeir séu með fjóra nýliða. Þeir eru samt frábærir. „Þeir eiga mikinn hóp af leik- mönnum sem hafa verið á toppn- um í alþjóðabolta í mörg ár. Þeir eiga aragrúa af leikmönnum og nýir menn eru fljótir að aðlagast því sem er verið að gera í lands- liðinu. Allir koma þeir úr góðum handboltaskóla í sínu heimalandi.“ Danir völtuðu yfir Ungverja í fyrri hálfleik í leik liðanna í átta liða úrslitum. Þeir gáfu svo mikið eftir í síðari hálfleik og voru ekki fjarri því að kasta leiknum frá sér. Þurfa þeir ekkert að hafa áhyggj- ur af því? „Ég held að þeir hafi verið værukærir. Það má ekki gefa þumlung eftir í þessu sporti, þá er hægt að fá það í bakið. Það gerð- ist hjá Dönum. Þetta virtist vera of létt hjá þeim í fyrri hálfleik og spurning hvort þeir hafi ekki sofnað á verðinum í þeim seinni. Ég held að það gerist ekki aftur og Danir vinna þennan hörkuleik á meiri breidd og betri markvörslu.“ Slóvenar hafa komið allra liða mest á óvart og þetta skemmtilega lið fær nú að glíma við ógnarsterkt lið heimamanna í undanúrslitum. Skemmtilegir Slóvenar „Slóvenar eru með mjög gott lið. Þarna er kominn hópur af ungum og góðum handboltamönnum sem hafa mikinn leikskilning. Þeir eru vel spilandi. Svo er það Uros Zorman sem stýrir sóknarleiknum en hann er afar klókur leikmaður, reyndur og í algjöru lykilhlutverki hjá þeim. Þegar markvarslan er í lagi hjá þeim eru þeir virkilega hættulegir,“ sagði Aron en hann heldur engu að síður að Spánn sé of stór biti fyrir slóvenska liðið. „Spánverjar hafa spilað sterka vörn, eru með frábæran mark- mann og stórhættuleg hraðaupp- hlaup. Ég held að þessir styrkleik- ar og heimavöllurinn muni skila þeim inn í úrslitaleikinn,“ sagði Aron sem hefur smá áhyggjur af sóknarleik heimamanna. „Þeir eru ekki eins sterkir og oft áður. Þeir eru auðvitað með línu- spil á heimsmælikvarða en eru ekki eins hættulegir fyrir utan og oft áður.“ Samkvæmt spá lands- liðsþjálfarans verður úrslitaleik- urinn því á milli Dana og Spán- verja. Hvernig fer sá leikur? „Danmörk vinnur. Ég efast ekk- ert um það.“ henry@frettabladid.is Danir verða heimsmeistarar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur mikla trú á Dönum á HM og spáir þeim sjálfum heimsmeistaratitlinum. Fréttablaðið fékk Aron til þess að spá í undanúrslitaleikina sem fara fram í kvöld. MAGNAÐUR Henrik Möllgaard hefur komið mjög sterkur inn í danska liðið á HM og tryggði þeim sæti í undanúrslitum. NORDICPHOTOS/AFP HIN FJÖGUR FRÆKNU 16-LIÐA ÚRSLIT Danmörk - Túnis 30-23 Króatía - Hvíta-Rússland 33-24 Spánn - Serbía 31-20 Slóvenía - Egyptaland 31-26 8-LIÐA ÚRSLIT Danmörk - Ungverjaland 28-26 Króatía - Frakkland 30-23 Spánn - Þýskaland 28-24 Slóvenía - Rússland 28-27 HANDBOLTI Í gær var dregið í átta liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Símabikarnum. Drátturinn í karlaflokki er afar áhugaverður en þar eru tvær rimmur úrvalsdeildarfélaga og tvær rimmur neðrideildarliða. Það eru því líkur á því að neðri- deildarlið geti komist í úrslit. Við sama tækifæri var tilkynnt að úrslit og undanúrslit fara fram sömu helgi. Byrjað verður á undanúrslitum karla á föstudegi, konurnar keppa á laugardegi og svo eru úrslitaleikirnir á sunnu- degi. - hbg Áhugaverður dráttur MEISTARAR Aron Rafn og félagar í Haukum eiga titil að verja. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 8-LIÐA ÚRSLIT KARLAR Akureyri - FH Þróttur - Stjarnan ÍR - Haukar Selfoss - ÍBV KONUR Fram - ÍBV2 Selfoss - Valur FH - Afturelding Grótta - HK HANDBOLTI Gunnur Sveinsdóttir er 32 ára gömul, sem þykir ekki mikið í boltanum í dag, en hún náði því samt að spila við hlið dóttur sinnar, Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur, í bik- arsigri FH á Fylki á miðvikudagskvöld. Slíkt gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að þær skyldu báðar skora mark í leiknum. Þórey Anna er bara fimmtán ára og strax komin í stórt hlut- verk hjá FH þar sem móðir hennar hefur spilað, með smá hléum, í meira en áratug. „Þetta var rosa stuð. Þetta er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Þetta var mjög skrítið en gaman að geta gert þetta,“ segir Gunnur. Þórey Anna hefur skorað 23 mörk í 9 fyrstu leikjum tímabilsins. „Hún er mjög efni- leg,“ segir Gunnur. Eru þær ólíkir leikmenn? „Já, það erum við. Hún er örvhent og ég er rétt- hent. Hún er miklu betri en ég,“ segir Gunnur sem segist aðallega vera varnarmaður. „Hún er með allt til að verða rosa góð. Hún fær líka góð ráð því hún er í mikilli handboltaætt,“ segir Gunnur létt. Þær spiluðu nær allan leikinn, Gunnur í vörn og Þórey í hægra horni. „Ég hugsaði með mér að ef ég gerði þetta ekki núna þá gerðist þetta ekki. Þá sér maður örugglega eftir því eftir tíu ár og hugsar: „Af hverju dreif ég mig ekki?“,“ segir Gunnur en hún er nýbúin að eignast sitt þriðja barn. „Þórey fór með liðinu í æfingaferð til Þýska- lands og kom þjálfurunum svolítið á óvart. Hún stóð sig vel og komst í meistaraflokk. Ég átti náttúrulega ekkert von á henni í meistaraflokk strax og hvað þá að hún fengi að spila svona mikið,“ segir Gunnur. „Ég var bara í einhverri mömmuleikfimi að reyna að koma mér í gang. Þess vegna dreif ég mig af stað núna og ætla bara að klára þetta með þeim svo lengi sem skrokkurinn leyfir,“ segir Gunnur. En á hún ekki bara mörg ár eftir? „Þetta er bara tímaspursmál þegar maður er komin með þrjú börn og karlinn alltaf að kenna golf,“ skýtur Gunnur létt á eiginmanninn. „Ég á góða mömmu og hún hjálpar þvílíkt til,“ segir Gunnur. Hvernig tekur táningurinn því að vera með mömmu sinni á æfingum? „Henni finnst þetta svolítið skrýtið. Hún er á svolítið viðkvæmum aldri og finnst mamma sín mjög hallærisleg. Þegar hún verður eldri þá hugsar hún kannski til baka og að þetta hafi verið gaman,“ segir Gunnur sem passar sig að vera ekki með „mömmustæla“ á æfingum. „Ég tel það vera best að við séum ekki að skipta okkur hvor af annarri á æfingum. Ég kem bara fram við hana eins og leikmann og samherja,“ segir Gunnur létt að lokum. - óój Hún er miklu betri en ég MÆÐGURNAR FYRIR LEIKINN Gunnur Sveinsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mæðgurnar Gunnur Sveinsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir spiluðu saman með FH í bikarsigri á Fylki í fyrrakvöld HANDBOLTI Þórir Hergeirsson var í gær útnefndur þjálfari ársins ásamt Dananum Ulrik Wilbek af Alþjóðahandknatt- leikssambandinu. Þórir þjálfar kvennalandslið Noregs sem varð Ólympíumeistari síðastliðið sumar auk þess að vinna til silfurverðlaun á EM í Serbíu í desember. Þórir og Wilbek voru heiðraðir í Barcelona í gær en þar munu úrslitin á HM í handbolta ráðast um helgina. Þórir hefur náð einstökum árangri með norska landsliðið sem var í sumar allt í senn ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari. Hann er upphaflega frá Selfossi en hefur búið í Noregi um árabil. Wilbek gerði Danmörku að Evrópumeisturum á síðasta ári og fór með lið sitt í 8 liða úrslit Ólympíuleik- anna. Danmörk er komið áfram í undanúrslit HM þar sem liðið mætir Króatíu í kvöld. - esá Þórir þjálfari ársins hjá IHF TENNIS Victoria Azarenka frá Hvíta- Rússlandi, efsta kona heimslistans, mun spila til úrslita á Opna ástralska meistaramótinu í tennis gegn hinni kínversku Li Na. Þær höfðu betur í undanúrslitaviðureignum sínum en Azarenka sló út hina nítján ára Sloane Stephens frá Bandaríkjunum. Sú hafði komið mjög á óvart með því að vinna Serenu Williams. Novak Djokovic keppir til úrslita í karlaflokki á sunnudagsmorgun og mætir annaðhvort Andy Murray eða Roger Federer. - esá Azarenka og Li Na í úrslitum SPORT FÓTBOLTI Þessa dagana berast ótt og títt fregnir af félagaskiptum leik- manna víða um Evrópu en lokað verður fyrir þau þann 1. febrúar. For- ráðamenn enska liðsins Newcastle hafa látið til sín taka á markaðnum og þá sérstaklega litið til Frakklands. Newcastle hefur þegar keypt þrjá Frakka til liðsins til viðbótar við þá fimm sem voru þegar í herbúðum félagsins. Í gær bárust svo fregnir af því að tveir Frakkar til viðbótar væru á leiðinni, þeir Moussa Sissoko og Massadio Haidara. - esá Frönsk nýlenda í Newcastle HANDBOLTI Alþjóðahandbolta- sambandið gaf í fyrrakvöld út lokaniðurröðun þeirra liða sem ekki komust í undanúrslit HM í handbolta. Ísland var í tólfta sæti á listanum en áður hafði verið greint frá því að Ísland hefði hafnað í ellefta sæti. Ástæðan fyrir þessu er að árangur liðanna gegn efstu liðum sinna riðla er notaður til að reikna út niðurröðunina. Ísland var með betri heildarárangur en Túnis, sem hafnaði á endanum í ellefta sæti, en Afríkumeistar- arnir náðu betri árangri gegn bestu liðunum í sínum riðli. - esá Ísland endaði í tólft a sæti 5.-16. SÆTIÐ Á HM 5. Þýskaland, 6. Frakkland, 7. Rússland, 8. Ungverjaland, 9. Pólland, 10. Serbía, 11. Túnis, 12. Ísland, 13. Brasilía, 14. Makedónía, 15. Hvíta-Rúss- land, 16. Egyptaland. FÓTBOLTI Ole Gunnar Solskjær, stjóri norska úrvalsdeildarliðsins Molde, ætlar ekki að bjóða Hannesi Þ. Sigurðssyni samning hjá félaginu. Hannes hefur æft með Molde að undanförnu en Solskjær sagði við norska fjölmiðla að Hannes væri á þeim stað á sínum ferli að hann vilji spila reglulega. „Það getum við ekki tryggt honum,“ sagði Solskjær við TV 2. Hannes hefur verið á mála hjá Viking í Noregi, Bröndby í Danmörku og Stoke í Englandi. - esá Hannes fékk ekki samning hjá Molde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.