Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.01.2013, Blaðsíða 44
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 LEIKHÚS ★★★★ ★ Skáldið Sturla Eintal með Einari Kárasyni LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS Á sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi er lífi svo sannarlega blásið í hinar gömlu hefðir frá- sagnargleðinnar. Einar Kárason rithöfundur heldur áhorfendum föngnum í meira en tvo klukku- tíma og slær ekkert af. Hann leiðir okkur inn í Sturlungaöldina eins og hann hafi sjálfur verið þar meðal manna. Þetta er hrein og klár frá- sögn, að vísu skellir hann sér í gervi Sturlu Þórðarsonar þannig að það er eins og það sé hann sem segir okkur söguna. Hér er ekkert verið að möndla með neina bún- inga, lýsingu né nokkra effekta. Morðin og lýsingarnar á þeim stóðu algerlega ein og sér í loftinu í kjarnyrtri frásögn Einars. Sturlungasaga er löng og fjallar um þá borgarastyrjöld sem geis- ar á Íslandi og er undanfari þess að Ísland hverfur undir vald Nor- egskonungs með Gamla sátt- mála 1262. Þetta er stórbrotin saga þess blóðuga forleiks að því að Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu undir erlent vald og sem end- urheimtist ekki fyrr en á okkar tímum. Einar rekur sögu þessa miklu vígaferla þar sem höfðingj- ar riðu um héruð með her manna og börðust í stærstu orrustum Íslandssögunnar, hjuggu mann og annan og brenndu inni höfðingja og allt þeirra lið. Þar ber hæst Örlygsstaðabardaga og Flugu- mýrarbrennu og morðið á Snorra Sturlusyni, mesta rithöfundi á Norðurlöndum að fornu. Allt er þetta séð með augum frænda hans, Sturlu Þórðarsonar, sem næstur kemst Snorra sem rithöfundur og skrásetjari samtímasagna þar sem Sturlunga ber hæst. Einar rekur þessa sögu af mik- illi andagift, orðfæri og snilld. Hann segir Sturlungu og í raun Íslandssöguna sjálfa með skýrum og ljósum hætti þannig að allir hafa gaman og gagn af og skilja það sem kannski reynist mörgum tyrfið stagl í lestri. Einar gæðir persónu Sturlu sem sögumanns holdi og blóði og persónuleika sem áheyrendum fellur við og hlusta á með athygli. Ekki sakar að Sturla „upplýsir“ um ýmislegt sem ekki var vitað áður, t.d. það að hann sé höfundur Grettissögu og Njálu, auk þeirra bóka sem allt- af hafa verið á afrekalista þessa stórbrotna höfundar. Segja má að Einar sé með þessari stórfróðlegu og skemmtilegu sagnaskemmt- an að endurvekja hina munnlegu sagnahefð, sem var undanfari og lifði samtímis skrifuðum bók- menntum að fornu. Það ber að þakka. Einar sprellar ekkert eða tekur hliðarspor enda enginn tími til annars en að rekja allar hörmung- ar þessa geggjaða tímabils. Þetta Sturlungakveld Einars er innlegg í viðleitni og skyldu okkar sem þjóðar að hlúa að menningararf- inum og halda sögunum sprelllif- andi. Það er víst óhætt að mæla með þessari kvöldvöku fyrir fólk frá tíu ára aldri. Alla vega sat níu ára drengur á laugardaginn var stóreygur og fylgdist einbeittur með öllum þeim hryllingi sem for- feðurnir frömdu. Elísabet Brekkan NIÐURSTAÐA: Eitt róstusamasta tímabil Íslandssögunnar lifnar við í meðförum afburða sagnamanns. Sturlunga að hætti Einars HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2013 Sýningar 16.00 Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar myndlistarsýningu í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu að Tryggvagötu 17, Hafnarmegin. Málþing 13.30 Stofnun dr. Sigurbjörns Einars- sonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Heiti málþings- ins er Mannréttindi á upplausnartímum og fyrirlesarar eru Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson. Tónlist 12.00 Tónskáldið Purcell og önnur tón- list frá Bretlandi verður í aðalhlutverki á hádegistónleikumí Háteigskirkju. Flytjendur eru Anna Jónsdóttir sópran- söngkona og Sophie Schoonjans hörpu- leikari. Almennt miðaverð er kr. 1.000. 21.00 Söngskemmtunin Lögin hans Óda fer fram á Græna hattinum, Akur- eyri. Tekin verða fyrir öll þau lög sem Óðinn Valdimarsson söng á sínum stutta en farsæla ferli. Söngvarar eru meðal annars Óskar Pétursson og Hel- ena Eyjólfsdóttir. Miðaverð er kr. 2.500. 22.00 Hljómsveitirnar Dusty Miller og Ylja ætla að sameina krafta sína og spila á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og enginn posi er á svæðinu. 23.00 Magnús Einarsson og félagar leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 20.00 Sigurður Pálsson, skáld og rithöf- undur, heldur fyrirlestur um skapandi, opinn og fordómalausan lestur sem skref að skapandi skrifum. Fyrirlestur- inn fer fram í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. STURLUNGASAGA Fjallar um þá borgarastyrjöld sem geisar á Íslandi og er undan- fari þess að Ísland hverfur undir vald Noregskonungs með Gamla sáttmála 1262. Hin árlega tónlistarhátíð Myrkir músíkdagar hófst í gær og stend- ur fram á sunnudag. Hátíðin hefur verið einn mikilvægasti vettvang- ur framsækinnar nútímatónlistar hér á landi allt frá því að til hennar var stofnað árið 1980. Á Myrkum músíkdögum er áhersla jafnan lögð á frumsköpun og tilraunastarfsemi og algengt er að verk séu frumflutt á henni. Á dagskránni í ár kennir ýmissa grasa. Boðið verður upp á sinfón- íutónleika, sinfóníettutónleika, kammertónleika, kórtónleika, raf- tónleika, einleikstónleika og tón- leika með börnum. Meðal flytjenda eru nokkrar af helstu hljómsveit- um, kammerhópum og einleikurum þjóðarinnar, þar á meðal Sinfóníu- hljómsveit Íslands sem hélt opn- unartónleika í Hörpu í gærkvöldi. Þá mun kínversk samtímatón- list hljóma á sérstökum tónleikum. Fyrirlestrar og námskeið verða haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands og ber hæst heimsókn pró- fessora og nemenda Brandon- háskólans í Kanada sem auk þess munu koma fram á tvennum tón- leikum á hátíðinni sjálfri í Hörpu. Sex tónleikar eru á dagskrá hátíðarinnar í dag. Í hádeginu leikur Þórarinn Stefánsson verk sem byggð eru á Ísland farsælda frón í Kaldalóni í Hörpu. Klukk- an 15 í sama sal leika Laufey Sig- urðardóttir fiðluleikari og Elísa- bet Waage hörpuleikari verk eftir íslensk kventónskáld. Tveimur tímum síðar halda nem- endur úr Tónlistarskóla Álftaness tónleika í Kaldalóni. Klukkan 20.00 í Norðurljósum frumflytur Caput- hópurinn verk eftir Áskel Másson, Jónas Tómasson, Snorra S. Birgis- son og Þórð Magnússon. Klukkan 22.30 verða leikin á sama stað framúrstefnuleg rafgít- arverk eftir Hafdísi Bjarnadóttur en Kjartan Ólafsson rekur smiðs- höggið á dagskrá dagsins með hljóð- og vídeógjörningi, þar sem hann kynnir til sögunnar tónlist- arforritið Calmus Automata. Nán- ari upplýsingar um tónleika næstu daga má finna á heimasíðu hátíðar- innar, myrkir.is. Myrkir músíkdagar hófust í Hörpu í gær Vettvangur framúrstefnulegrar nútímatónlistar. KJARTAN ÓLAFSSON TÓNSKÁLD • • 30 daga hreinsun á mataræði með Davíð Kristinssyni, næringar- og lífsstílsþjálfara, mánudaginn 28. janúar, kl. 19:00 - 21:00. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fáðu tilboð á oryggi.is Á oryggi.is getur þú fengið ráðgjöf um öryggiskerfi sem hentar þínu heimili eða sumarhúsi. Ekki bíða of lengi, verðu þig og þína gegn innbrotum, bruna og vatnstjóni. Enginn stofnkostnaður þegar þú færð þér öryggiskerfi frá okkur – óháð stærð kerfis. Kíktu á Trausta öryggisráðgjafa á oryggi.is og láttu hann ráðleggja varðandi kerfi og gera þér verðtilboð. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 0 49 Er heimilið örugglega öruggt? Góð ráð frá Trausta á facebook.com/oryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.