Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 25.01.2013, Qupperneq 6
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær Björn Bjarnason, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, sekan um meiðyrði í garð athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Meiðyrðin birtust í bók Björns, Rosabaugi yfir Íslandi, þar sem hann sagði að Jón Ásgeir hefði hlotið dóm fyrir fjárdrátt og verið sakfelldur fyrir ákæruliði þar sem hann var sýknaður. Björn leiðrétti rangfærslurnar á vef sínum og í síðari útgáfum bók- arinnar. Hæstiréttur segir leið- réttingarnar þó ekki hafa verið nákvæmar og þær dugi ekki til að fría Björn sök í málinu. Björn var í héraði dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 200 þúsund krónur í miskabætur, en Hæsti- réttur er ósammála því. „Verður ekki talið að hin ómerktu ummæli, að teknu tilliti til leiðréttingar og opinberrar afsökunarbeiðni [Björns] og stöðu [Jóns Ásgeirs] og þátttöku hans í opinberri umræðu um málefnið, hafi slík áhrif á persónu og æru [Jóns Ásgeirs] að fullnægt sé skilyrðum […] til að dæma honum miskabætur úr hendi Björns,“ segir í dómnum. - sh Hæstiréttur ómerkir ummæli Björns Bjarnasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson: Jón fær engar bætur frá Birni BJÖRN BJARNASON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FJARSKIPTI Öll þau fjögur fyrirtæki sem hugðust taka þátt í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, svokallað 4G, upp- fylla skilyrði PFS til þátttöku. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Fyrirtækin sem um ræðir eru 365 Miðlar ehf., Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf. og Síminn hf. og tíðniheimildirnar verða á 800 MHz og 1800 MHz. Uppboðið fer fram hinn 11. febrúar næstkom- andi. - þj Póst- og fjarskiptastofnun: Öll fjögur með í uppboði á 4G HEIMURINN 1 2 34 VEISTU SVARIÐ? 1. Hvaða Hollywood-stjarna keypti handrit af Gesti Vali Svanssyni? 2. Hver sigraði í þriggja stiga keppn- inni í Stjörnuleik KKÍ? 3. Hvar er lóðin sem Félag múslíma á Íslandi fær undir mosku? SVÖR 1. Adam Sandler, 2. Magnús Þór Gunnars- son, 3. Sogamýri. Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 ALLT AÐ 50% ÓDÝRARI EN SAMBÆRILEG VARA Á MEGINLANDI EVRÓPU Umgjörð: Lindberg Spirit FRAKKLAND, AP „Ég var sýknuð,“ sagði Florence Cassez, frönsk kona sem setið hefur sjö ár í fangelsi í Mexíkó grunuð um aðild að mann- ráni. „Ég þjáðist sem fórnarlamb í meira en sjö ár.“ Hún var látin laus eftir að hæsti- réttur Mexíkó ógilti sextíu ára fang- elsisdóm vegna alvarlegra galla á upphaflegu réttarhöldunum árið 2005. Henni var fagnað sem þjóðhetju í Frakklandi þegar hún kom þang- að í gær. Laurent Fabius utanríkis- ráðherra tók á móti henni og í dag er búist við að hún hitti François Hollande forseta. Fórnarlömb mannránanna og aðstandendur þeirra í Mexíkó eru samt engan veginn sannfærð um sakleysi hennar. „Við borguðum lausnargjaldið, en þau drápu hann samt,“ segir Mich- elle Valadez, sem segir að glæpa- gengi undir forystu þáverandi kær- asta Cassez hafi rænt manni sínum og haldið honum í gíslingu í þrjá mánuði. Cassez segist aðeins hafa búið á búgarði í Mexíkó með Israel Vall- arta, hinum mexíkóska kærasta sínum, en ekkert vitað af því að gíslar væru hafðir þar í haldi. Réttarhöldum yfir Vallarta er ekki lokið og óvíst hvaða áhrif niður staða hæstaréttar í máli Cassez hefur á þau réttarhöld. Hæstiréttur taldi ljóst að við upp- haflegu réttarhöldin hefði með margvíslegum hætti verið brotið á mannréttindum Cassez, auk þess sem formgallar væru á réttarhöld- unum sjálfum. Meðal annars hefði lögregla farið með hana aftur á staðinn stuttu eftir að hún var handtekin í því skyni að sviðsetja handtökuna fyrir fjölmiðla. „Ef hún hefði verið afhent dóms- yfirvöldum og fengið samstundis aðstoð frá ræðismanni þá hefði ekki verið hægt að gera þessa svið- setningu, og þá hefði málið litið allt öðruvísi út,“ segir Arturo Zaldivar, dómari í hæstarétti. „Við munum aldrei komast að raun um hvort Florence er sek eða sak- laus,“ segir Luiz Gonzalez Placencia, formaður mannréttindanefndar Mexíkóborgar. „En við vitum fyrir víst að ákveðnir einstaklingar hafa brotið gegn reglum um rétta máls- meðferð.“ gudsteinn@frettabladid.is Látin laus í Mexíkó eftir sjö ár í fangelsi Florence Cassez var dæmd í sextíu ára fangelsi í Mexíkó fyrir aðild að mann- ránum. Hún er nú komin til Frakklands eftir að hæstiréttur Mexíkó ógilti dóminn vegna formgalla. Fórnarlömbin þó engan veginn sannfærð um sakleysi hennar. FAGNAÐ SEM ÞJÓÐHETJU Í FRAKKLANDI Florence Cassez ræddi við fjölmiðla í gær ásamt lögfræðingi sínum og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sem er annar frá hægri á myndinni. NORDICPHOTOS/AFP FLORENCE CASSEZ Sat í sjö ár í fang- elsi í Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP Aðalmeðferð hafin 1INDLAND Aðalmeðferð er hafin í hópnauðgunarmálinu í Nýju-Delhi á Ind-landi. Fimm menn eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað ungri konu í strætis- vagni og misþyrmt bæði henni og félaga hennar með þeim afleiðingum að hún lést á sjúkrahúsi. Réttarhöldunum verður hraðað sérstaklega í samræmi við nýja heimild um að hraða kynferðisbrotamálum í réttarkerfinu. Forða sér frá Bengasí 2LÍBÍA Bresk, þýsk og hollensk stjórnvöld hvetja landa sína til að forða sér hið fyrsta frá borginni Bengasí í Líbíu. Þau segjast hafa upplýsingar um að nú steðji ógn að Vesturlandafólki í borginni. Fyrr í vikunni yfirheyrði bandarísk þingnefnd Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um viðbrögð Bandaríkjanna við árás á sendiherra Bandaríkjanna í Bengasí á síðasta ári. Cameron treystir Bretum 3SVISS David Cameron, forsætisráðherra Breta, segist treysta því að Bretar kjósi að vera áfram í Evrópusambandinu þegar efnt verður til þjóðar- atkvæðagreiðslu, eins og hann boðaði í ræðu sinni á miðvikudag. Á ráðstefnu um efnahagsmál í Davos í Sviss sagðist Cameron sannfærður um að sér tækist að fá aðildarríki Evrópusambandsins til að samþykkja breytingar sem Bretar geta sætt sig við. Rannsaka geðheilbrigði og byssuofbeldi 4 BANDARÍKIN Sérstök nefnd, sem á að rannsaka skotárás Adams Lanza í barnaskólanum í Newtown í Connecticut 20. desember, hóf störf í gær. Dannel P. Malloy, ríkisstjóri í Connecticut, fer fyrir nefndinni sem er hvött til að rannsaka sérstaklega tengsl milli geðheilbrigðis og byssuofbeldis. For- maður sams konar nefndar og rannsakaði skotárásina í Columbine árið 1999 benti á að ávallt virðast vera tengsl milli geðheilbrigðis og ofbeldis með skotvopn í árásum sem þessum. Aðalsaksóknarinn í máli Adams Lanza vill ekki láta af hendi upplýsingar um geðheilsu Lanza, þar sem það gæti skemmt fyrir rannsókn lögreglu sem talið er að ljúki ekki fyrr en í júní.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.