Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 12
2. febrúar 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR „… vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóða- samtökum og alþjóðastofnunum af því hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðun- um eins og stórveldin.“ Þessi málsgrein er úr ræðu sem Ólafur Jóhannesson flutti á Alþingi í nóvember 1960. Fjór- um mánuðum síðar snerist hann gegn samningi um lausn land- helgismáls- ins. Hann fól í sér viðurkenn- ingu Breta á tólf mílunum, tímabundnar veiðiheimildir þeim til handa og að við frek- ari útfærslu yrði ágreiningur leystur fyrir alþjóðadómstólnum. Bjarni Benediktsson og Morgun blaðið lýstu samningn- um sem „stærsta stjórnmála- sigri Íslendinga“. Stjórnar- andstæðingar og Þjóðviljinn notuðu hins vegar orð eins og „svik“ og „landráð“. Þegar kom að frekari útfærslu land- helginnar áratug síðar kaus þjóð- in þá flokka til valda sem lofuðu að rifta samningnum við Breta um dómstólaleiðina. Sumir töldu það „þjóðarsigur“ þess tíma. Spurningin er: Breytti sú afstaða þjóðarinnar „sigur- samningi“ í „svika samning“? Tæpast. En þessi gamli landhelgis samningur, rétt eins og síðasti Icesave-samningurinn, varpar ljósi á þann vanda sem ríkisstjórnir standa andspænis þegar meta þarf hvort verja á hagsmuni Íslands með samning- um eða eftir öðrum leiðum. Frá „svikum“ til „þjóðarsigurs“ Hvorki íslensk stjórnvöld né íslenska þjóðin tóku ákvörð-un um að leggja ágreining- inn um Icesave-skuldina fyrir EFTA-dómstólinn; og Bretar ekki heldur. Það gerði sjálfstæð eftirlits- stofnun, ESA. En með því að hafna samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu máttu menn eigi að síður gera sér grein fyrir að úrslit máls- ins gætu ráðist þar. Þeir sem forystu höfðu fyrir því að hafna samningum viður- kenndu hins vegar aldrei vald- svið EFTA-dómstólsins. Viku fyrir dóms uppkvaðninguna sagði forseti Íslands að dómstóllinn væri eins og lögfræðiskrifstofa sem gæfi ráðgef- andi álit en réði ekki úrslitum máls. Þegar dómurinn var fallinn taldi forsetinn að hann hefði staðfest mesta lýðræðissigur í sögu Evrópu. Daginn sem dómurinn gekk gagnrýndi Morgunblaðið utanríkis- ráðherra harðlega í forystugrein fyrir að hafa ekki andmælt því að málið færi fyrir EFTA-dómstólinn. Þar sagði „að fáir væru líklegir til að hafa sagst vilja fara „dóm- stólaleiðina“. Svo fráleitt þótti að una þessum dómi að í fyrirsögn stóð: „Reynt er vísvitandi að rugla saman EFTA-dómstól og „dóm- stólaleiðinni“.“ Næsta dag notaði blaðið réttilega orðið „þjóðarsigur“ um niðurstöðu þess dómstóls sem það sólarhring fyrr taldi að hefði ekkert með málið að gera fremur en önnur innanríkismál. Rétt eins og Ólafur Jóhannesson snerist gegn þeirri leið við lausn landhelgisdeilunnar við Breta 1961, sem hann hafði sjálfur mælt með, hafa margir þeirra sem í upp- hafi lögðu á ráðin um samninga- leið vegna Icesave-skulda Lands- bankans snúist gegn henni á síðari stigum. Ísland valdi ekki EFTA-dómstólinn Bæði þessi mál enduðu farsæl-lega. En þegar öllu er á botn-inn hvolft er ólíklegt að upp- sögn landhelgissamningsins hafi flýtt fullum yfirráðum yfir 200 mílna lögsögunni. Eins er óvíst að vaxtakostnaður vegna síðasta Icesave-samningsins hefði orðið meiri en það óhagræði af lakari viðskiptakjörum sem tveggja ára óvissa hefur valdið. Það er oft hyggilegt að semja. En fyrri Icesave-samningarnir eru gott dæmi um hitt. Formenn stjórnar flokkanna voru svo rúnir trausti eftir þá að þeir gátu ekki einu sinni nýtt sér góða niðurstöðu EFTA-dómstólsins til að bæta stöðu sína. Umræður um mál eins og þessi eru jafn tilfinningaþrungnar nú og fyrir hálfri öld. Munurinn er helst sá að þá voru fleiri staðfastir í skoð- unum. Nú eru þeir fleiri sem taka afstöðu eftir sama lögmáli og han- inn á burstinni. Annað er að sú skoðun hefur feng- ið fullt verð í búð reynslunnar, sem Ólafur Jóhannesson hafði stundum en Bjarni Benediktsson jafnan, að Ísland ætti ávallt að vera reiðubúið að leggja mál fyrir alþjóðadómstóla. Smáþjóð ætti helst skjóls að vænta hjá alþjóðastofnunum því hún hefði ekki sama vald og stórveldin til að fylgja málum sínum eftir. Icesave-deilan átti rætur í reglum um innri markað Evrópu- sambandsins. En aðildin að honum tryggði Íslandi aftur á móti réttar- vernd EFTA-dómstólsins. Bretar gátu því ekki neytt aflsmunar nema skamma stund. Þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar umsókn um fulla aðild að Evrópusambandinu. Dóms- niðurstaðan styrkir því ótvírætt umsóknina. Hvar er skjóls að vænta? www.mundo.is T ímaritið virta og víðlesna The Economist birtir í nýjasta tölublaði sínu heilmikla úttekt á nágrannaríkjum okkar fjórum á Norðurlöndunum. Ísland er ekki með í úttekt- inni. Á forsíðunni er birt mynd af úfnum víkingi með fyrirsögninni „Næsta súpermódel“. Þar er augljóslega vísað í norræna módelið, sem The Economist færir rök fyrir að hafi skilað norrænu ríkjunum í fremstu röð og mörg önnur ríki muni horfa til í vaxandi mæli. Eru þetta ekki frábær tíðindi fyrir ríkisstjórnina, sem verður tíðrætt um norræna velferðar- samfélagið og lýsti því yfir í upphafi ferils síns að hún hygðist horfa sérstaklega til grann- ríkjanna við breytingar sínar á íslenzku samfélagi? Það verður að teljast hæpið. The Economist lýsir nefnilega allt öðru norrænu módeli en því sem ríkisstjórn Íslands vinnur eftir. Leiðarahöfundur blaðsins gerir grín að bæði frönskum vinstrimönnum sem láta sig dreyma um hina sósíalísku Skandinavíu og bandarískum íhaldsmönnum sem saka Obama forseta um að ætla að breyta Bandaríkjunum í Svíþjóð. Hvorugur hópurinn fylgist með tímanum, segir blaðið. Á áttunda og níunda áratugnum voru norrænu ríkin vissulega ríki hárra skatta og ríkisútgjalda, en það var módel sem virkaði ekki. Norðurlandaríkin hafa breytt um kúrs – aðallega til hægri. The Economist verður þannig tíðrætt um alls konar hugmyndir sem hafa verið býsna fjarri þeirri „norrænu velferðarstjórn“ sem hefur setið hér á landi síðustu fjögur ár. Þar á meðal eru umbætur í velferðarþjónustunni sem byggjast á því að innleiða einka- rekstur og samkeppni, til dæmis í rekstri sjúkrahúsa og grunn- skóla. „Svo lengi sem almannaþjónustan virkar er þeim sama hver lætur hana í té,“ segir The Economist. Alveg augljóst að blaða- maðurinn spurði engan í VG eða Samfylkingunni. Blaðinu finnst líka frábært hvað Norðurlandabúar eru hallir undir frjálsa verzlun og nefnir að sænsk stjórnvöld reyndu ekki að koma í veg fyrir að Saab færi á hausinn og þeim er sama þótt kínverskir fjárfestar hafi keypt Volvo. Aftur er augljóst að Ísland var ekki með í úttektinni. Norræna módelið, eins og því er lýst í The Economist, er vissu- lega frábært módel, nokkuð frjálst af kreddum bæði til vinstri og hægri. Það byggist á öflugu atvinnulífi, sem stjórnvöld leggja sig fram um að örva og skapa samkeppnishæf skilyrði. Öflug einka- fyrirtæki sem eru ekki skattpínd úr hófi fram standa undir vel- ferðarkerfi sem er sjálfbært til lengri tíma og þar af leiðandi ekki of dýrt. Markaðsöflin eru nýtt í þágu almannaþjónustu og gera opinbera geirann skilvirkari. Stjórnsýslan er opin og skilvirk og stjórnmálamenn leggja sig fram um að ná samstöðu um stór mál. Þetta er flott prógramm, sem stjórnmálaflokkar gætu lagt fyrir kjósendur. Það eru hins vegar litlar líkur á að núverandi stjórnar- flokkar geri það; til þess eru þeir of fastir í gamla norræna módel- inu sem hefur gengið sér til húðar. Sú ríkisstjórn sem tileinkar sér mikið af þeim umbótum sem nágrannaríkin hafa ráðizt í gæti hins vegar staðið undir nafni sem norræn velferðarstjórn. Í hverju felst norræna módelið? Næsta norræna velferðarstjórn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.