Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 98
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Popparinn Robbie Williams ætlar að syngja í brúðkaupi föður síns, Pete Conway. Hann gengur að eiga suður-afríska unnustu sína, hina 38 ára Melanie Mills, á næstunni. Hinn 64 ára Conway bar upp bónorðið í Möltu á síðasta ári eftir tveggja ára samband. Williams mun þannig endur- gjalda föður sínum greiðann því hann söng í brúðkaupi Williams í Los Angeles árið 2010 þegar hann gekk að eiga Aydu Field. Conway og móðir Williams skildu þegar popparinn var þriggja ára. Syngur í brúðkaupinu SYNGUR FYRIR PABBA Robbie Williams ætlar að syngja í brúðkaupi föður síns. NORDICPHOTOS/GETTY Í tilefni af útgáfu þriðju plötu Sin Fang, Flowers, var haldið útgáfuhóf á skemmtistaðnum Harlem. Þar þeytti Sin Fang sjálfur skífum fyrir gestina og hélt uppi góðri stemningu. Platan kemur út á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Hún kemur einnig út sem hjólabretti á vegum bandaríska hjóla- brettaframleiðandans Alien Workshop. Héldu upp á útkomu Flowers SIN FANG Sindri Már Sigfússon, eða Sin Fang (til hægri), ásamt Matthíasi Árna Ingimarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HILDUR OG HJÖRDÍS Hildur Hlíf Hilmarsdóttir og Hjördís Pálsdóttir voru á meðal gesta. ANNA OG ARNAR Anna Margrét Kristjánsdóttir og Arnar Heiðar Sævars- son hlustuðu á Sin Fang. Í ÚTGÁFUHÓFI Róbert Róbertsson og Jón Þorsteinsson mættu í útgáfuhófið. ÞEYTTI SKÍFUM Sin Fang þeytti skífum og hélt uppi góðri stemningu. BÍÓ ★★★ ★★ Lincoln Leikstjóri: Steven Spielberg. Leikarar: Daniel Day-Lewis, Tommy Lee Jones, Sally Field, David Strathairn, Joseph Gordon- Levitt, James Spader, Hal Holbrook. Það er langt síðan leikstjórinn Steven Spielberg gerði kvikmynd sem jafnast á við hans bestu frá því í gamla daga. Aðdáendur hans eru enn ekki búnir að fyrirgefa honum hina hallærislegu War Horse sem kom út fyrir rúmu ári og efasemdir létu á sér kræla um að hann ætti eitthvað inni sem kvikmyndagerðarmaður. En nú setur hann sig í stellingar og færir okkur 150 mínútna langa mynd um einn virtasta og dáðasta Banda- ríkjaforsetann, Abraham Lincoln. Sagan hefst nokkrum mánuðum fyrir dauða forsetans og segir frá baráttu hans fyrir afnámi þræla- halds í landinu. Andstaðan var mikil og þótti mörgum forsetinn ganga helst til langt í tilraunum sínum til að binda enda á borgara- styrjöldina sem þá geisaði. Ef til vill er erfitt fyrir Íslending norður í ballarhafi að tengja við aðdáun Bandaríkjamanna á þessum löngu látna pólitíkus en myndin er góð kennslustund og aldrei leiðinleg. Spielberg veit vel að herðar Daniel Day-Lewis eru nógu breiðar til að láta mynd af þessari stærðar- gráðu hvíla á, enda er hann algjör- lega frábær í hlutverki sínu. Lítið fer fyrir Sally Field þrátt fyrir til- nefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk forsetafrúarinnar, Mary Todd Lincoln. Tommy Lee Jones stelur hins vegar senunni sem repúblikanaleiðtoginn skrautlegi Thaddeus Stevens og á skemmti- legustu atriði myndarinnar. Myndatakan er glæsileg, sviðs- mynd og búningar eins og best verður á kosið og að sjálfsögðu er John gamli Williams til staðar með tónsprotann sinn. Allt er þetta gott og blessað og það er himinn og haf á milli Lincoln og War Horse hvað gæði varðar. Þrátt fyrir þetta er eins og leikstjórann vanti einhvern listrænan neista. Hann er afar fær handverksmaður, það vantar ekki, en leikstjórans sem gerði Raiders of the Lost Ark, Schindler‘s List og Jaws er enn sárt saknað. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Spielberg fyrirgefst hestamyndin en hann getur gert betur en þetta. Handverksmaðurinn LINCOLN Daniel Day-Lewis þykir standa sig frábærlega. FJÓRIR NORSKIR UNGLIÐAR Í SKUGGA ÚTEYJAR BÍÓ:DOX NÝ NORSK HEIMILDA- MYND EFTIR KARI ANNE MOE LAUGARDAG 2. OG SUNNUDAG 3. FEBRÚAR KL. 20 Heimildamyndin Til ungdommen er svipmynd af kynslóð sem mörkuð er fyrir lífstíð af atburðunum í Útey 22. júlí 2011. Þessi einstaka kvikmynd fylgir fjórum norskum ung- mennum yfir tveggja ára tímabil, 2009-2011. Öll vilja berjast fyrir bættu samfélagi og hafa ákveðið að taka þátt í pólitískri baráttu. Öll vilja breyta heiminum – en heimurinn breytir þeim. ALLIR VELKOMNIR | ENSKUR TEXTI | MIÐAVERÐ 1300 KR. Í S A M V I N N U V I Ð Á Í S L A N D I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.