Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 46
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
Þetta er hreint frábær sýning og þarna eru stórkostlegar myndir af drengjum í mikilli
erfiðisvinnu,“ segir Ragnheiður Þóra
Grímsdóttir sem í dag leiðir gesti um
farandsýninguna Þrælkun, þroski,
þrá? sem opnar í Listasetrinu Kirkju-
hvoli á Akranesi í dag. Sýningin var
fyrst opnuð í Þjóðminjasafni Íslands
2009 og fjallar um börn við vinnu.
Myndirnar kveikja umhugsun um
vinnu barna, aðbúnað þeirra og
vinnuskilyrði á fyrri hluta 20. aldar.
STÚLKUR ÞRÆLUÐU LÍKA
Ragnheiður er afar hrifin af sýning-
unni en eitt þótti henni þó vanta.
„Ég saknaði þess að sjá ekki fleiri
myndir af stúlkum því þær þurftu
ekki síður að þræla en drengirnir.
Við eina eða tvær myndir stendur
textinn „börn við fiskvinnslu“ og þá
glittir í nokkrar stúlkur,“ segir Ragn-
heiður og ætlar að bæta aðeins hlut
stúlknanna í dag. „Ég ætla að leiða
gesti um sýninguna og inn á milli
myndanna ætla ég að spinna upp
sögur af stúlkum og búa til myndir
af þeim í huganum,“ lýsir hún og
tekur dæmi: „Ég myndi segja fólki
að ímynda sér hana Guðrúnu sem
stendur við lækinn með tvær fötur,
sína í hvorri hendinni. Hún er ný-
búin að brjóta vök í ísinn, hendurnar
berar og greinilega vanar kuldanum.
Samt er hún brosandi eins og dreng-
irnir á hinum myndunum.“ Þannig
ætlar Ragnheiður að taka stuttar
og litlar myndir af stúlkum við hin
ýmsu störf. Við mjaltir, barnapössun
og að draga klæðin af körlunum.
VINNUR VIÐ AÐ SEGJA SÖGUR
Ragnheiður er sérkennari á Akra-
nesi og sagnaþula. „Ég leyfi mér að
kalla mig sagnaþulu því ég held að
ég sé eini kennarinn á landinu sem
fær greitt tvo tíma á viku fyrir að
segja sögur í öllum bekkjum í grunn-
skóla,“ upplýsir hún og tekur fram
að slíkt sé algengt víða erlendis.
„Skóla stjórinn minn er svo fram-
sýnn og keypti það hjá mér að ég
fengi að fara í alla bekki. Nú fer ég
reglulega í bekki og það eru ekki
síður unglingarnir sem sækjast eftir
því að ég komi og segi þeim sögur,“
segir Ragnheiður en sögurnar eru
af öllum toga. „Þetta eru allt frá
þjóðsögum til gamansagna þar sem
ég set sjálfa mig inn í einhverjar
vandræðalegar aðstæður.“
Ragnheiður hefur haft áhuga á
sagnalistinni frá unga aldri. „Ég
man eftir mér ungri að segja sögur
og hafði alltaf gaman af að hlusta á
sögur,“ segir hún.
■ solveig@365.is
SPINNUR SÖGUR AF STÚLKUM
LJÓSMYNDASÝNING Farandsýningin Þrælkun, þroski, þrá? verður opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli í dag. Þar gefur að líta
ljósmyndir af börnum við vinnu. Sagnaþulan Ragnheiður Þóra Grímsdóttir leiðir gesti um sýninguna og spinnur upp sögur.
Í ERFIÐISVINNU
Á sýningunni er að
finna fjölda mynda af
drengjum í erfiðisvinnu á
fyrri hluta 20. aldar.
MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN
ÍSLANDS, ÞJÓÐMINJASAFN
SAGNAÞULA
Ragnheiður Þóra Gríms-
dóttir elskar að segja
sögur.
SÝNING
Sýningin Þrælkun,
þroski, þrá? verð-
ur í Listasetrinu
Kirkjuhvoli út
febrúar.
NORÐURKRILL
Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Hressari á morgnana!
„Í heilsueflingu minni sem hófst í ágúst 2011 hef ég notað Norðurkrill
omega 3 gjafa og ég fann mjög fljótt mikinn mun á mér.
Ég hafði lengi átt við skammdegisþunglyndi að stríða, var kraftlaus,
síþreyttur og fann til í liðamótum. Eftir að ég byrjaði að taka inn
Norðurkrill er miklu auðveldara að vakna á morgnana, liðverkir eru
horfnir, lundin er léttari og ég finn gríðarlegan mun á heilsunni.
Þetta var eins og punkturinn yfir i-ið og ég ætla klárlega að halda
áfram að nota Norðurkrill í minni heilsueflingu.
Ég verð 40 ára á árinu og hef sjaldan verið í jafngóðu andlegu
og líkamlegu formi.“
Björn Ólason
NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum.
Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið.
Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð,
uppþemba eða magaólga sem oft fylgir inntöku á fiski- og jurtaolíum.
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
Alþjóðlegi
netöryggisdagurinn
5. febrúar 2013
RÉTTINDI OG ÁBYRGÐ
Á NETINU
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn
hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar nk.
undir yfirskriftinni „Réttindi og ábyrgð á
netinu ”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir
málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Mennta-
vísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð,
kl. 13.00-16.00.
Ekkert þátttökugjald.
Sjá nánar á www.saft.is
Save the Children á Íslandi