Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 88
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 Það má kannski líta á sýninguna í heild sem full- klárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. MENNING TÓNLIST ★★★ ★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum Verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Pál Ragnar Pálsson, Davíð Brynjar Franzson, Gerald Barry og Þorkel Sigur- björnsson. Einleikari: Una Sveinbjarnar- dóttir. Stjórnandi: Ilan Volkov. HARPA, 31. JANÚAR. Óvanalegt er að verk fyrir sinfóníu- hljómsveit sé ekki með neinum fiðlum. Á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum, sem hófust á fimmtu- daginn, var boðið upp á slíka tón- smíð. Þetta var On Sense and Subjectiv ity eftir Davíð Brynjar Franzson. Skemmtilegt ójafnvægi var á hljómsveitinni. Flestir stólarn- ir vinstra megin voru auðir, en allir hljóðfæraleikararnir á sínum stað hinum megin. Tónlistin var grípandi. Hún líktist helst handa- hófskenndum umhverfishljóðum í fjarska. Þau sköpuðu magnaða stemningu. Sum tónskáld fá nett mikilmennskubrjálæði þegar þau skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit. Þau reyna að koma sem mestu að – láta spilarana vinna fyrir kaupinu sínu! En ekki Davíð. Tónmálið var hóf- stillt, en meitlað og hnitmiðað. Alls konar mergjuð blæbrigði runnu fallega saman. Útkoman var spenn- andi og sérkennilega heillandi. Tvær aðrar tónsmíðar voru frum- fluttar á tónleikunum. Sú fyrri var Gangverk englanna eftir Gunn- ar Andreas Kristinsson. Það var snyrtileg tónlist. Grunnstefin voru áleitin og grípandi, úrvinnslan stíl- hrein og rökrétt. Hugsanlega missti tónskáldið sig þó örlítið út í vél- rænar endurtekningar þegar á leið. Heildaryfirbragðið virkaði helst til útreiknað, nánast eins og það hefði verið sett upp í Excel-skjali. Hitt verkið var fiðlukonsertinn Nostalgía eftir Pál Ragnar Pálsson. Hann var allt öðruvísi. Mikið var um langa, ísmeygilega tóna og dökk- ar hljómasamsetningar. Þær tóku, satt best að segja, dálítið á þolin- mæðina. Framvindan var hæg- ferðug – á mörkum þess að vera langdregin. Engu að síður var tón- listin með sterkan karakter, aug- ljósa uppbyggingu og sannfærandi niðurlagi. Það hefði bara mátt stytta hana aðeins. Una Sveinbjarnardóttir lék ein- leik. Hún gerði það af aðdáunar- verðri fagmennsku, ljóðrænni innlifun og skáldskap, en einnig tæknilegum yfirburðum. Auk íslensku verkanna var flutt Chevaux-de-frise eftir Gerald Barry. Það er óskaplega þykkt, þéttofið og kraftmikið. Hljómsveit- in var nokkuð ósamtaka á tímabili, en sótti í sig veðrið og endaði tónlist- ina glæsilega. Eins og kunnugt er lést Þor- kell Sigurbjörnsson tónskáld fyrir nokkrum dögum. Hans var minnst með því að Einar Jóhannesson klarinettu leikari lék verk eftir hann sem bar heitið Kveðja. Það var ein- staklega fallegur flutningur, inn- blásinn og skáldlegur, unaðslega litríkur og flæðandi. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Myrkir músíkdagar fóru vel af stað, sumt var óneitanlega magnað. Engar fiðlur, takk Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýning- unni. „Þetta er hugsað sem innsetning,“ segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. „Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í fram- kvæmd.“ Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að lista- manninum látnum. „Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýn- ingunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspek- ing og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla.“ Sýningin vekur spurningar um upp- haf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé full- klárað í augum áhorfandans. „Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við.“ Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. „Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd.“ Sýningin Ógerð verk verður opnuð í Safnaskálanum klukkan 14 í dag og stendur til 24. febrúar. bergsteinn@frettabladid.is Fullmótuð heild ógerðra verka Ógerðu verkin nefnist sýning myndlistarmannsins Þórodds Bjarnasonar sem opnuð verður í Safnaskálanum á Akranesi á morgun. Sýningin er óvenjuleg að því leyti að hún samanstendur af verkum sem enn hafa ekki verið fullkláruð. ÞÓRODDUR BJARNASON Á sýningunni Ógerð verk sýnir höfundurinn skissur og drög að verkum sem hann á eftir að hrinda í framkvæmd. Á sýningunni verður líka myndband þar sem Þóroddur og Gunnar Hersveinn heimspekingur fara yfir hvert verk fyrir sig og hugmyndina bak við það. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2013 verða þau evrur 415 á mánuði fyrir einstakling en 535 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan út- hlutunartíma sinn. Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1. ágúst 2013 til 31. júlí 2014. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um afnot af Kjarvalsstofu má finna á www.reykjavik.is/menningogferdamal. Umsóknir, með lýsingu á því verkefni sem umsækjandi hyggst vinna að, skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 101 Reykjavík. Ætlast er til að umsækjendur skili inn stuttri greinargerð um afrakstur dvalarinnar að dvöl lokinni. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2013. Stjórn Kjarvalsstofu í París KJARVALSSTOFA Í PARÍS UNA SVEINBJARNARDÓTTIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.