Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 74
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 46 Rapp eru textar sem eru fluttir með ákveðnum takti undir. Það er dálítið eins og ljóð. „Það var nú þannig sem þetta byrjaði hjá mér. Ég samdi mikið af ljóðum þegar ég var yngri. Svo þróuð- ust þau út í rapptexta með tímanum,“ segir Steinunn. „Ég á tvo eldri bræður og annan yngri sem hlustuðu mikið á rapp þegar ég var yngri, svo ég ólst eiginlega upp við þessa tónlist,“ segir Steinunn um áhugamálið. Hún segist hlusta á alls kyns rapp, en er hrifnust af því íslenska. „Mér finnst auðveldara að læra íslensku textana,“ útskýrir hún og segir Rottweiler-hundana vera í miklu uppáhaldi. „Ég hlusta líka á MC Gauta og dálítið á Eminem.“ Steinunn kann því fjöldann allan af íslenskum rapp textum utan að. En hún flytur ekki bara texta eftir aðra höfunda heldur semur líka eigin texta. Þeir fjalla um ýmislegt sem brennur henni á hjarta hverju sinni. „Eina lagið sem er full- gert er lag sem ég samdi fyrir Rímnaflæði, það fjallar um pabba minn.“ Steinunn tók þátt í Rímnaflæði í fyrra og var ein af fimm stelpum sem tóku þátt. „Þrjár stelpur komu reyndar fram saman í hóp, en ég var bara ein.“ En er ekkert stressandi að koma fram ein? „Það er alveg ótrúlega stress- andi! Ég gleymdi öllum textan- um mínum í byrjun en svo gekk þetta ágætlega hjá mér.“ „Ég fór á rappnámskeið til Poetrix, sem er íslenskur rapp- ari, og svo er ég núna í einka- tímum hjá honum. Hann sá mér fyrir takti fyrir Rímna- flæði og hjálpar mér núna með textagerð.“ Steinunn er ákveðin í að taka aftur þátt í Rímnaflæði í ár: „Já, alveg pottþétt. Í þetta skiptið ætla ég að vinna.“ Við unga og upprennandi rappara hefur Steinunn þetta að segja: „Endilega prófið, þetta er ótrúlega gaman. Mér finnst flottast þegar línurnar ríma og það er gott að æfa sig í því. Og reynið að forðast að skrifa um eitthvað fyrirsjáan- legt, þá verða textarnir leiðin- legir.“ - hþó Rappar um það sem henni liggur á hjarta Steinunn Ásta Ásgrímsdóttir er fi mmtán ára nemandi í Háteigsskóla. Hún hefur gaman af ljóðlist og tónlist og hún hefur dálæti á rappi. Hún keppti í Rímnafl æði í fyrra og stefnir á að taka þátt aft ur í ár. STEINUNN ÁSTA samdi rapplag um pabba sinn. MYND/HALLA ÞÓRLAUG Listhlaup á skautum er Ólympíuíþrótt þar sem ein- staklingar, pör og hópar framkvæma hringsnún- inga, stökk, spor og aðrar hreyfingar á ís. Keppt er í listhlaupi í mismunandi getuflokkum, frá byrjendum upp í það að keppa á Ólympíuleikum. Keppt er á innanfélagsmótum, landsmótum og alþjóðlegum mótum. Saga listhlaups nær aftur til forsögulegs tíma. Ekki er vitað með vissu hvenær manneskjan lærði fyrst að skauta á ís en leifar af beinum sem notuð voru til að fara yfir stórar ísilagðar ár og vötn hafa fundist víðs vegar um heiminn, til dæmis í Rúss- landi, Skandinavíu, Bretlandi, Þýskalandi og Sviss. Brúnir á skautablöðum voru fyrst fundnar upp af Hollendingum á 13. eða 14. öld. Þau skautablöð voru gerð úr stáli með beittum brúnum til að ná betri stjórn á hreyfingum. Skautablöðin hafa lítið þróast frá þessum tíma, aðeins verið gerðar smá- vægilegar breytingar á þykkt blaðsins og tönnum sem eru fremst. Listhlaup sem listgrein er talið eiga rætur að rekja til 15. aldar. Til er mynd af sankti Lidwinu þar sem í bakgrunninum er maður að skauta á öðrum fæti. Næsta skref í þróun listhlaupaíþróttarinnar var árið 1742 þegar fyrsta skautasambandið var stofn- að í Edinborg. Fyrsta reglubókin var gefin út 1772 en þá var bókin einungis skrifuð fyrir karlmenn og skautaíþróttin skiptist upp í listhlaup á skautum og skautahlaup. Upphafsmaður nútímalisthlaups er Jackson Haines en hann var bandarískur. Hann sigraði á fyrsta bandaríska meistaramótinu í Troy í New York árið 1864. Hann var þekktur fyrir að vera fyrstur til að sameina ballett- og danshreyfingar og skautaæfingar. Hann notaði fyrstur „sit spin“ eða sitjandi hringsnúning. Hvað er listhlaup á skautum? Nú stendur yfi r í Egilshöll Norðurlandamót í listhlaupi á skautum. Listhlaupið nýtur vaxandi vinsælda en hvað er listhlaup og hvernig byrjaði það? ÚTSÖLUMARKAÐUR ÚTSÖLUMARKAÐUR ÚTSÖLUMARKAÐURÚTSÖLUMARKAÐUR ÚTSÖ LUMARKAÐUR ÚTSÖLU MARKAÐUR ÚTSÖLU- MARKAÐUR HVERAFOLD 1-3 ÚTSÖLUMARKAÐUR ÚTSÖLUMARKAÐUR ÚTSÖLUMARKAÐUR BÚSÁHÖLD, FATANAÐUR FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA, LEIKFÖNG OG MARGT MARGT FLEIRA. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12:00 -19:00 1. Hver er munurinn á pappírsblaði og fíl? 2. Hvað gerist þegar fíll hoppar út í sundlaug? 3. Hvað á maður að gefa fíl með magapínu? 4. Hvenær hafa fílar 12 fætur? 5. Hvað er stórt og grátt og með gula fætur? 6. Hvað er stórt og grátt og fer upp og niður? SVÖR 1. Þú getur búið til skutlu úr blaðinu. 2. Hann verður blautur. 3. Nóg af plássi. 4. Þegar þeir eru þrír saman. 5. Fíll sem stendur ofan í hunangskrukku. 6. Fíll í teygjustökki. Heilabrot Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 29 Lísaloppa og Kata komu að vegg sem þær þurftu að komast yfir. „Ég er nú ekki að fara að klöngrast yfir þetta hró,“ sagði Kata. „Hann er svo illa byggður þessi veggur að hann mun örugglega hrynja undan okkur,“ sagði hún. „Mér sýnist þetta bara vera gamall veggur sem er að hruni kominn vegna aldurs en kanski var hann prýðilega vel byggður í upphafi,“ sagði Lísaloppa. „En hér liggja stakir steinar á víð og dreif og við ættum að geta púslað þeim í gatið svo við slösum okkur ekki við það að klifra yfir vegginn,“ bætti hún við. Það hnussaði í Kötu. „Já auðvitað, fara að vinna vinnuna fyrir einhverja aðra ,“ sagði hún hneyksluð. „En jú, ef við ætlum yfir vegginn verðum við víst að gera það.“ Getur þú talið hvað Lísaloppu og Kötu vantar marga steina til að hlaða í gatið á veggnum svo þær komist yfir hann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.