Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 104
Það er einelti víða í þjóðfélaginu og líka í fótboltanum. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ FÓTBOLTI Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Reading reyndu ítrekað að kaupa landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins frá Tottenham. Brian McDermott, stjóri liðsins, staðfesti að félagið hefði gert þrjú tilboð, sem öllum hefði verið hafnað. Staðarblöð í Reading greindu frá því að til- boðið hefði hljómað upp á rúmar tíu milljónir punda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var lokatilboð Reading tólf milljónir punda, rétt tæplega 2,4 milljarðar ísl. kr. Tottenham keypti Gylfa í sumar á 7,5 milljónir punda samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, eða 1,5 milljarða króna. Samkvæmt þessu hefði Tottenham því getað hagnast um 900 milljónir króna á Gylfa á aðeins hálfu ári. Eigandi Reading er Anton Zingarevich, sem frestaði för sinni frá Englandi í gær til að reyna að ganga frá kaupunum. „Hann reyndi allt sem hann gat. Við vorum öll spennt fyrir þeim möguleika að fá Gylfa aftur en hann er leikmaður Tottenham í dag og góður leik- maður þar að auki,“ sagði McDermott. Gylfi kom til Reading á sextánda aldursári árið 2005 og var hjá félaginu í fimm ár. Þaðan fór hann til Hoffenheim í Þýskalandi en var svo seldur til Tottenham í sumar, eftir að hafa slegið í gegn sem lánsmaður hjá Swansea á seinni hluta síðasta tímabils. Gylfi hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliði Tottenham til þessa en greinilegt er að forráða- menn liðsins hafa mikla trú á honum og telja að hann verði því mikilvægur á næstu árum. Tottenham hafnaði 2,4 milljarða króna boði í Gylfa Þór LAUGARDAGUR 12.45 QPR - Norwich Sport 2 HD 15.00 Newcastle - Chelsea Sport 2 HD 15.00 Arsenal - Stoke Sport 3 15.00 West Ham - Swansea Sport 4 15.00 Everton - Aston Villa Sport 5 15.00 Wigan - Southampton Sport 6 17.30 Fulham - Man. Utd Sport 2 HD 21.00 Granada - Real Madrid Sport HD SUNNUDAGUR 13.30 WBA - Tottenham Sport 2 HD 16.00 Man. City - Liverpool Sport 2 HD 18.00 Valencia - Barcelona Sport HD SPORT 2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR NFL Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fót boltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mán- uðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leik- maður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskóla- fótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari“ og þetta er okkar tæki- færi,“ sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslita keppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flott- um tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepern- ick fór að stýra sóknarleik liðs- ins, enda óútreiknanlegur og jafn hættu legur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslita- keppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tíma- bilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens- liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnu daginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævin- týri Ravens-liðsins fær full kominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir mið- nætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu. - óój Voru herbergisfélagar í átján ár John og Jim Harbaugh mætast með lið sín, Ravens og 49ers, í Super Bowl í New Orleans-borg á morgun. MIKIL ATHYGLI John og Jim Harbaugh hafa verið í ótal viðtölum síðustu vikur. MYND/AP FÓTBOLTI Manchester City tekur á móti Liverpool í stórleik helgarinnar í enska boltanum en þar geta Liverpool-menn hjálpað erkifjendum sínum í Manchester United. United heimsækir Fulham í kvöld og nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenheim heimsækja WBA í fyrri leik morgundagsins, en margir muna eftir frábærum leik Gylfa á The Hawthorns í fyrra þar sem hann skoraði fyrra markið og lagði síðan upp sigur- markið í 2-1 sigri Swansea City. - óój Fær Utd hjálp frá Liverpool? ENGINN KOMPANY Luis Suarez þarf ekki að hafa áhyggjur af fyrirliða City, sem er meiddur. NORDICPHOTOS/GETTY ÍÞRÓTTIR Virkja á alla knattspyrnu- hreyfinguna til að fá sem flestar hendur til að taka þátt í baráttunni gegn einelti hér á landi. Þetta segir Þórir Hákonarson, framkvæmda- stjóri KSÍ, en í gær var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu sam- bandsins og fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn ein- elti í íslensku samfélagi. Á næstu tveimur árum er áætlað að nýta landsliðsfólk á öllum aldri til að fara inn í alla skóla lands- ins til að vekja athygli á málstaðn- um. KSÍ mun einnig vekja athygli á baráttunni á landsleikjum, auk þess að fara fram á það við knatt- spyrnufélögin að gera slíkt hið sama á sínum leikjum í sumar. Samstarfið má rekja ti l Facebook-færslu stúlku á Egils- stöðum sem baðst vægðar undan einelti sem hún hafði mátt þola. Leikmenn A-landsliðs kvenna tóku kyndilinn á lofti og sendu frá sér tónlistarmyndband með yfirskrift- inni Fögnum fjölbreytileikanum. Landsliðskonurnar fengu svo viðurkenningu frá menntamála- ráðherra vegna þessa á árlegum baráttudegi gegn einelti hinn 8. nóvember síðastliðinn. Eigum flottar fyrirmyndir Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra skrifaði undir yfirlýs- inguna fyrir hönd ráðuneytanna fjögurra sem standa að verkefninu „Í þínum sporum“ sem nú fer í samstarf með KSÍ. „Við höfum nú unnið í þessari baráttu gegn einelti markvisst innan stjórnsýslunnar og það er frábært að fá stóra íþrótta- hreyfingu eins og KSÍ til að taka slaginn með okkur,“ sagði Katrín við Fréttablaðið í gær. „Við eigum margar flottar fyrirmyndir í knattspyrnunni, bæði fyrir stráka og stelpur, en það skiptir miklu máli hvaðan boðskapurinn kemur.“ Viljum virkja alla hreyfinguna Þórir segir að aðkoma KSÍ að verk- efninu muni standa yfir í tvö ár. Á þeim tíma muni landsliðsfólk á öllum aldri heimsækja alla grunn- skóla landsins. „Markmiðið með heimsókn- unum er að koma inn í skólana með fræðsluefni um einelti og hvaða áhrif það hefur. Þar að auki munum við nota viðburði á vegum KSÍ, til að mynda landsleiki, til að vekja athygli á málstaðnum,“ segir Þórir. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að virkja knattspyrnu- hreyfinguna í heild til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti.“ Þórir segir að knattspyrnusam- bandið geri sér grein fyrir að ein- elti eigi sér ekki aðeins stað innan veggja skólanna. „Það er einelti víða í þjóðfélag- inu og líka í fótboltanum, enda er það stór hreyfing með tug þúsundir iðkenda. Markmið okkar er að koma fræðslunni einnig inn í knatt- spyrnufélögin og til þjálfaranna – því það er ekki sama hvernig tekið er á svona málum. Þá njótum við þeirra þekkingar sem er til staðar hjá ráðuneytunum og getum notað það til að uppræta einelti innan knattspyrnunnar. Það er okkar vilji að fá alla okkar iðkendur til að taka höndum saman og standa saman í baráttunni.“ eirikur@frettabladid.is Skorin upp herör gegn einelti Myndband sem leikmenn A-landsliðs kvenna í knattspyrnu sendu frá sér í haust varð kveikjan að samstarfi KSÍ við yfi rvöld um þátttöku knattspyrnuhreyfi ngarinnar í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi. SKAUTAR Norðurlandamótið í list- hlaupi á skautum hófst í Egils- höll á fimmtudag og lýkur nú um helgina. Margir sterkir keppend- ur eru skráðir til leiks, Ólympíu- farar og fjölmargir sem tekið hafa þátt í heims- og Evrópu- meistaramótum. Ísland á níu keppendur á mótinu – allt konur. Aðgangur er ókeypis en upp- lýsingar um dagskrá má finna á skautasamband.is. - esá Sterkt mót í Egilshöll Í FREMSTA FLOKKI Um helgina fer sterkt mót í listhlaupi á skautum fram í Egilshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GULA ARMBANDIÐ Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir undirritunina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrsti leikur N1-deildar karla í handbolta eftir HM- hléið fer fram í Austurbergi klukkan 16.00 í dag þegar ÍR tekur á móti Val. Umferðin klárast síðan með þremur leikjum á mánudagskvöldið. Valsmenn sitja í botnsæti deildarinnar eftir að hafa náð aðeins í eitt stig í síðustu fimm leikjum ársins 2012 en ÍR-ingar gáfu líka aðeins eftir í síðustu leikjum fyrir jól. Valsmenn hafa safnað liði í fríinu. Liðið fékk línu- manninn Orra Frey Gíslason heim frá Viborg í Dan- mörku og skyttuna Nikola Dokic frá Crvena Zvezda. Þá hefur Hjalti Þór Pálmason einnig skipt úr FH yfir í Val. Nú er að sjá hvort nýju mennirnir á Hlíðarenda nái að rífa Valsliðið upp úr fallsætinu. Hverju breyta nýju mennirnir hjá Val?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.