Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 20
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Guðni Th. sagnfræðingur stendur við ræðupúlt í samkomusal félagsmiðstöðvarinnar á Afla-granda og les upp úr bókinni Ver-öld sem var, sjálfsævisögu Stefan Zweig sem ólst upp í öryggi og hámenningu Vínarborgar en upplifði síðan ógnir tveggja heimsstyrjalda. Þar er komið sögunni að höfundur er staddur í London síðustu daga septembermánaðar 1938 þegar mikill fögnuður brýst út því talið er að Hitler, Mussolini, Chamberlain og Daladier hafi orðið ásáttir um frið. Aðeins er þó um svika- logn að ræða sem varir einungis í tvo daga. Konan hvatti hann Rúmlega þrjátíu manns af eldri kynslóðinni sitja og hlusta af athygli á Guðna. Hann til- kynnir í lokin að hann klári bókina hugsan- lega í næstu viku. En hver var ástæða þess að hann hóf að lesa upp á Aflagranda? „Konan mín er frá Kanada,“ byrjar Guðni, „og þar er miklu meiri hefð en hérna heima fyrir því að fólk sinni einhverju sjálfboða- starfi. Auðvitað eru margir í því hér líka en það var hún sem hvatti mig. Fyrst fór ég að afgreiða í Rauðakross-sjoppunni í Land- spítalanum, svo vantaði ekki fólk þar og þá datt mér þetta í hug. Mér finnst gaman að lesa góðar bækur og bý hér í nágrenninu svo það lá beint við að lesa upp einn klukkutíma á viku. En það er fullt af fólki í sjálfboða- starfi. Hjálparsveitirnar á Íslandi eru ein- stakar í sinni röð og bara í þessu húsi eru ein- staklingar og hópar að vinna frábært starf af eintómri fórnfýsi“. Fólkið þekkir söguna Guðni byrjaði að lesa upp á Aflagranda í mars 2012 og valdi Veröld sem var úr bóka- hillunum. „Þetta er um 400 blaðsíðna bók en ég hef dregið saman efnið á stöku stað. Lokakaflarnir eru samt svo dramatískir og örlagaþrungnir að þar er ekkert hægt að stytta. Ég vissi að bókin væri góður aldar- spegill þó hún sé enginn skemmtilestur. Fólkið þekkir söguna, bæði af bókinni og eigin upplifunum. Það kemur oft til mín á eftir og segir „Ég man svo vel þessu,“ þannig að fyrir mig sem sagnfræðing er þetta gefandi. Guðni hét áheyrendum sínum þennan dag meiri lestri þegar Veröld sem var lyki og lofaði að hann yrði af léttara tagi. Ætlar hann að kannski að taka Góða dátann Svejk næst? „Það hefur komið til tals,“ viðurkenn- ir hann. „Ef við ætlum að halda okkur í Mið- Evrópu og við styrjaldir þá er Góði dátinn Svejk flott framhald og þar er húmorinn leiftrandi. Ég veit ekki enn hvort ég læt fara fram skoðanakönnun eða gerist einvaldur! Væri Legoland alvöru land væru Lego- lendingar fjölmennasta og jafnframt yngsta þjóð í heimi. Meira en 4 millj- arðar Lego-karla hafa verið framleiddir síðan þeir voru fyrst settir á markað árið 1974. Legolendingar eiga meira að segja sitt eigið letur þó engin framburður sé þekktur. Fyrsta starfsgrein Legolend- inga var löggæsla en slíkir Lego-karlar hafa verið framleiddir síðan árið 1975. Síðan hafa þeir brugðið sér í hátt í 4.000 mismunandi gervi. Lego-karlinn hefur jafnvel farið út í geim, því fyrir ári síðan sendu kanad- ískir skólapiltar Lego-karl út í geim hangandi í helíumbelg. Þegar belgurinn sprakk féll Lego-karlinn öruggur til jarðar í sérhannaðri fallhlíf. Lego-karlar hafa þó ekki alltaf verið jafn fullkomnir og þeir eru nú. Þegar þeir voru fyrst kynntir til leiks árið 1974 höfðu þeir ekki andlit og enga hreyfanlega útlimi. Árið 1978 bætti Lego úr þessu þegar gefin voru út þrjú þemasett sem margoft hafa verið gefin út síðar; þorpið, geimurinn og kastalinn. Legoþjóðin samanstendur af furðu- legustu verum. Draugar, beina grindur, kúrekar, keisarar og sjóræningjar eru meðal þeirra gerða sem fylgt hafa hinum ýmsu þemaboxum. - bþh Yrðu fj ölmennasta þjóð í heimi Meira en 4 milljarðar Legolendinga hafa verið framleiddir síðan 1974 og hafa hátt í 4.000 titla. FJÖLMENNUSTU ÞJÓÐIRNAR OG LEGOÞJÓÐIN í milljörðum 1,14 1,33 +4 18 sinnum fl eiri Lego- karlar hafa verið fram- leiddir en Legokonur Öll Legolenska þjóðin var í fantagóðu skapi og allir brostu þar til árið 1989. Þá hóf Lego að framleiða andlit með vörum, augn- hárum og fyrsti Lego-kall- inn með sérstaka útlimi eins og staurfót og krók í stað handavarð til. Þessi sjóræningi var jafnframt fyrsti Legolendingurinn til að vera í vondu skapi. Fyrsta nefi ð birtist á and- liti Legokalls árið 1997 þegar indíjánar urðu hluti af Legoþjóðinni. 18 : 1 HRESS Í 11 ÁR Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sjálfboðaliðastarfið er gefandi SMÁ HLÉ Á LESTRI Guðni á tali við Hilmar F. Thorar- ensen, Elínu Torfa- dóttir og Kristjönu Helgadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Laura Claessen, einn gestanna í félagsmiðstöð- inni á Afla- granda, upplifði stemn inguna sem Guðni Th. var að lesa um. „Ég var í bíói í Edinborg með fjölskyldu minni þetta september- kvöld 1938 og varð vitni að þeirri gleði sem greip um sig þegar fréttin um friðarsamninga var lesin þar upp. Breski þjóðsöngur- inn var leikinn og allir í bíóinu stóðu upp á meðan en ég skildi ekkert í því af hverju var verið að spila Eldgamla Ísafold, vissi ekki að það væri þjóðsöngur Breta enda var ég bara þrettán ára. Þetta var svakalega áhrifamikil stund og ég gleymi henni ekki.“ ➜ Upplifði söguefniðGuðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur og lektor í HÍ, les upp- hátt vikulega í félagsmiðstöðinni á Aflagranda í sjálfboðavinnu. HELGIN 2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR Þórhildur Ólafsdóttir dómari í Gettu betur Ég ætla á skíði. Það jafnast fátt á við að verja degi í Hlíðarfjalli þegar færið er jafn æðislegt og núna. Ég skil manninn eftir, hann verður að vinna. Ragnar Axelsson ljósmyndari Brjálað að gera, er að passa tvö barnabörn, leggja lokahönd á bókina mína um Landmannalaugar og aðra sem kemur út í Frakklandi og enda svo á Bootleg Beatles á sunnudagskvöld. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Ég ætla að vera á Lands- fundi Samfylkingarinnar í Vodafone-höllinni og bíða eftir því að sjá hver verði næsti formaður. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Ég er á leiðinni á morgun til Malaví að kynna mér verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar og sjá þau með eigin augum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.