Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Page 2

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Page 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Bæjarfógeti: „Margt er til í þessari gagnrýni" í Morgunblaðinu birtist fyrir nokkru liarðorð gagnrýni á það hvernig lögreglusamþykkt Hafnar- fjarðar væri þverbrotin jafnvel með vitund löggæslunnar. Voru í grein- inni nefnd dæmi þar um og lög- reglan hvött til þess að fylgjast betur með því hvernig einstakir hópar og einstaklingar hundsuðu lög og reglugerðir. Því er ekki að neita að sá „Hafn- firðingur“ sem þessa grein skrifaði er fulltrúi margra þeirra em komið hat'a að máli við Fjarðarpóstinn og lýst áhyggjum sínum yfir því hve erfitt virðist vera fyrir lögregluna að liafa áhrif á það ófremdarástand sem því miður virðist ríkja á ýmsum stöðum í bænum þar sem unglingar safnast saman og valda íbúum nærliggjandi svæðis ómældu ónæði. Við gegnum því á fund Einars Ingimundarsonar, bæjarfóegeta og bárum undir liann þá gagnrýni sem fyrr er minnst á. „Því miður er margt til í þessari gagnrýni sem birtist í Morgunblað- inu og sjálfsagt er ekkert þar úr lausu lofti gripið. Við búum við mikla mannfæð í lögreglunni, erum t.d. hlutfallslega mun færri en í Reykjavík. Ég tel mjög æskilegt að lögreglumenn gætu verið meira á ferli, t.d. í miðbænum og fleiri stöðum þar sem unglingar safnast saman. Því verður varla við komið, því við verðum alltaf að hafa ákveð- inn fjölda þeirra sem á vakt eru til- búinn til þess að sinna útkalli. Við sóttum ekki alls fyrir löngu um verulega fjölgun starfa en fengum ekkert svar. Einar Ingimundarson, bæjarfógeti. Hvað varðar útivist barna þá vil ég taka fram að án góðs vilja og samstarfs við foreldra er erfitt fyrir lögregluna að sjá um að þau mál séu í lagi. En ég mun beita mér fyrir því að lögreglan fylgist betur með útivist barna og þá í samráði við barnaverndarnefnd. Ég vil nota þetta tækifæri og skora á foreldra að virða útivistartímann sem birtur er í lögreglusamþykktinni. Við höfum fundi með varðstjór- um öðru hverju og að sjálfsögðu verða þessi mál þar til umfjöll- unnar“ Einar var að lokuin spurður um framkvæmd hundabanns í Hafnar- firði. „Við höfum ákveðið nú um sinn að sjá i gegnum fingur með þá hunda sem væru í bandi og gerðu ekkert af sér. Aðrir yrðu fjarlægðir. í nánast hverju bæjarfélagi er meirihiuti íbúa á móti hundahaldi en það er nánast ógjörningur að framfylgja lögunum í þessum efnum. Yfirvöld treysta sér einfald- lega ekki í slíkt stríð við hunda- eigendur“. JL ÚTBOÐ — DAGHEIMILI Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu dagheimilisdeildar við leikskólann, Smárabarði 1. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, gegn 2.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 27. nóvember kl. 11.00 Bæjarverkfræðingur 1 UTBOÐ VIÐBYGGING Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í viðbyggingu Hafnarborgar, Strandgötu 34. Húsinu á að skila fokheldu og frágengnu að utan 20. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Strandgötu 6, gegn 3.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verðaopnuð ásamastað þriðju- daginn 20. nóvember kl. 11.00 Bæjarverkfræðingur IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Innritun á vorönn lýkur 7. desember. Innritaöir veröa nýir nemendur í eftirtaldar deildir: Verkdeild málmiðna. Verkdeild tréiðna. Verkdeild rafiðna. 1. stig fyrir samningsbundna iðnnema. 3. stig fyrirsamningsbundna iðnnema. Fornám. Innritun fer fram daglega frá kl. 8.30 til 13.30. Kennsla á vorönn hefst 7. janúar 1985. Skólastjóri u fl¥OC3SMGf umboö VERND AG8YN REYKJAVÍKURVEGI 72 220 HAFNARFIRÐI SÍMI'54088 GEGN VA V .♦* Matvara Fatnaður Lfikfong z ALLMFILEIÐINNI mnmui Búsdhöld VERSWNARMÐSIÖÐ HAFNARFIRÐI

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.