Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPÓSTURINN Augnsýn færist um set Athyglisverð sýning í Demantahúsinu Gleraugnaverslunin Augnsýn liefur aukið við húsnæði sitt að Reykjavíkur- vegi 62 og batnar við það öll aðstaða verslunarinnar. Eigandinn, Haraldur Stefánsson, kvaðst binda miklar vonir við það að öll þjónusta yrði nú enn betri en áður, enda nýja húsnæðið rýmra og rneira í alfaraleið. Fjarðar- pósturinn óskar Haraldi til hamingju. A myndinni sjáum við Harald og Jóhönnu Sigurjónsdóttur, afgreiðslustúlku í hinum nýju húsakynnum Augnsýnar. AÐVEWTAM DJALGAST Við erum tilbúin með allt efni í aðventukransa og skreytingar. KERTAMARKAÐUR — ALDREI MEIRA ÚRVAL BLOMABUÐIN Um síðustu helgi opnaði Dem- antahúsið, Reykjavíkurvegi 62, sýn- ingu á eðalsteinum. Sýndir eru óunnir eðalsteinar eins og þeir koma fyrir í náttúrunni, slípaðir eðalsteinar og handsmíðaðir guli- og silfurskartgripir með sýnis- hornum af þessum 15 til 20 tegund- um af steinum sem Demantahúsið kynnir að þessu sinni. Ýmsar tegundir af Agat steinum, Tumalín steinar, Onix, Tígrisauga og Hematít steinar eru kynntir svo að eitthvað sé nefnt, að ógleymdum perlum og demöntum sem Dem- antahúsið leggur mikla áhreslu á. Það fer ekki á milli mála að sýn- ingin vekur mikla athygli og áhuga bæði leikmanna og lærðra í listinni. Því til staðfestingar er aðsóknin fyrstu helgina, en þá skoðuðu hátt á 5. hundrað manns sýninguna. Frá 11. nóvember til 25. nóvem- ber mun Demantahúsið bjóða fólki upp á kynningu þessa þar sem fólki gefst kostur á að fræðast lítið eitt um þessa steina, virða þá fyrir sér með aðstoð bæklings sem fyrirtæk- ið hefur gefið út. Hafnfirðingar — Garðbæingar nágrannar! HVERTÁ AÐ FARA NÆSTA SUMAR? Vió minnum á sæluhúsin vinsælu í Hollandi og Danmörku, draumastaöi fyrir fjölskylduna. Ekki er ráö nema í tíma sé tekiö. HAGSÝNHF Samvinnuferðir-Landsýn Reykjavikurvegi 72 Hafnarfirdi Simi: 5-11-55 íslenskt handbragð á góðmálm- um með völdum náttúrusteinum er yfirbragð þessarar sýningar. Daglega er sýningin opin frá kl. 13.00 til i8.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00 að 25. nóvember meðtöldum. Þess má geta að eig- endur Demantahússins kappkosta að vera til staðar og bjóða gestum útskýringar og leiðbeiningar varð- andi sýningargripina. Fjaröarpósturinn óskar þeim Láru Magnúsdóttur og Stefáni B. Stefánssyni, gullsmiöunum i Demantahúsinu til hamingju ineð þessa glæsilegu sýningu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.