Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Síða 12
12
FJARÐARPÓSTURINN
-ÍÞRÓTTIR—lÞRÓTTIR—lÞRÓTTIR-
„Röðurinn verður þungur gegn HonvecT
Spjallað við þjálfara og fyrirliða FH-liðsins í handbolta
Það cr heilmikið uin að vera hjá
handknattleiksmönnum FH þessa
dagana: I. deildarkeppnin komin af
stad og þátttaka í Evrópukeppni
meistaralióa í fullum gangi. Til
marks um álagió má nefna aó nú á
laugardaginn (17. nóv.) leikur FH
gegn ungverska lióinu Honved í
Ungverjalandi, en síðari leikurinn
veróur leikinn hér á landi sunnu-
daginn 25. nóvember. A milli
Evrópuleikjanna leikur FH svo vió
KR í Höllinni mióvikudaginn 21.
nóvember.
Tíðindamenn Fjarðarpóstsins
litu inn á æfingu hjá FH-lióinu
fyrir skömmu og fengu þá Guð-
mund Magnússon, þjálfara og
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliða,
til aó spjalla í nokkrar mínútur.
Við spyrjum fyrst um mót-
herjana í Evrópukeppninni, ung-
versku meistarana HONVED.
„Viö vitum í rauninni ekki mikið
um hvernig þetta lið er í dag, en það
hefur verið yfirburðalið í Ungverja-
Guómundur Magnússon, þjálfari
landi um langt skeið, tekið þátt í
Evrópukeppni í 10-15 ár samfellt og
náð mjög góðum árangri, og átt 6-7
landsliðsmenn, sem myndað hafa
kjarnann í ungverska landsliðinu.
Það er því sýnt að róðurinn
verður þungur hjá okkur að þessu
sinni. En við erum ákveðnir í að
gefast ekki upp fyrirfram, heldur
berjast til síðasta blóðdropa og
stefna hiklaust að sigri“
Hverju viljið þið spá um frammi-
stööu FH-liósins í íslandsmótinu í
vetur?
„Við erum ákveðnir í að verja
íslandsmeistaratitilinn, en við
gerum okkur grein fyrir því að það
verður mun erfiðara að sigra nú en
í fyrra. Við höfum misst sterka leik-
menn, þar á meðal landsliðsmann-
inn sterka, Atla Hilmarsson. Pálma
Jónsson missum við í sænsku
knattspyrnuna eftir áramót og
Sveinn Bragason á enn eftir að vera
frá vegna meiðsla fram undir jól.
Hins vegar hafa ungu mennirnir
sýnt framfarir og við höfum nú
endurheimt Guðjón Guðmunds-
son, sem er óðum að komast í sitt
gamla form, eftir tveggja ára fjar-
veru úr topp-baráttunni. Þá má
heldur ekki gleyma því að helstu
andstæðingar okkar frá því í fyrra
hafa greinilega styrkt stöðu sína.
Þar má nefna Val og Stjörnuna,
sem auk Víkings undir stjórn
Bogdans landsliðsþjálfara, eiga
sennilega eftir að verða okkar
helstu keppinautar um íslands-
meistaratitilinn"
Nú hefur veriö mikiö álag á
landsliðsmönnum nær stanslaust i
rúmt ár. F.ru þeir ekki orðnir þreytt-
ir? Hvaö segir þú um það, Óttar?
„Það þýðir ekkert að vera að
Hafnfirðingar ■ Nágrannar
Við erum meó vélastillinaar, hleðslu- og
startaraviðgerðir, auk allra almennra viðgerða.
Reynið viðskiptin, ódýr, fljót og góð þjónusta.
Vönduð vinna vanir menn.
BÍLASTILLINC SOS HF. ^
REYKJAVÍKURVEGI64 - HAFNARFIRÐI
SIMI 54318 NAFNNÚMER1109-0854
Óttar Mathiesen fyrrliði FH tekur við verðlaunum fyrir sigur í Reykja-
nesmóti.
hugsa um þreytu, þó undir niðri
gæti hennar vissulega. Ég gæti
trúað því að þegar líða tekur á
veturinn komi betur í ljós hvort
maður stenst þetta álag, hvort það
dregur úr getunni eða hvort maður
vex með því. Ég vona samt fastlega
að það bitni ekki á gengi FH-Iiðsins
í vetur“
Nú búist þið viö jafnri keppni um
íslandsmeistaratitilinn. Er eitthvað
sérstakt sem kemur þar til með að
ráða úrslitum?
„Fyrir utan góða anda í liðinu, þá
eigum við FH-ingar sterkan bak-
hjarl sem aldrei bregst, en það er
stór og dyggur hópur stuðnings-
manna. Þeirra hvatning á örugglega
eftir að ráða miklu og þegar leikir
eru í járnum, geta þeir hreinlega
i ráðið úrslitum, ekki síst a heima-
velli. Við eigum þessum stuðnings-
mönnum okkar margt að þakka og
treystum því að þeir láti ekki deigan
síga nú frekar en endranær“
Hér sleppum við hendinni af
þeim Guðmundi og Ótturi, óskum
þeirn góös gengis og þökkum fyrir
spjnllið.
Bíla- og bátasalan
Lækjargötu viö Reykjanesbraut
5oöo^_
DQB
SIMI 53233
GARÐYRKJUMAÐUR - HAFNARFJÖRÐUR:
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða garðyrkju-
mann til starfa.
í starfinu felst verkstjórn vinnuflokks og
umsjón með ýmsum verkefnum vinnuskóla o.fl.
að sumri til, en hönnun og annar undirbúningur
verka á vetrum.
Laun samkvæmt kjarasamningi við Starfs-
mannafélag Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðingur,
Strandgötu 6, á skrifstofutima.
Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðaren
26. nóvember n.k. Bæjarverkfræðingur