Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 16
SUNDLAUG
í SUÐURBÆ
í SJÓNMÁLI
Fyrsta skóflustungan að sund-
laugarhyggingu í Suðurbæ var tekin
7. nóvember sl. Þar með eru hafnar
framkvæmdir að mannvirki sem
margir liafa beðið eftir og á örugg-
lega eftir að verða bæjarbúum sami
heilsubrunnur og gamla sundlaugin
í Vesturbænum.
Öll jarðvinna að sundlauginni
var boðin út í einu lagi og var
kostnaðaráætlun um kr. 3.7
milljónir. Verktakinn er Jón V.
Jónsson hf. og tilboð hans hljóðaði
upp á kr. 1.9 milljónir. Jarðvinnu á
að vera lokið i mars n.k.
Þessar upplýsingar komu fram í
stuttu spjalli við formann sund-
laugarnefndar, Þór Gunnarsson og
hann heldur áfram: „Framhald
ræðst síðan af fjárveitingu, en þær
framkvæmdir sem nú standa yfir
eru unnar fyrir framkvæmdafé
þessa árs. Það þótti skynsamlegra
að bjóða í einu lagi út jarðvinnu
fyrir báðar laugarnar, bæði inni- og
útilaugina og þar með öll bílastæði
við bygginguna. Við í nefndinni
höfum stefnt að því að innan 4ra
ára verði útilaugin tekin í notkun.
Framkvæmdir eru enn í samræmi
við áætlun og ég vona að svo verði
áfram. Þá bind ég miklar vonir við
það samkomulag sem nefndin
hefur gert við bæjaryfirvöld, að
ráðinn verði landslagsarkitekt hið
fyrsta, sem vinni að hönnum um-
hverfis jafnhliða byggingafram-
kvæmdum. Með því vinnst tími og
hægt að nýta jarðefni sem koma
upp úr grunni með ýmsum hætti.
Áhersla verður lögð á að koma upp
trjágróðri sem fyrst og gera um-
hverfið eins aðlaðandi og kostur er.
Arkitekt byggingarinnar er Sig-
urþór Aðalsteinsson.
Framhald ræðst síðan af fjárveit-
ingu og er ég, sem fyrr segir von-
góður um að þær áætlanir, sem
byggingarnefndin hefur sett fram,
geti staðist. Menntamálaráðuneytið
hefur samþykkt þáttöku í hluta
byggingarinnar sem skólamann-
virkis, en fjármagn hefur ekkert
borist þaðan enn sem komið erþ
sagði Þór Gunnarsson að lokum.
Jarðvinna er hafin við sundlaug í Suðurbæ. Verktaki er J.V.J. hf.
BÆJARMALA-
JLpunktar
* „Bæjarstjórn hefur samþykkt
að gefa eftirtöldum sameigin-
lega kost á Ióðunum nr. 1-12 við
Fornubúðir, skv. skilmálum
samþykktum i hafnarstjórn 20.
ágúst 1984 og staðfestum í
bæjarráði 23. ágúst 1984:
Annes Þorláksson, pláss nr. 1
Ólafur Jónsson, pláss nr. 2
Grímur Ársælsson, pláss nr. 3
Marel Edvaldsson, pláss nr. 4
Bjarni Bjarnason og
Jón P. Ólafsson, pláss nr. 5
Hannes A Guðmundsson og
Guðmundur Guðjónsson, pláss nr. 6
Björn Br. Björnsson og
Guðjón Kristjánsson pláss nr. 7
Gunnar Guðmundsson og
Vigfús Ármannsson, pláss nr. 8
Hafnarsjóður, pláss nr. 9
Slysavarnard. Fiskaklettur, pláss nr. 10
Valtýr Eyjólfsson, pláss nr. 11
Jóhann Jóhannsson, pláss nr. 12
Tillagan er samhljóða um-
sögn Smábátafélagsins Bár-
unnar.
* Bæjarverkfræðingur hefur
skýrt frá könnun á byggingu á
stíflu við Urriðakotsvatn til þess
að draga úr flóðahættu í Set-
bergi.
Bæjarráð hefur samþykkt að
Halldór Einarsson, trésmíð-
meistari, vinni verkið. Kostnað-
aráætlun er kr. 172.800r
* Bæjarráð samþykkti að láta
fjarlægja húsið viö Strandgötu
43 og bæjarverkfræðingi falið
að láta áhaldahús bæjarins
vinna verkið.
* Bæjarráð hefur heimilað
byggingarnefnd sundlaugar í
Suðurbæ að ráða landslags-
arkitekt (il þess að skipuleggja
lóð sundlaugarinnar.
* Um mánaðamótin sept./okt.
voru á atvinnuleysisskrá 30
manns, þ.e. 7 konur og 23 karl-
menn, er skiptist þannig:
Verkakonur........ 4
Verkamenn ........ 11
Sjómenn ........... 6
Verslunarkonur .... 3
Verslunarmenn .... 2
Kennari ........... 1
Matsveinn ........- 1
Verkstjórar ....... 1
Rafeindavirki ..... 1
Alls ..30 manns
Skráðir atvinnuleysisdagar i
september 1984, 612. Hjá
konum 146 dagar og körlum 466
dagar.
Skráðir atvinnuleysisdagar í
septembereru rúmlega helmingi
færri en í ágúst.
Atvinnuhorfur eru ekki
góðar í október. Vitað er um 230
manns sem búið er að segja upp
störfum hjá B.Ú.H. og íshúsi
Hafnarfjarðar.
* Æskulýðs- og tómstunda-, og
félagsmálaráð hafa samþykkt
að mæla með ráðningu Krist-
jáns Sigurðssonar og Erlu Krið-
leifsdóttur í störf unglingaráð-
gjafa.
Bæjarstjórn Itefur samþykkt
tilmæli ráðanna.
VÖRUAFGREIÐSLA HAFNARFJARÐARHÖFN
Símar: 51710 ■ 52166 ■ 52876
Flutningur er okkar fag.
EIMSKIP
SÍMI 27100 • AÐALSKRIFSTOFA