Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 11

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Qupperneq 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Einar í Ertu spurdur álits um Kleifarvatnsskrímsli „Ég lield aó inargir liafi séð skrvmsli í Kleifarvatni. Nokkra hef ég reyndar heyrt segja frá því, og sjálfur sá ég eitt sinn einhverja þúst úti í vatninu. Ég lield reyndar að flestir sem verða varir við svona lagað þegi yfir því, af hræðslu við að verða að athlægi." „Þótt ég hafi sannanlega ekki séð skrýmslið, heyrði ég svo margar sögur frá því í æsku, að fyrir mér hefur það ætíð verið viss veruleiki." „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að notfæra okkur skrýmslin í Kleifarvatni til að laða ferðamenn á þessar slóðir. Skrýmsli sem kemur upp úr vatni og sólar sig fyrir aug- um nærstaddra er a.m.k. trúverð- ugra en Lock Ness skrýmslið sem aldrei kemur upp úr vatni. það er þó talið fullgilt til að bjóða ferða- mönnum í stórum hópum upp á.“ „Ég get aldrei rengt það sem aðrir segjast hafa séð, þótt ég hafi ekki öðlast þá reynslu sjálfur. Ef til vill sér fólk stundum eitthvað sem leyn- ist í hugskoti þess sjálfs. En það er raunveruleiki fyrir þeim. Allir hlut- ir eru eins og manni finnst þeir vera.“ „Um raunveruleika skrýmslisins verður alltaf að leika einhver dul. Það hættir að vera skrýmsli ef eitt- livað sannara kemur í Ijós. Ef fræð- ingar komast í spilið með sínar skýringar og mælingar, er hætta á að skrýmslum verði útrýmt.“ „Það er eftirtektarvert hve öll mannanna verk ganga á afturfót- unum við Kleifarvatn og magnar þannig dulúð staðarins. Allt fer úrskeiðis og öðruvísi en upphaflega er ætlast til. Nægir þar að minna á skólann, fjósið, ylræktina, hitaveit- una og ótal niargt annað að ógleymdum dularfullum óhöppum sem þarna hafa átt sér stað. Allt er þetta verðugt rannsóknarefni og saga Krýsuvíkur og Kleifarvatns, efni í heilt rit, sem vafalaust yrði sveipað dularfullum blæ.“ SÖLUTURNINN HRINGBRAUT 14 SÍMI 53546 t'/ »vs ''mrma' SIMI53546 Mm Gos, sælgæti Brauð og kökur Allar mjólkurvörur OPIÐ: Nýlenduvörur Virka daga Um helgar: frá kl. 9.00 -23.30 frá kl. 10.00 - 23.30 HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI VILTU GLEÐJA VIIM VINNUFÉLAGA EÐA ÆTTINGJA? ÞÁ EIGUM VIÐ GJAFIR VIÐ FLEST TÆKIFÆRI RAFBÚÐIN Álfaskeiði 31 - Sími 53020 NOACK RAFGEYMAR FAST Í VÉLAVERKSTÆÐI xH/ HJALTA EINARSSONARW' Melabraul 23 Hafnarfirði Sími: 51244. Söluumboöiö í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.