Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 13
FJARÐARPÓSTURINN 13 GÓÐ BYRJUN HAUKANNA í vor spáði Fjarðarpósturinn því að Haukarnir yrðu í toppbarátt- unni í úrvalsdeildinni í vetur. Sú spá er svo sannarlega að rætast. Haukar hafa þegar lagt að velli Val og íþróttafélag stúdenta en tapaði naumlega fyrir Njarðvík eftir fram- lengdan leik. Eitt stig skildi að liðin. Njarðvíkingar eru íslands- meistarar og eru nánast ósigrandi á heimavelli, enda heimavöllur þeirra nefndur „ljónagryfjan". Til viðbótar þeim leikmönnunt sem léku í fyrra í Haukaliðinu þá hefur ívar Webster bæst í hópinn, en hann fékk íslenskan ríkisborg- ararétt í sumar. Einar Bollason þjálfari liðsins sagði að sinn höfuðverkur væri hverja hann ætti að velja í liðið hverju sinni. Breiddin væri orðin mikil og erfitt að gera upp á milli margra einstaklinga. Ekki er að efa að áhorfendur hafa lykilhlutverki að gegna þegar litlu munar á liðum eins og glöggt kom fram í leik Hauka og Njarð- víkur. Haukarnir virtust hafa ieik- inn í hendi sér undir lok hans og þar hafa áhorfendur örugglega ráðið úrslitum. Það veltur því á miklu að á heimaleikjum Haukanna taki áhorfendur þátt í leiknum og hvetji óspart „sína menn“. Það verður örugglega barist hart fyrir hverju stigi og það er enginn fjarlægur draumur að sjá fyrir sér Islands- meistarabikarinn í herbúðum Haukanna næsta vor. Nœstu leikir Hauka: Hafnfirðingar sem áhuga hafa á körfuknattleik eiga von á mörgum spennandi leikjum á næstunni, því Haukar koma til með að leika næstu 4 leiki í Úrvalsdeildinni hér í Hafnarfirði: Sunnud. 18. nóv. kl. 20: Haukar — KR Fimmtud. 22. nóv. kl. 20: Haukar — Njarðvík Laugard. 24. nóv. kl. 14: Haukar — ÍS Laugard. 1. des. kl. 14: Haukar ÍS — Væntanlega fjölmenna áliorf- endur á palla íþróttahússins og hvetja Haukana í þessum leikjum. Metaðsókn var á fyrsta heimaleik Haukanna i haust, en væntanlega verður það met slegið fljótlega. 4 leikmenn Hauka valdir í landsliðið. Nýlega var valinn 15 manna hópur til landsliðsæfinga í körfu- knattleik. Meðal þeirra eru fjórir leikmenn Hauka: ívar Webster, Pálmar Sigurðsson,, Ólafur Rafns- son og Hálfdán Markússon. Sá síðastnefndi mun að vísu ekki geta gefið -kost á sér vegna námsanna. Fleiri Haukar eru undir smásjá landsliðsnefndar, sem hyggst fjölga í hópnum í lok þessa mánaðar. SJÚKRAPJÁLFARINN SF. Brekkugötu 2 - sími 54449 Er þreytan að þjaka þig? Er slenið að sliga þig? Er vigtin að ergja þig? Er gigtin að kvelja þig? Ef svo er ættirðu að fara að hugsa þér til hreyfings. Skynsamleg þjálfun kemur í veg fyrir ótímabæra hrörnun vöðva og liða. Úthaldið eykst og þú kemst betur gegnum daginn. í heilsurækt Sjúkraþjálfarans tekurðu þrek- próf og færð æfingaprógramm sem hæfir þínu ástandi. Aðeins löggiltir sjúkraþjáifarar leiðbeina. Jólin nálgast Fötin á börnin fást í EMBLU Köflóttar buxur og blússur. Alltaf eitthvað nýtt á ferðinni. Versíunin Embía Sttxfjufíjcrtu 29 — Ha|fUD-|tnM sími 51055 * > Hárgreiðslustofan eaniuiu Miðvangi 41 - Sími 54250 ATH.: Höfum opnað aftur á laugardögum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.