Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN
3
Orð í tíma töluð
Fimmtudaginn 20. feb. s.l. efndi
aðalstjórn knattspyrnufélagsins
Hauka til fundar í félagsheimili
félagsins við Flatahraun. Tilefni
fundarins var hin tíðu rúðubrot og
innbrot í félagsheimilið. Nú síðast,
eða helgina 14. - 16. feb. voru
brotnar 20 rúður í nýbyggingu
Haukahússins. Ýmsir voru kvaddir
til fundarins s.s. æskulýðs- og tóm-
stundafulltrúi, umboðsmaður
Almennra trygginga, fulltrúar lög-
reglu, félagsmálaráðs og Hafnar-
fjarðarbæjar.
girða þyrfti allar byggingar í
bænum og setja þar upp vaktmenn.
Betri kostur væri fyrirbyggjandi
starf þar sem virkja mætti alla
bæjarbúa til samstarfs um að bera
virðingu fyrir eigum annarra. Byrja
þyrfti í skólunum að innprenta
börnum réttar umgengnisvenjur.
Þar yrðu heimilin einnig að koma
inn í myndina og fannst fundar-
mönnum undarlegt að ekki væri
hægt með sameiginlegu átaki að
virkja bæjarbúa til bættrar um-
gengni.
Þorleifur Guðmundsson og ísleifur Bergsteinsson kanna verksum-
merki í Haukahúsinu.
ísleifur Bergsteinsson, formaður
aðalstjórnar Hauka lagði fram til-
lögur til umbóta. Helstu atriði
þessara tillagna voru að loka þyrfti
fyrir gangandi umferð milli Hauka-
húss og leikskóla, aukin yrði lýsing
og gengið frá jarðvegi með uppfyll-
ingu og/eða malbikun. Flýtt yrði
uppsetningu girðingar umhverfis
svæðið, löggæsla efld og jafnframt
eftirlit á svæðinu. Að lokum að
tekin yrði upp fræðsla í grunnskól-
um og framhaldsskólum bæjarins
um almennar umgengnisvenjur og
þrifnað.
Allmiklar umræður urðu um
þessar tillögur og voru allir á sama
máli um að eitthvað yrði að gera til
að hægt væri að koma í veg fyrir
slík skemmdarverk.
Ýmsum fannst álitamál hvort
loka ætti gönguleiðinni og hvort
framtíðin yrði kannski sú að víg-
Fram kom að innbrots og rúðu-
tjón í Haukahúsi námu u.þ.b. 200
þús. kr. árið 1985 og það sem af er
1986 stefnir í 150 þús. kr. tjón.
Fræðslustjóri upplýsti fundar-
menn um að glertjón í skólum
bæjarins árið 1985 hefði numið 350
þús. krónum. Jafnframt sagði hann
frá athyglisverðri tilraun sem gerð
hafði verið í skólum í ákveðnu
héraði í Skotlandi. Þar hafði keyrt
um þverbak hvað skemmdarverk
snerti, ekki ólíkt því sem hér er að
gerast. í byrjun hvers skólaárs var
lagt sérstakt gjald á hvern einstakan
nemanda sem lagt var í sjóð. Sjóð
þennan átti síðan að nota til að
greiða það tjón sem unnið yrði á
eigum skólans. Allt sem afgangs
yrði átti síðan að nota í þágu nem-
enda til ferðalaga eða einhvers
annars. Þetta virðist hafa áhrif því
stórlega dró úr skemmdarverkum.
Væri ekki tilvalið að taka svona
upp hér í skólunum og hjá íþrótta-
félögunum?
Rætt var um útivistarreglur
barna og unglinga og var það álit
fundarmanna að gera þyrfti stór-
átak af hálfu lögreglu við að fram-
fylgja þessum reglum betur en gert
hefði verið. Kenna þyrfti börnum
og unglingum að virða lög og reglur
sem settar væru því ef þeim væri
ekki innprentað slíkt í æsku bæru
þau enga virðingu fyrir þeim þegar
þau væru orðin fullorðin.
Skoðuð voru verksummerki og
var sorglegt að sjá gapandi glugga-
umgerðir og mölbrotnar rúður og
óskiljanlegt er hvað liggur að baki
slíks verknaðar.
Kæli- og frystitæki
Önnumst allar
viðgeröir á ísskápum
og frystikistum auk
sérsmíði við yðar hæfi
Fljót og góð þjónusta
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
Reykjavíkurvegi 25 • Hafnarfirði
Sími 50473
Bæjarbúar!
Sameinumst um að brýna fyrir
börnum okkar að svona á ekki að
ganga um. Steinar eru ætlaðir til
annars en að grýta þeim í rúður.
Undarlegt yfirbragð yrði á bænum
okkar ef fjarlægja þyrfti allt grjót
og augað sæi ekki annað en malbik
í stað eðlilegs umhverfis af nátt-
úrunnar hendi. Vonandi verður
þessi fundur upphafið á áfram-
haldandi umræðu og aðgerðum til
að koma í veg fyrir skemmdarverk.
Innrömmun & Málverkasala
Dalshrauni 1 220 Hafnarfiröi
Opnunartími
frá kl. 14.00 ■ 17.30
Gott úrval af listum
og álrömmum.
Fagmaður aðstoðar
OKKAR
SÉRGREIN
Uppbygging og viðhald á gömlum
timburhúsum utanhúss og innan.
Ennfremur öll nýsmíði.
Unnið samkvæmt föstu verðtilboði
eða tímataxta.
SKRIFSTOFA:
45451
VERKSTÆÐI:
687630
KVÖLDSÍMI:
651467
AÐSETUR:
SÚÐARVOGI 28-30
_ BJARNI BÖÐVARSSON ,
# Q Q) tréSmíðameÍStC,rÍ <P ^
<í
VÖRUAFCREIÐSLA HAFNARFJARÐARHÖFN
Símar: 51710 - 52166 ■ 52876
Flutningur er okkar fag.
EIMSKIP
SÍMI 27100 • AÐALSKRIFSTOFA