Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Side 4
4
FJARÐARPÓSTURINN
— SPJALLIÐ —
Spjaliað við Helga Ragnarsson
Fyrir skömmu var hér á ferð-
inni þjálfari norsku bikarmeist-
aranna í handknattleik, en það
er Hafnfirðingurinn Helgi
Ragnarsson. Helgi var hér í boði
norska landsliðsins, en nokkrir
burðarásar þess eru úr liði
Helga, STAVAMGER.
Helgi brást vel við beiðni
Fjarðarpóstsins um stutt spjall,
en áður en það hefst er rétt að
drepa lítillega á íþróttaferil
Helga.
Helgi Ragnarsson lék knatt-
spyrnu og handknattleik með
FH frá barnsaldri og fram yfir
þrítugt, m.a. 300 leiki með
meistaraflokki í knattspyrnu.
Jafnframt stundaði hann þjálfun
fyrir félagið í báðum þessum
greinum. M.a. þjálfaði Helgi FH-
stúlkurnar, sem á sínum tíma
urðu íslandsmeistarar í knatt-
spyrnu 3 ár í röð. Gtan Hafnar-
fjarðar hefur hann m.a. þjálfað á
Neskaupstað, í Keflavík og á
Akureyri, en undir hans stjórn
varð KA 2. deildarmeistari í
handknattleik sl. vor. Pá þjálf-
aði Helgi handknattleikslið frá
Klakksvík í Færeyjum tvo vetur
og stjórnaði þá einnig færeyska
landsliðinu á Norðurlandamóti í
handknattleik.
Sl. sumar réðist Helgi svo til
norska handknattleiksfélagsins
Stavanger og undir hans stjórn
hefur liðið verið einkar sigur-
sælt í vetur, vann norsku bikar-
keppnina og nú stendur það
best að vígi í baráttunni um
Noregsmeistaratitilinn.
Að gera trimmara
að keppnismönnum
— En snúum okkur þá að
fyrstu spurningunni:
Hverju þakkar þú góðan
árangur lærisveina þinna í
Stavanger?
Fyrst og fremst því að við
æfum mikið. Sennilega meira en
önnur handboltalið í Noregi. Þá
legg ég líka áherslu á að fá menn
til að taka á við æfingarnar. Það
kemur Islendingum e.t.v.
spánskt fyrir sjónir, en Norð-
menn eru gjarnir á að vilja hlífa
sér. Þeir eru meiri kveifar en
íslenskir íþróttamenn, sem oft-
ast keyra sig út í æfingum og
keppni.
Ef til vill á þetta skýringu í því
að Norðmenn eru í eðli sínu
miklir trimmarar, þannig að
segja má að mitt höfuðverkefni
hafi verið að gera trimmara að
keppnismönnum.
Þá má heldur ekki gleyma því
að ég kom ekki einsamall til liðs
við þetta norska lið. Með mér
fóru til Stavanger handknatt-
leiksmennirnir Jakob Jónsson
frá Akureyri og FH-ingurinn
Sveinn Bragason. Báðir skipa
þeir stór hlutverk í liðinu.
Fyrsti titillinn í 80
ára sögu félagsins
— Hver hafa viðbrögð
áhangenda liðsins verið?
Þau hafa verið stórkostleg.
Áhorfendafjöldinn hefur aukist
mikið og er nú að meðaltali um
3000 manns á leik. Sigurinn í
bikarkeppninni hefur virkað sem
vítamínsprauta á íþrótta-
áhugann í félaginu, sem þarna
vann sinn fyrsta titil í 80 ára sögu
þess.
— Hvaða eiginleika þarf
góður þjálfari að hafa?
Mér hefur reynst vel að ein-
beita mér að sérhverjum leik-
manni, finna honum sérstakt
hlutverk, virkja hæfileika hans
og fá hann til að leggja allt sitt af
mörkum fyrir liðsheildina. Þessu
er erfitt að lýsa með orðum, en
mér er kappsmál að leita uppi
það jákvæða í fari leikmanna,
efla leikgleði þeirra og tilfinn-
ingu fyrir leikinn.
Þjálfari verður að vera hæfi-
lega strangur og gera miklar
kröfur til sinna manna, en mark-
miðinu verður hann að ná án
þess að fá leikmenn upp á móti
sér.
Þessar aðferðir hafa reynst
mér vel, en það er annarra að
dæma um hvort ég telst vera
góður þjálfari.
Styrkur hvers liðs
að hafa húmorinn í
góðu lagi
— Nú ert þú þekktur sem
ákaflega hress og félagslyndur
maður. Sífellt með skemmti-
sögur á vörunum og hvers kyns
uppátæki á prjónunum. Hvernig
samræmist það hinum stranga
aga sem þjálfari þarf að halda
uppi?
Þjálfunin er eitt og frítíminn er
annað. I æfingum og keppni
ræður alvaran ríkjum, en þar
fyrir utan er hópurinn oft saman
og þá slæ ég oft á léttari strengi.
Ég tel það styrk hvers liðs að
hafa ,,húmorinn“ í góðu lagi.
Völlurinn ónýtur?
— Úr því að við erum farnir að
ræða um létta strengi væri ekki
úr vegi að fá Helga til að segja
eina gamansögu úr íþróttalífinu.
Það er af mörgu að taka og
ekki víst að allt sé birtingarhæft.
Ég læt samt flakka eins sögu
sem gerðist fyrir nokkrum árum,
þegar við FH-ingar vorum í
keppnisferð austur á landi. Við
áttum að spila á Eskifirði og í
flugstöðinni á Egilsstöðum
þurftum við að bíða eftir bíl sem
átti að flytja okkur á leikstað.
Þetta var nokkuð löng bið og
ég ákvað að bregða aðeins á leik.
Ég fór í almenningssíma þarna á
flugstöðinni og hringdi í af-
greiðsluna. Ég bað um að þjálf-
arinn okkar yrði kallaður upp
tafarlaust. Þegar hann kom í
símann kynnti ég mig sem for-
svarsmann Eskifjarðarfélagsins
og tilkynnti honum umbúðalaust
að ekkert gæti orðið af leiknum.
Einhverjir prakkarar hefðu
spænt upp völlinn á torfærujepp-
um og eyðilagt hann.
Þjálfarinn varð miður sín við
þessa frétt og ekki batnaði það
þegar ég lagði til að leikurinn
yrði fluttur til Neskaupstaðar.
Hann bað mig þá að bíða meðan
hann ræddi þetta við leikmenn.
Ég beið auðvitað ekki, heldur
hélt til fundarins sem var kall-
aður saman í flýti. Þar lagði ég
ýmislegt til málanna í þessari
alvarlegu uppákomu. Það var
ekki fyrr en hann var á leið í sím-
ann aftur, að ég gaf mig fram og
sannleikurinn kom í Ijós. Sem
betur fer fyrir mig, brást þessi
ágæti maður ekki illa við.heldur
hafði gaman af og fyrirgaf mér
hrekkinn.
Þegar ég geri mönnum svona
grikki, verð ég auðvitað að vera
viss um að þeir fyrtist ekki við,
heldur taki þeim sem gríni.
— Þú hlýtur að búa yfir leik-
hæfileikum til að geta blekkt
svona nána vin og kunningja!
Ef það eru leikhæfileikar þá
eru þeir úr móðurættinni. Ég er