Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Page 11
FJARÐARPÓSTURINN
11
Helgi ívarsson hlaut heiðurslaun Brunabótafélags íslands
Þær ánægjulegu fréttir bárust
bæjarbúum til eyrna á dögunum að
Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri,
hefði hlotið heiðurslaun Bruna-
bótafélags íslands að þessu sinni.
Styrkur þessi hefur verið veittur í 5
ár eða frá því að heiðurslauna-
sjóðurinn var stofnaður á 65 ára
afmæli Brunabótar 1982. Hann
samsvarar einu stöðugildi á aðal-
skrifstofu Brunabótar í Reykjavík.
Stjórn Brunabótafélagsins velur úr
umsóknum sem þurfa að hafa
borist fyrir 1. okt. ár hvert.
Af 50 umsóknum sem bárust í
þetta sinn voru m.a. valdir þeir
Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri, og
Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðs-
stjóri í Reykjavik. Sóttu þeir um í
sameiningu og hlutu saman 3 mán.
laun.
Við höfðum samband við Helga
og- inntum hann eftir hvernig þeir
félagar hyggðust nota styrkinn.
Tjáði hann okkur að samkvæmt
umsókn þeirra ætluðu þeir sér að
nýta hann til að afla sér fræðslu og
þekkingar á öllu því sem viðkæmi
brunavörnum. Hefðu þeir í huga að
fara til Englands og setjast þar á
skólabekki í heimsfrægum skóla að
nafni Moreton-in-Marsh. Þessi
skóli byði upp á námskeið fyrir
útlendinga, þá yfirmenn í slökkvi-
liðum. Allir þeir slökkviliðsmenn í
Englandi sem hlytu einhvern frama
væru skyldugir að sækja þennan
skóla.
Helgi kvaðst hafa farið til Eng-
lands og skoðað skólann árið 1984
og litist mjög vel á. Sagðist hann fá
nánari upplýsingar í næstu viku um
hvaða námskeið hentaði best.
Haldið væri þarna námskeið
tvisvar á ári, Overseas Operational
Commanders' Course, sem stæði í
6 vikur og fengi hann nánari upp-
lýsingar fljótlega um þetta nám-
skeið sem trúlega yrði ofan á.
í framhjáhlaupi spurðum við
Helga hvernig honum litist á til-
Iögur þær sem fram hefðu komið
um breytingar á vaktafyrirkomu-
lagi á slökkvistöðinni. Sagði hann
að þetta yrði algjör bylting ef úr
yrði. Algjör nauðsyn hefði verið
orðin á að fjölga á vöktum og ef
þessi sérstaka tillaga um 7 manna
aukningu næði fram að ganga án
verulegs kostnaðarauka ykist
mannafli á vakt um 66%.
Fjarðarpósturinn óskar Helga til
hamingju með heiðurslaunin og er
þess fullviss að þetta verður bruna-
varnarmálum í Hafnarfirði til
framdráttar.
✓
Bflastöð Hafnartjarðar
augtýsir:
Hafhfirðingar
Garðbæingar
Alftnesingar
★
★
★
★
Erum með bfla í Hafnarfirði og Garðabæ.
Erum með bfla á öllu Reykjavíkursvæðinu.
Innanbæjargjöld á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Áratuga þjónusta við Hafnarfjörð, Garðabæ
og Álftanes.
Verslið við eigin bflastöð sem er opin allan
sólarhringinn. Símar: 51666 og 50888.