Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Page 6

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Page 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Albert Már Steingrímsson skrifar: „Tjaldaðstaða fyrir ferða- menn strax í vor" „Þetta er nú sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt, að gera Hafnar- fjörð að ferðamannabæ“, sagði einn gamall Hafnfirðingur við mig eftir að tillaga Þórarins Jóns Magn- ússonar, um að skipuð yrði ferða- málancfnd hér í Firðinum hafði verið samþykkt í bæjarstjórn. Því miður hefur hugsunarháttur allt of margra hér í bænum ein- kennst af þessu líku. Því ef við lítum raunhæft á málin sjáum við strax að okkar fagri bær ætti miklu fremur að draga að sér innlenda sem erlenda ferðalanga, en margir ónefndir bæir víðs vegar um land. En hver er þá ástæðan fyrir þvi að hér sést varla, allt sumarið, bíll með utanbæjar- eða að ég tali nú ekki um með erlendu númeri? Ein ástæðan er sú að við erum ekki í hinum hefðbundna hringvegi landsins sem útlendingar fara og margur landinn ekur á hverju ári. Önnur er sú að gistiaðstaða á tjaldstæðum eða á hótelum er engin hér í bænum og sú þriðja er að við höfum hreinlega ekki vakið athygli samlanda okkar og að ég tali nú ekki um útlendinga á þessum fagra bæ. En nú skal þetta breytast. Ferða- málanefnd hefur fengið fremstu menn í ferðamálum hér innanlands á fundi sína og í framhaldi af því gert forgangslista yfir þau verkefni sem mest eru aðkallandi. Eitt þess- ara verkefna er tjaldstæði með lág- marksþjónustu, það er að segja vatns- og salernisaðstöðu. Hefur undirritaður af því tilefni og til að flýta fyrir málinu fengið sendar teikningar og verklýsingar frá Blönduóshreppi þar sem nýlega hefur verið komið upp hugguleg- asta tjaldstæði á bökkum Blöndu. Hafa teikningar þessar verið afhentar bæjaryfirvöldum og ætti því strax í sumar að vera hægt að bjóða ferðamönnum upp á sóma- samlegt tjaldstæði á Víðistaðatún- inu skammt fyrir ofan gömlu sund- laugina okkar. En hvað höfum við upp á að bjóða fyrir ferðamenn spyrja kannski einhverjir sem enn efast? Því má ef til vill svara með annarri spurningu. Hvað skoðar þú þegar leið þín og fjölskyldu þinnar liggur um landið? Og það má bæta fleiri spurningum við. Hefur þú kynnt þér hvað Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða? Hefurðu skoðað Sjó- minjasafnið, Póst- og símaminja- safnið, kynnt þér útsýnisskífuna á Hamrinum o.fl. o.fl.? En þó að til séu efasemdarmenn vitum við að fjölmargir aðilar hér i Hafnarfirði hafa einlægan áhuga á að laða að ferðamenn. Einn þeirra er Lovísa Christiansen sem sendi ferðamálanefndinni fjölmargar til- lögur um hvernig staðið skyldi að málum og hvaða verkefnum mætti vinna að, en Lovísa hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur starf- að sem leiðsögumaður í mörg ár. Nefndin vill heyra fleiri slíkar raddir og ætlar því í samvinnu við FJARÐARPÓSTINN að hleypa af stað hugmyndasamkeppni um alla þá þætti sem vinna þarf að til að laða að og þjóna ferðamönnum. Með vorinu tekur til starfa fyrsta gistiheimilið hér í bænum. Þar er að verki hinn mikli framkvæmda- maður Sigurður Sigurjónsson í Byggðaverki og annar athafna- maður Jóhann Bergþórsson í Hagvirki ætlar að reisa módel ofan Hvamma. Með tilkomu þessarar gistiaðstöðu, margra góðra sala í skólum og í eigu einstaklinga ætti Hafnarfjörður að vera orðinn eins eftirsóttur ráðstefnubær og þeir sem hæst tróna í dag, hér innan- lands. Og svona að lokum í gamni og alvöru má benda á það að allir vita að Akranes er mikill knattspyrnu- bær og þangað flykkist fólk þess vegna. í Hafnarfirði er vagga íslensks handbolta og héðan hafa fjölmargir af bestu handbolta- mönnum landins komið, er þarna ekki þáttur sem við eigum að sinna meira en gert hefur verið? Gera Hafnarfjörð að Mekka íslenskra handboltastráka og stelpna. Lífsmark frá gömlum gripum Fimmtudaginn 26. feb. síðastlið- inn barst Byggðarsafni Hafnar- fjarðar skemmtileg gjöf. Hún lætur ekki mikið yfir sér og kostur er það, eins og allt er í pottinn búið, að hún tekur ekki mikið pláss. Þetta er tóbaksbaukur úr lausnarsteini. Baukurinn sem Byggðarsafninu barst er með einum stút, en hægt mun vera að skrúfa hann af, þegar fylla á baukinn. Oft þarf að gera það, ef að eigandinn er einhver nef- tóbaksmaður að ráði, því að ekki má ílátið minna vera. Það er kringlótt, um 5,5 cm í þvermál og þykkt þess eða belgvídd að utan- máli er rúml. tveir cm þar sem mest er, en það er að sjálfs. nokkurn veginn um miðjuna. Gunnar Hjaltasson gullsmiður silfurbjó lausnarsteininn, þ.e. setti á hann stút og einnig er úr silfri tapp- inn og keðja sem hann er í og fest er við silfurplötu sem er umhverfis stútinn. Öðrum megin stútsins stendur á plötunni Boggi, en hinum megin frá Söru. Ýmsa Hafnfirðinga rennir strax grun í hverja átt er við, en það eru þau Borgþór Sigfússon og síðari kona hans, Sara Magnúsdóttir. Og þá er að víkja að því hvað lausnar- steinn raunverulega er. Sara mun hafa fundið þennan sjórekinn, enda bárust þeir ævin- lega hingað þá leið, en nánast mátu- lega sjaldan til þess, að þetta urðu hálfgerðir þjóðsagnahlutir. Nafn þeirra kemur af því, að ef barns- fæðing gekk illa þá flýtti það fyrir lausninni að láta þennan “stein“ i rúm sængurkonunnar. Eins og nafnið bendir til, var álitið að þessi hlutur væri úr steinaríkinu, en það er misskilningur, enda þótti alltaf undarlegt að annar minni “steinn“ hringlaði innaní hinum. Auðvitað varð fyrst að ná honum innanúr, ef gera átti þetta að tóbaksíláti. En sannleikurinn er sá, að þetta er úr jurtaríkinu. Það er aldini eða fræ mímósunnar sem vex í Mið- Ameríku og á eyjunum þar hjá og það berst hingað með Golfstraum- num. Baukinn er að sjálfsögðu hægt að fá að sjá í húsi Bjarna Sívertsen, en það er m.a. opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-18. Borgþór hafði sjálfur lagt svo fyrir, að þessi hlutur rynni til Byggðarsafnsins eftir sinn dag. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 # Reiknivélar # Ritvélar og allar tilheyrandi rekstrarvörur FAGLEG ÞJÓNUSTA Sendibfíastöð Hafnarfjaróar OPIÐ kl. 8 • 18 1111 SKUTLUBÍLAR FYRIR SMÆRRI SENDINGAR

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.