Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Side 14

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Side 14
14 FJAROARPÓSTURINN Gvendur gaflari skrifar: Um menningarmálin í bænum Flestum byggöarlögum er þaö metnaöarmál að standa á eigin fótum, ekki aðeins atvinnulega séö, heldur og á menn- ingarsviði og i félagslegu tilliti. Allavega að geta boðið upp á og miðlað til annarraekki minni skerf en þeginn eraf öðrum. Hafnfirðingar hafa haft margt upp á að bjóða á menningar- sviði en átt við ramman reip að draga. Nábýlið við Reykjavík hefur marga kosti en á sér líka verulega annmarka. Það myndast samkeppni áýmsum sviðum, ekki aðeins í verslun heldur og á menningarsviðinu. Lítum t.d. á leikhúslífið. í Reykjavík, sem er stærsta sam- félagið i landinu og því stærsti markaðurinn, þar þrífast tvö atvinnuleikhús auk fjölda áhugaleikhópa eða frjálsra hópa eins og þeir kalla sig. Eigi að síður hefur framgjarnt og dug- mikið ungt fólk barist harðri baráttu fyrir leiklistarlífi ( ná- grannabyggðunum, ekki síst í Hafnarfirði. En samkeppnin er hörð en þó hefur ekki verið látið deigan slga. Nú ert.d. verið að sýna ágætan og fjörmikinn söngleik hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar við frábærar viðtökur þeirra sem séð hafa. En Hafnfirðingar hafa sýnt of lítinn áhuga á þeim menn- ingarstraumum sem þrífast innan þeirra eigin bæjarfélags. Bæjarbúar eru of gjarnir á að álíta að það sé eftir öðru betra að slægjast annars staðar. í þessu tilfelli er um mikinn mis- skilning að ræða. Hafnfiröingar geta best stutt við bakið á eigin menningarlífi með því að sækjasýningarog uppákomur sem bjóðast innan eigin bæjarmarka auk þess sem farið er annað. Að þessu sinni eiga hinir ungu og dugmiklu leikarar athygli skilið. í því felst menning. Að koma á fót viðamikilli leiksýningu er mikið fyrirtæki og að baki liggur þrotlaus vinna áhugasamra fullhuga og þeir eiga svo sannarlega skilið þegar vel tekst til eins og nú að sýningar séu sóttar. Sömu sögu er að segjaum starfsemi karlakórsins „Þrestir". Þeir héldu frábærasöngskemmtun fyrirskömmu sem að visu var lítið auglýst. En of margir létu þetta tækfæri fram hjá sér fara. Kórfélagar hefðu átt skilið þakklátari viðtökur þannig að tilefni hefði verið að halda a.m.k. nokkrar söngskemmtanir. Fleiri frábærir kórar eru i bænum og má nefna barnakór Öldutúnsskóla sem m.a. hefur gert víðreist erlendis á undan- förnum árum. Einnig er kirkjukór Viðistaðasóknar frábær og svo áheyri- legur í fjölbreyttu lagavali að unun er á að hlusta. En einhvern veginn finnst mér bæjarbúar látasérof fátt um finnast þessa merkilegu og virðingarverðu menningarstarf- semi. í bænum erað rísa upp mikil menningarmiðstöð með sýn- ingarsölum fyrir myndlistasýningar. Menningarmiðstöðin er að stofni til gjöf Sverris Magnússonar lyfsala og verður áreiðanlega lyftistöng í menningarlífi bæjarins. Vonandi sýna bæjarbúar þessu mikla átaki ekki fálæti í framtíðinni. Fyrir er í bænum ágætur sýningarsalur, Háholt, i eigu Þor- valdarGuðmundssonarsem ermikill menningarfrömuðurog fagurkeri á (slenska myndlist. í Háholti hafa á undanförnum árum verið haldnar margar frábærar sýningar á ýmsum svið- um og á Þorvaldur lof skilið fyrir framlag sitt. En nú er nokkuð langt sfðan þar hefur verið opnuð sýning. Ekki veit ég hvort það er vegna áhugaleysis bæjarbúa. Opnun Sjóminjasafnsins á sl. vori var merkur áfangi ( menningarlifi bæjarins en enn vantar mikið á að bæjarbúar hafi virt þessa merku starfsemi með heimsókn sinni. Er þó safnið opið almenningi um hverja helgi og er virkilega þess virði að kynna sér þessa starfsemi. Sama má segja um hús Bjarna riddara. Það er öllum hollt að skyggnst til fortiðarinnar. Bæði þessi söfn geyma sögu liðins tíma og söguna eigum við að þekkja þvi á störfum og baráttu þeirra sem á undan eru gengnir byggjum við það samfélag sem við lifum í nú á dögum. Góð veitingahús eru hluti af menningarsamfélaginu þvi flestir vilja einhvern tíma gera sér glaðan dag þegar litið er upp frá daglegu amstri. Hér i bænum eru nú ágæt veitinga- hús sem standast samanburð við það bestaannars staðar. En bæjarbúarhafaenn tilhneigingu tilað leitalangtyfirskammt, af vana. Veitingahúsin eiga þvi í erfiðleikum í harðri sam- keppni við sambærilega þjónustu ( nágrannabyggðarlögun- um. Þetta skyldu Hafnfirðingar einnig hafa i huga. Einu sinni varsagt: „Fjarlægðin gerirfjöllin bláog mennna mikla“ og i því felst mikill sannleikur. Of margir hafatilhneig- ingu til að álítaað allt sé betraannars staðar, langt í burtu. En svo er alls ekki þegar grannt er skoðað. Þrátt fyrir volduga nágranna sem hafa svo vissulega upp á margt merkilegt og fjölbreytilegt að bjóða, þá eigum við einnig að líta til þess sem næsta nágrenni býðurokkur. í Hafnarfirði er mikil gróska, ekki bara ( athafnalifinu, heldur og á menningarsviðinu. Þar eru margir vaxtarbroddar sem bíða þess að að þeim sé hlúð með virkri þátttöku allra. Njótið vel. Gvendur gaflari. Fatamál bæjarstarfsmanna Við hringdum upp á Rafveitu um daginn og rœddum við Grétu Þórð- ardóttur, um fatamál bœjarstarfs- manna, en eins og kunnugt er þá skrifuðu 60 starfsmenn Hafnar- fjarðarbæjar undir áskorun til bœjarráðs þess efnis að þeir fengju fatnað frá bœnum. Ástœðan fyrir því að hringt var upp á Rafveitu er sú að þar var fyrst ymprað á þessu máli. Við spurðum Grétu fyrst að því hvers vegna starfsmennirnir telji þörf á vinnufatnaði? Þetta er kannski ekki beint krafa um sameiginlegan fatnað heldur um að við fáum einhvern fatastyrk. Allir útivinnumenn hafa hann. Þetta er komið á í bæjarskrifstof- unum í Keflavík þar sem vinnuföt eru felld inn í samninga. Sbr. kjarasamning ríkis og bæja eiga þeir rétt á vinnufötum sem nauðsynlega þurfa þess vinnu sinn- ar vegna, s.s. sundlaugarverðir, úti- vinnadi menn o.s.frv. Teljið þið ykkur falla þarna undir? Ég veit nú ekki hvort þetta er nauðsynlegt en mér finnst þetta nú samt mega vera eins og í bönkun- um. Núna er verið að reyna að koma vinnufatastyrk inn í samn- ingana okkar. Þetta yrði þá smá kaupuppbót. Nokkrir þeirra er skrifa undir vilja fá fatapeninga en aðrir vilja fá einhver föt. Það er ekki talað um að þetta yrðu „spes“ draktir eða annað slíkt. Málið er bara að fá einhverja bót á þessu. Hérna hjá Rafveitunni væri t.d. ekki vitlaust að allar yrðu klæddar eins. En það yrði aldrei samstaða um eins klæðnað fyrir allan hópinn held ég. Hvaðan kom hugmyndin upp- haflega? Við hérna á Rafveitunni komum fyrst með hugmyndina og síðan bættust hinir við, en það er enginn sérstakur ábyrgur fyrir bréfinu til bæjarráðs. Það eru þá engar hugmyndir komnar fram um það hvernig bún- ingurinn á að líta út? Nei. Fyrst á nú að kanna undir- tektir hjá bæjarráði. VERKSMIÐJUSALA A STJÖRNUMÁLNINGU STJÖRNU^LITIR SF. MÁLNINGARVERKSMIÐJA HJALLAHRAUN 13 » 54922 220 HAFNARFJÖRÐUR ICELAND

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.