Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 1
 FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR ptótunnn 13.TBL1988-6.ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. APRÍL VERÐ KRÓNUR 50,- Aik FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími652266 Fundarsalur bæjarstjómar flyst í anddyri Bæjarbíós Mikil óánægja er meðal Ieikfélagsfólks vegna þeirrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að taka til eigin ráðstöfunar meirihluta anddyris Bæjar- bíós, sem Ieikfélagið hefur haft til ráðstöfunar. Bæjaryfirvöld hyggjast nota húsnæðið undir fundarsal bæjarstjórnar. Framkvæmdir við breytingarnar eru að hefjast. Salurinn í Bæjarbíói rúmar 270 manns í sæti og hefur anddyrið þjónað sem miðasala, fatahengi og aðstaða fyrir leikhúsgesti í hléum. Þá er anddyrið einnig eina vinnusvæði leikfélagsfólks. Það pláss sem eftir verður nemur að- eins 30-40% af núverandi and- dyri. Þá lokast ennfremur aðrar dyr inn í salinn með breytingunni. Að sögn Öldu Sigurðardóttur formanns stjórnar Leikfélagsins er lítið sem þau telja sig geta gert í málinu, enda er húsið eign bæjarfélagsins. Hún sagði, að sér fyndist þó að standa hefði mátt öðru vísi að málinu, því þau hefðu frétt um fyrirhugaðar breytingar úti í bæ. Að auki kvað hún leikhúsfólk óánægt með að bæjar- yfivöld hefðu daufheyrst við bón- um þeirra um að leggja einhverja fjármuni í endurbætur á húsnæð- inu. Allt væri þar í niðurníðslu, óhreint og óvistlegt. Sagði hún þau tilbúin til að leggja fram vinnu við endurbætur, ef bæjarfélagið vildi kosta þær. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritari sagði vegna þessara framkvæmda, að auðvitað væri þarna gengið á svæði sem leikfé- lagið hefði haft til afnota, en bæjarskrifstofurnar þyrftu á auknu húsnæði að halda, m.a. vegna þess að verið er að sameina rekstur Rafveitu Hafnarfjarðar og bæjarskrifstofanna. Hann sagði einnig, að tækifærið yrði notað til að lagfæra húsnæðið, eins og leikhúsfólk hefði farið fram á. Samkomulag um hrööun framkvæmda við Sólvang Stjóm heilsugæslustöðvarinnar, í samvinnu við Innkaupastofnun ríkisins, hefur náð samkomulagi við verktakann að byggingu Sólvangs, að framkvæmdum við bygginguna verði hraðað þannig að unnt verði að taka hana í notkun 15. ágúst í stað 15. október. Stjórn heilsugæslustöðvarinnar samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir páska að fara fram á við bæjaryfirvöld, að sett yrði lög- bann á framkvæmdir Sparisjóðs- ins við breytingar á húsinu. Nú hefur stjórnin náð áðurgreindum samningi, sem kosta mun eina milljón króna aukalega og fer þess í stað fram á við stjórn Sparisjóðs- ins, að hann fresti framkvæmdum sínum við þær hæðir, sem heilsu- gæslustöðin er til húsa í til þess tíma. Eyjólfur Sæmundsson formað- ur stjórnar heilsugæslustöðvar- innar sagði í gær, að stjórnin hefði farið fram á lögbann á fram- kvæmdirnar, ef ekki yrði hægt að semja. Hann sagði stjórnina mót- Davíð hirti stálið sitt Stálbitarnir hans Davíðs borgarstjóra, sem staðið hafa á hafnar- bakkanum frá því um miðjun febrúar hafa verið Quttir til Reykja- vflcur. I lófusi flutningamir í fyrradag og lýkur væntanlega í dag. Stálið var llult út í Örfirisey, en það á að nota til að reka ofan í Tjörnina í Reykjavík vegna ráðhússbyggingarinnar. mæla ummælum sparisjóðsstjóra í Fjarðarpóstinum þess efnis að leigusamningar væru útrunnir og á þeim grundvelli þyrfti að ná samkomulagi milli aðila. Stjórn heilsugæslustöðvarinnar hefur síðan náð áðurgreindu sam- komulagi við verktaka Sólvangs, sem er Hamar h.f., en fyrirtækið á móti náð samkomulagi um hröð- un framkvæmda við undirverk- taka, svo sem innréttingasmiði o. fl. Eyjólfur sagði: Varðandi kostnað við hröðun framkvæmda þá erum við þess fullvissir að það sem sparast á móti við að þurfa ekki að flytja starfsemina á ýmsa staði í bænum og ennfremur allt það rask sem yrði við breytingar og tilfærslur innandyra, kemur til með að nema svipaðri upphæð, ef ekki hærri. Þetta er okkar innlegg og við væntum þess að mæta skiln- ingi hjá stjórn Sparisjóðsins." Hagyrðing- arbæjarins yrkjaenn -sjábls.3 Verðlaunasöluböm Duglegustu blaðsöiubörn Fjarðarpóstsins í marsmánuði voru verðlaunuð fyrir frammistöðuna á mánudagskvöld. Á þriðja tug blaðsölubama er í þjónustu Fjarðarpóstsins og hafa krakkamir - okkar fólk - staðið sig með stakri prýði. Það voru bræðurnir Valdimar og Benedikt Sigurðssynir, sem voru söluhæstir í mars. Að launum fengu þeir forláta knetti, hand- bolta og fótbolta. Fjögur önnur börn voru verðlaunuð fyrir góða sölu. Þetta voru þau Ivar Magnússon, Eva Harpa, Hörður Svan- laugsson og Oddný, systir hans, og Ólöf Jónsdóttir. Meðfylgjandi mynd er af sölubörnunum duglegu og dreifingar- stjóra Fjarðarpóstsins, Halldóru Gyðu Matthíasdóttur. Lögregla með herferð gegnóskoðuðumbflum Lögreglan og Bifreiðaeftirlit ríkisins hafa í þessari viku hert eftirlit með bifreiðum sem ekki hafa verið færðartíl skoðunar. All- ir I) í I a r með skrásetningarnúmer upp að um G -8000 eiga nú að hafa verið skoðaðar og er þeim, sem til næst og ekki hafa sinnt þeirri borgaralegu skyldu, gefinn þriggja daga frestur tíl að heimsækja Bifreiðaeftirlitíð. Að sögn lögreglunnar hefur ökumönnum gengið vel að fram- fylgja nýju umferðarlögunum, Ijós og belti eru yfirleitt á sínum stað. Bflstjórar hafa ekki verið sektaðir fyrir gleymsku fram til þessa en menn skyldu ekki treysta á að verða ekid þúsund krónum fátækari vegna slíkra brota framvegis. Baulu-jóg- úrtinni vegnarvel -sjábls.10 BrynjarK. viðHaukana? -sjábls.15

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.