Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 3
Ó, ÞÚ HÝRIHAFNARFJÖRÐUR:__________ „Lyflu penna, líttu á Mað“ Á einmánuði er orðið bjart, en ekki hlýtt að sama skapi. og: Hérna fáið þið fyrripart. Farið nú að botna. Frá Ásgeiri Jóni komu eftirfar- andi botnar: En þó finnst mér einskis vert inni að hanga í fúlu skapi. og: Það er nú gaflari, helvíti hart, ef heilinn tekur að þorna. Frá Valnýju Benediktsdóttur: Vorið hrekur vetur snart völdum öllum svo hann tapi. og Látið ekki Ijóða stund né lífsins gleði þrotna. Frá E.S.: Bersa og við völdum tvo fyrriparta úr nokkrum, sem hún lagði fram að bragði: Lyftu penna, líttu á blaðið Ijóðið rennur niður á það. og Orðaglettu eftirspil ætl‘eg þetta teljist Þökkum við Nönnu hennar framlag og ennfremur öllum þeim sem sendu okkur seinniparta. Skilafrestur fyrir botna er á hádegi n.k. þriðjudag. Nanna skorar á Huldu Runólfs- dóttur, kennara, að setjast á hag- yrðingabekk næst og vörpum við boltanum hér með til hennar. Frá ritstjóm Hagyrðingaþátturinn okkartók sér frí í síðasta tölublaði, en nú hefjum við pennann á loft á ný. Fara hér á eftir seinnipartar við fyrriparta Kristjáns Bersa Olafs- sonar skólameistara, en þeir voru svohljóðandi: Viðbyggingin við Engidalsskóla verður við gafl skólans, til vinstri á myndinni. Enn deilt um framkvæmdir við Engidalsskóla: Meirihlutinn fól Byggðaverki verkið án undangengins útboðs Meirihluti bæjarráðs samþykkti á fundi sínum 7. aprfl sl., að fela bæjarverkfræðingi að ganga til samninga við Byggðaverk h/f um bygg- ingu viðbótarhúsnæðis við Engidalsskóla. Minnihlutinn, bæjarráðs- menn Sjálfstæðisflokksins létu bóka mótmæli sín gegn ákvörðun meiri- hlutans og lögðu fram tillögu um að framkvæmdirnar verði boðnar út. I bókun minnihlutans er fyrst vísað til fyrri afstöðu um að bæjar- sjóður bjóði út þær framkvæmdir sem kostur er á, enda sýni reynsl- an, að almennt útboð fram- kvæmda tryggi lægst verð og jafna aðstöðu milli byggingarfyrir- tækja. Þá segir, að að undanförnu hafi gætt vaxandi tilhneigingar hjá bæjaryfirvöldum til að semja beint við verktaka um einstakar framkvæmdir án undangengis tilboðs, og: „Þessa þróun teljum við óæskilega. Þá skal tekið fram að tillöguflytjendur hafa ekkert á móti Byggðaverki og treystir því fyrirtæki til framkvæmdanna." Tillaga minnihlutans felst síðan í að-bæjarstjórn feli bæjarverk- fræðingi að ganga svo fljótt sem kostur er frá útboðsgögnum og auglýsi síðan útboð framkvæmd- anna. í bókun meirihlutans vegna þessa máls segirm.a.: „Meirihluti bæjarráðs hefur í engu horfið frá þeirri meginreglu að bjóða stærri verk út. Fullyrðingar um hið gagnstæða eru einfaldlega rangar, eins og dæmin sanna.“ Síðan segir m.a. að ljóst sé, að nauðsynlegt sé að ganga rösklega og myndarlega að verki þar sem töf á verkinu gæti hamlað skólastarfi n.k. haust. Fyrirliggjandi sé öruggur verktaki og viðunandi tilboð í fokhelt hús, sem verði lokið í júní n.k. Það þýði að nægilegt svigrúm verði til framkvæmda við endanlega gerð mannvirkisins. Þá betri tíðar verður vart, víkur óðum snjór og klaki. og Útlitið þó sýnist svart sæmir ei að brotna Frá Pétri Sigurgunnarssyni: Á Þorra það verður svart og allt það verður í krapi °g Þó að kratar og kommar ráði mér um allt ekki lengi þeir skulu drottna. Nanna Jakobsdóttir, kennari, brást vel við áskorun Kristjáns Þetta eintak Fjarðarpósts- sins er fyrsta blaðið sem sent er út samkvæmt nýju áskrift- arkerfi. Enn er unnið skipu- lega að söfnun áskrifenda og er stefnt að því að hafa sam- band við öll heimili í bænum. Það er von Fjarðarpósts- ins, að blaðið berist til allra áskrifenda tímanlega en fari útburður forgörðum ein- hverra hluta vegna vinsam- legast hafið samband við rit- stjórn í síma 651745 eða 651945 (símsvari eftir lokun skrifstofu). Verðsmellur rlkmmarS IVautahakk, 3 kg eðameira • kr. 345,-/kg Leni elcUiúsrullur, 4 rl kr. 115,- Leni WC-pappír, 8 rl Kellogg’s koruflögur, 500 g Kellog’s Cruuse, 500 g .... kr. 154,- Sun-C appelsíuusafi, 11 ... Braga-kaffi, 250 g kr. 69,90,- kaupfélag HAFAFI KfHAGA mMnsmm VÖRUMARKAÐUR — STRAIVDGÖTU 20

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.