Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 10
Hafa selt 1,2 milljónir jógúrtdósa á sex mánaða fram leiðsluferii -„Gætum keypt mjólk beint af bændum," segir Þóriur Ásgeirsson framkvæmdastjóri. Fyrirtækið Baula, sem framleiðir Bauiu-jógúrt, er eins árs um þessar mundir, en það hefur frá upphafi verið rekið í Hafnarfirði, nánar til- tekið við Bæjarhraun. Á þeim sex mánuðum sem fyrirtækið hefur selt framleiðslu sína hafa verið sendar út á annað milljón jógúrtdósa, eða um 1,2 milljónir. Baula er hlutafélag, en aðaleigendur og stofnendur eru Þórður Ásgeirsson, sem einnig er framkvæmdastjóri og Örn Vig- fússon, mjólkurfræðingur, sem hefur yfirumsjón með framleiðslunni. Hjá fyrirtækinu vinna nú fimm manns, auk þess starfa verktakar við útkeyrslu. Baula framleiðir nú níu tegund- ir af jógúrt en fljótlega er að vænta nýrra tegunda, að sögn Þórðar. Sölusvæði Baulu er að stærstum hluta höfuðborgarsvæðið og Reykjanes, ennfremur er selt austur fyrir fjall til Selfoss og Hveragerðis, til Akraness, Borg- arness og Vestfjarða, einnig til Akureyrar og nágrannabyggðar- laga. Matarskatturinn setti strik í reikninginn hérlenda mjólkurframleiðslu, að þrátt fyrir einkasöluákvæði, stæði framleiðslan hérlendis mjög fram- arlega miðað við önnur lönd, bæði hvað hreinlæti varðar og gæði. Hann sagði einn erlendan aðila hafa sýnt áhuga á að selja Baulu- jógúrt erlendis, enda teldi hann Baulu-jógúrt sambærilegt við svissneskt jógúrt sem seld væri víða um Evrópu og jafnvel í Bandaríkjunum. Þórður sagði það mál í athugun og á frumstigi. Þórður Ásgeirsson á vörlager Baulu. Allur vélbúnaður Baulu er frá Alfa-Laval í Svíþjóð. Umbúðir og bragðefni eru frá Sviss. Aðspurð- ur um hvernig gengið hefði sagði Þórður sveiflur hafa verið nokkrar. Mikil sala hefði verið fyrir áramót en dregið úr í janúar og hefði matarskatturinn svo- nefndi sett strik í reikninginn. í febrúar og mars hefði salan aukist á ný. Af einstökum tegundum Baulu-jógúrts sagði Þórður að Trimm-jógúrt seldist best, enda væri þar um að ræða jógúrt sem búið væri til úr hreinni undan- rennu og Nutra-sweet notað í stað sykurefna. „Þetta er því ekki að- eins „low-fat“ eins og Bretinn kallar það, heldur „no-fat““, sagði hanr .. Aðspurður um hvernig sam- keppnin við „risann", þ.e. Mjólk- ursamsöluna gengi sagði Þórður m.a., að þeir keyptu alla mjólk frá þeim og hefði þjónustan reynst ágæt. Hann sagði Baulu leggja megináherslu á gæði og kvað kannanir í verslunum og upplýs- ingar frá neytendum sýna góða markaðsstöðu Baulu. Þá hefur Baula lagt mikla áherslu á vand- aðar pakkningar og er meirihluti framleiðslunnar seldur í dósum sem ekki springa og unnt er að ná lokinu af með einu handtaki. Aldrei að vita hvernig starfsemin þróast Þórður var spurður af hverju fyrirtækið hefði valið Hafnarfjörð fyrir verksmiðjuna. Hann sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að hér hefðu þeir fengið hentugt hús- næði. Þá lægi staðsetningin mjög vel við útkeyrslusvæðum höfuð- borgarsvæðisins. Eitt sinn hefði verið mjólkurbú í Hafnarfirði og aldrei að vita hvernig starfsemi Baulu muni þróast. Baula hefði yfir að ráða mjög fullkomnum vél- búnaði þannig að það gæti keypt hráefni beint af bændum, ef þann- ig stæði á. Þórður sagði í lokin varðandi Þórður og Lúðvík Hermannsson mjólkurfrœðingur við pökkunarvél Lúðvík og Torfhildur Rúna hella jógúrt á sérpakkningar fyrir sjúkra- Baulu. húsin. 1(1

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.