Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 2
GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Sólveig Brynja Grétarsdóttir. Fæðingardagur? 15. janúar 1951. Fæðingarstaður? Ekkjufell á Fljótsdalshéraði. Fjölskyldurhagir? Gift og tveggja barna móðir. Bifreið? Toyota Corolla ’87. Starf? Húsmóðir og gjaldkeri í Útvegsbankanum Hafnarfirði. Fyrri störf? Kennsla, ýmis skrifstofu- og bankastörf. Helsti veikleiki? Morgunleti, reykingar, óskipulag á tíma. Helsti kostur? Of langur listi að telja upp hér, nema þú viljir framhaldssögu. Nefni þó ábyrgðartilfinningu. Uppáhaldsmatur? Kjöt og súpa. Versti matur sem þú færð? Mér finnst bókstaflega allur mat- ur góður, nema hann sé ofsoðinn eða viðbrenndur. Uppáhaldstónlist? Alæta á sígilda tónlist og hressilegt rokk. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Ég sjálf, þegar ég fer á skíði. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Geir Gunnarssyni, þess vegna flutti ég í Hafnarfjör. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir, fræðsluþættir og Derrick. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Allt fjandans „Dall- asið.“ Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Jón Guðni Krist- jánsson og Guðni Bragason. Uppáhaldsleikari? Tinna Gunnlaugsdóttir og Steingrímur Hermannsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Gandhi. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Les,prjóna,ferágöngu- skíði, geng á fjöll, byggi skýja- borgir. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Borgarfjörður eystri. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskiptni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Rolugangur, tvöfeldni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? William Heinesen, til að kynnast manninum að baki þeim stór- kostlegu bókmenntum sem hann hefur skrifað. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Landafræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ég kann ekkert með peninga að fara nema þegar ég á li'tið af þeim. Lfklega myndi ég borga upp skuldir og fara svo í heimsreisu, ef afgangur yrði. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Frið í heiminum. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst viðja vera? Tómt mál að tala um. Ég gæti aldrei þagað. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Bókmenntir. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Þegar ég væri búin að gera Hverfisgötuna að vistgötu, myndi ég fara að skipta mér af staðarvali ráðhússbyggingar í Reykjavík. Sennilega myndi ég ekki gera fleira þann daginn. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Það er þessi um Hafnfirðinginn sem fór til Spánar og barþjónninn á hótel- inu spurði hann: „Veistu hver er barn foreldra minna en þó hvorki systir mín né bróðir?“ Hafnfirðingurinn hristi höfuðið eftir langa umhugsun. „Það erég sjálfur," sagði þjónninn. Þegar Hafnfirðingurinn kom heim fór hann að segja vinnufélögum sín- um söguna. Er hann hafði lagt spurninguna fyrir þá og fengið svarið: „Þú sjálfur,“ hristi hann íbygginn höfuðið og sagði: „Nei, það er ekki von að þið vitið þetta, ég vissi það ekki sjálfur. Það er þjónn úti á Spáni sem ég kynntist í fríinu mínu.“ Grfurieg ásókn í byggingarlóðir Gífurleg ásókn er í byggingarlóðir þær sem auglýstar voru til umsóknar nýverið, en umsóknarfrestur rennur út á morgun. Að sögn Erlendar Hjálmarssonar, byggingarfulltrúa, eru umsóknir mjög margar, þó ekki hafi verið kastað tölu á þær. Flestar eru frá innanbæjarfólki. Lóðirnar sem eru einbýlis- húsa-, par- og raðhúsa, enn- fremur fjölbýlishúsalóðir eru staðsettar neðan Fjárhús- holts, en það eru einbýlishúsa- lóðir; við Staðarhraun hjá kapellulandi og við Fagraberg og Dofraberg í Setbergslandi. Kaupverð einbýlishúsalóð- ar með upptökugjaldi er í dag um ein milljón krónur að sögn Erlendar. Greiðslutilhögun er sú, að greitt er ákveðið stað- festingargjald, síðan er greiðslunni skipt niður á fastar afborganir næstu fjögur árin. Skipulagsnefnd hefur ákveðið gerð einbýlishúsa neðan suðurhlíða Fjárhús- holts, en þar er reiknað með að á sléttu landi meðfram læk verði miðað við einnar hæðar hús, en í brattara landi tveggja hæða og stölluðum húsum eft- ir aðstæðum á hverri lóð fyrir sig. Þess má geta, að við dýpt- armælingar við lækinn var ákveðið að færa byggðina ofar, þar sem dýptin mældist allt niður á sjö metra. Vöruhappdrætti S.Í.B.S.: Stærstu vinningamir í Fjörðinn Mikill hluti stærstu vinninga Vöruhappdrættis S.Í.B.S. hefur lent í Hafnarfirði síðustu mánuð- ina. Hæsti vinningurinn í aprfl, ein milljón kr., kom í hlut Hafn- firðings, ennfremur báðir síðustu bflavinningar, þ.e. dýrasta gerð af SAAB í október sl. og Citroen- bifreið í mars. Vilborg Sigurjónsdóttir umboðsmaður happdrættisins, sem hefur aðsetur í Bókabúð Olivers Steins sagði, að umboðið í Hafnarfirði væri það þriðja stærsta á landinu á eftir Reykjavík og Akureyri. Hún sagði í þessu sambandi: „Það er búið að vera áberandi að allir stærstu vinning- arnir hafa komið hingað til Hafn- arfjarðar síðustu mánuðina. Þetta gerðist einnig fyrir nokkrum árum, en er enn meira áberandi nú.“ Auk hæsta vinnings í apríl komu báðir aukavinningarnir á númerin sitt hvoru megin við aðalvinningsnúmerið til Hafnar- fjarðar, en það eru 75 þúsund krónur á hvort númer. Þá hafa ennfremur fleiri stórir vinningar komið á hafnfirska miða. Vilborg sagði að vinningarnir hefðu lent bæði hjá ungu fólki og eldra, en að þeir hefðu í öllum til- fellum komið á „ágæta staði", eins og hún orðaði það, þ.e. komið að góðum notum. Hún bað í lokin um þau skilaboð til miðaeigenda, að þeir endurnýjuðu þá reglulega því umboðsmaður bæri ekki ábyrgð og gæti hreint ekki lagt út fyrir endurnýjun miðanna, jafn- vel í marga mánuði. Slíkt þýddi einfaldlega að verðmæti endur- nýjunar væri tekið af hennar eigin launum. Sannkallaðir „Happ-firðingar“ Og meira um heppna Hafnfirðinga. Hér að ofan er greint frá stórvinningum í happdrætti SÍBS, sem allir lentu í Hafnarfirði, en heppni Hafnfirðinga, sem fer nú óhætt að kalla almennt „Happ- firðinga", er viðbrugðið. Volvo-inn í sjónvarpsbingói Stöðvar2sl. mánudagskvöld hafnaði líka í Firðinum svo það eru aldeilis nokkr- ir hér í bæ sem hafa ástæðu til þess að kætast. HRAUMíAMARhf FASTEIGMA- OG SKIPASALA ■ ReykjavíKurvegi 72, | tlafnarfirði-Síml 54511 Vantar allar gerðir eigna á skrá. Höfum til sýnis allar teikn. og bygg.lýsingar af íbúðum I fjöl- býlishúsum við: Suðurhvamm. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íb. í byggingu. Skilasttilb. u. trév. Afh. fráapríl- okt. ’89. og: Fagrahvamm. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. 65-108 fm. Einnig 6 og 7 herb. íb. 166-180 fm, hæð og ris. Bílsk. getafylgt. Afh. tilb. undirtrév. í maí til júní 89. Þvottaherb. og geymsla í hverri íb. Suðvestursvalir. Verð 2ja herb. frá 2-650 þús. 4ra herb. frá 4,1 milli og 6 herb. frá 5-650 þús. Bygg.aðili: Keilirhf. Álfaskeið í byggingu. Giæsii. i87fm einbhús. auk 32 fm bílsk. Afh. fokh. innan, fullb. að utan í júlí-ágúst. Tjamarbraut-Hf. Mikiðendurn. 130fm einbhús á tveim hæðum. Nýjar innr. Blóma- skáli. Bílsk. Einkasala. Verð 7 millj. Fagraberg. 130 fm eldra timburhús á 2 hæðum. Verð 5 millj. Stekkjarkinn. Mikið endurn. 155 fm 6 herb. efri hæð. Bílskréttur. Garðhús. Verð 6,6 millj. Kelduhvammur. Mjögfallegt115fm4ra herb. jarðh. Ný eldhinnr. Þvhús innaf eldh. Allt sér. Einkasala. Verð 5 millj. Öldutún. 117 fm 5 herb. elri hæð. Bílskrétt- ur. Verð 4,8 millj. Suðurhvammur sérh. og raðhús. Mjög skemmtil. 220 fm raðhús. Verð 5,2-5,4 millj. Einnig 110 fm 4ra herb. efrih. + bílsk. Verð 4,4 millj. 95 fm 3ja herb. neðrih. Verð 3,3 millj. Afh. fokh. innan, fullb. utan eftir 4 mán. Teikn á skrifst. Hjallabraut. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 4. hæð. Gott útsýni. Lítið áhv. Einka- sala. Laus 1. sept. nk. Verð 5,3 millj. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4-5 herb. íh. á 1. hæð. Áhv. 1150 þús. Verð 5,2 millj. Hjallabraut. Mjög falleg 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Einkaala. Verð 4,2 millj. Álfaskeið með bílsk. Nýkomin 96fm3 herb. íb. á 1. hæð. Góður btlsk. Skipti mögul. Verð 4,4 millj. Ölduslóð. Mjög falleg 80fm 3ja herb. neðri hæð. Nýjar innr. Verð 4 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. rish., litið undir súð. Einkasala. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur. 85 fm 4ra herb. efri hæð. Verð 4 millj. Hraunhvammur - Hf. Giæsii ca ao fm 3 herb. jarðhæð. Sérinng. Ath. allt nýtt í íb. Áhv. 1.5 millj. SKipti mögul. á eign í Keflavík. Verð 4.5 millj. Vesturbraut - 2 íb. 75 fm 3ja herb. miðh. Verð 3,3 millj. og 3ja herb. risíb. Verð 3,1 millj. Vitastígur Hf. Mjög skemmtil 72 fm 2ja— 3ja herb. risíb. Mikið endurn. Áhv. 900 þús. Verð 3,2 millj. Álfaskeið m/bíls. Mjög falleg 65 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð. Einkasala. Verð 3,6 millj. Öldugata-Hf. Mjög falleg 62 fm 2ja herb. efri hæð. Verð 2,9 millj. Brattakinn - 2 íb. 3ja herb. miðhæð. Verð 3,3 millj. og 3ja herb. risíb. Verð 3,1 millj. Vesturbraut. 55 fm 2-3 herb. risíb. Allt sér. Verð 2,2 millj. Miðvangur. Mjögfalleg65fm2jaherb. íb. á 5. hæð. Verð 3 millj. Alftanes. 1442 fm eignarlóð. Teikn. fylgja. Stapahraun. Nýtt iðnaðarhúsn. 144 fm á jarðh. og 77 fm á efri h. Stapahraun, iðn.húsn. 220 tm að grunnfl. á 2 hæðum, auk 120 tm á jarðhæð. Mögul. að kaupa i hlutum. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. Hverjum bjargar það é/2 næst^l il 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.