Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 6
HVAÐ Fimr ÞÉR? - Hvernig líst þér á nýju umferðarlögin? Þorsteinn Gíslason, nemi: Mér líst vel á þau. Ég notaði ekki belt- in áður en geri það núna og finnst það allt í lagi. Auðvitað nota ég líka ljósin og finnst það einnig meira en allt í lagi. Laufey Baldvinsdóttir, hús- móðir: Mérlíst mjögveláþau. Ég notaði beltin stundum áður, en alltaf núna. Einnig er ég ánægð með ljósanotkunina. Ragnar Svanlaugsson, nemi: Fáránleg. Ég vil að fólk fái sjálft að ráða því, hvort það slasar sig í beltum eða án belta. Þá eru ljósin algjörlega óþörf í björtu og góðu veðri eins og núna. Það er að minnsta kosti nóg að nota stöðu- ljós. Ég nota ekki alltaf beltið og mér finnast lögin fáránleg. Jónas Hólm, sjómaður: Mér finnst allt í umferðinni hafa verið til batnaðar. Það er mikill munur að keyra nú en var til dæmis í fyrra. Tillitssemi er meiri, þó hún megi auðvitað verða enn meiri. Með beltin þá finnst mér að ekki eigi að nota þau sums staðar úti á landi, til dæmis á fjallvegum. 6 Bmnamálanefnd Hafnarfjaröan Telur slökkviliðið ekki geta sinnt eftiriiti með gróðursvæðum á vorin Brunamálanefnd telur, að pósturinn hefur skýrt frá fór Skóg- slökkviliðið geti ekki að óbreyttu ræktarfélagið þess á leit, að sinnt gæslustarfi vegna bruna- bæjaryfirvöld hlutist til um að sér- hættu á útivistarsvæðum ofan lega verði litið eftir þessu svæði á Hafnarfjarðar. Eins og Fjarðar- mesta hættutímanum, þ.e. frá Karlakórinn Þrestir: Tónleikar íVíðistaðakirkju Fyrstu tónleikarnir af þremur voru haldnir í gærkvöldi á sama stað. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.30 og á laugardag kl. 17.00 Emil vegnarvel Sýningar á Emil í Kattholti ganga vel og hefur verkið verið sýnt fyrirfullu húsi níu sinnum. IJppselt er á allar sýningar t þessum mánuöi. Eftirtektar- vert er að sögn leikfélags- manna, að íbúar utan Hafnar- fjarðar hafa sýnt Emil meiri áhuga en Hafnfirðingar. Marg- ir hópar hafa sótt sýninguna utan af landi, sérstaklega hópar skólabarna. Karlakórinn Þrestir halda tón- leika í kvöld, fimmtudagskvöld og á laugardag í Víðistaðakirkju. Efnisskrá er fjölbreytt og flutt verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Atvinnuleysi 1. apríl: Níu konur- einn karl Atvinnulausir voru skráðir tíu um síðustu mánaðarmót. Þar af voru níu konur og einn karl. Atvinnuleysisdagar voru 145 þar af voru 119 dagar skráðir á meirihlutann, þ.e. konur. miðjum apríl til mafloka. Á fundi brunamálanefndar 28. mars sl. var tekið fyrir erindi bæjarritara þess efnis að kannað væri hvernig unnt verði að koma til móts við óskir Skógræktarfé- lagsins. Brunamálanefnd bendir á, að slökkviliðið hafi á undan- förnum árum, á tímabilinu apríl- maí, þurft að sinna árlega tals- verðum fjölda útkalla vegna bruna á gróðri. Þá bendir nefndin á að slökkviliðið geti ekki að óbreyttu sinnt slíku gæslustarfi, en að það sé reiðubúið, nú sem hingað til, að annast slökkvistarf eftir því sem efni standa til og þörf krefur. Mælir nefndin með, að eftirlits- maður verði ráðinn umrædda tvo mánuði til að fara um svæðið á þurrviðrisdögum og að hann hefði til afnota tlastöð, farsíma eða annars konar fjarskiptatæki til að ná sambandi við slökkvistöðina. Bendir nefndin á, að slíkur eftir- litsmaður gæti verið starfsmaður áhaldahúss, Skógræktarfélags eða að gæslumaður bæjarlandsins hafi slíkt eftirlit með höndum. Þá telur nefndin mikilvægt að lögreglan hafi einnig eftirlit með svæðinu. Mál málanna - Siggubœr. Snjórinn öslaöur og ,^ardúsað“ meö kaffikönnur á bæjarmálavettvangi: Bæjarstjóri snariega innlimaður í samtök „byggöasafnsmaniaka“ Þeir eru margir sem halda því fram að störf að bæjarmálum séu bæði vanþakklát og oftar leiðigjörn en hitt. Víst er, að fáir telja sig geta mak- að krókinn á þeim vettvangi, enda laun fyrir nefndastörf og tilheyrandi oftast greidd sem viðurkenning. Fyrir þá sem telja þessi störf hund- leiðinleg og að embættismennskan ráði alfarið ríkjum birtum við hér á eftir fundargerð einnar nefndar bæjaríns, byggðasafnsnefndar. Skráð- ur er 272. fundur sem haldinn var 9. mars sl. Birtist hún orðrétt: „Svo sem endranær var títt- nefndur „Siggubær“ mál málanna og skyldi nú haldið í vettvangs- könnun á slóðir „Siggubæjar", í fylgd bæjarstjóra. Trítluðum við sem leið lá í hala- rófu upp Kirkjuveginn og stöpp- uðum snjóinn af fótunum við lág- ar útidyr, sem nýverið höfðu hlot- ið nýja skrá. Er inn í bæinn kom barst að vit- um gamalkunnur þefur er þeir þekkja gjörla sem kannað hafa innviði gamalla húsa. Inni í stofu var hitavelgja á ofni og býsna þokkalegt um að litast. Skoðuðum við húsakynnin gaum- gæfilega og skörtuðum spekings- svip, sögðum jafnframt ýmislegt gáfulegt. Ekki vissum við Hrafnhildur hvað þeir Magnús og Guðmundur höfðu sagt til að tæla nafna þess síðarnefnda, en skyndilega var stefnan tekin á Hellisgerði, snjór- inn öslaður upp í klof og ekki stansað fyrr en við s.k. „Oddrún- arbæ“ þar sem bæjarstjóri mælti þessi fleygu orð: „Hér mætti nú t.d. vera með kaffisölu í góðu veðri". Maðurinn var allur okkar, snarlega innlimaður í þau andans samtök „byggðarsafnsmaniaka" er við heyrum til, og Teitur „tin- ari“ gleymdur um leið. Og nú fengum við konurnar hinn landlæga húsmæðramóral; ekkert til með kaffinu, og bæjar- stjórinn svona ofboðslega jákvæður. Virtist hann og hafa í hávegum máltækið „Sjálfs er höndin hollust" því hann tók snar- lega við hlutverki formanns, og sá um að skenkja kaffi í bolla og bar- dúsa með kaffikönnurnar í Sívert- senhúsi. Margt var spjallað yfir tíu drop- unum t.d. um sýninguna í vor, hvort hægt væri að fá Riddarann leigðan fyrir þá muni er nefndin vill sýna, hvað gera þurfi við Siggu- bæ, hvaða not megi hafa af honum í framtíðinni o.fl. Guðmundur Árni sagði okkur upp og ofan af þeim hugmyndum sem bæjaryfir- völd hafa varðandi sýningarhald og hátíðarhöld í tengslum við afmælið. Við bárum gróðahugmyndirnar upp við Guðmund Arna, og sá hann allt gott við það, plakatgerð, fleiri kort o.s.frv. gæti aldrei nema aukið hróður safnsins og þá Hafnarfjarðar um leið. Ennfrem- ur benti hann á að það þyrfti að koma upp skilti fyrir utan, um opnunartíma safnsins o.þ.h. og v :ri nóg að tala við Bergsvein um t í framkvæmd. Er bæjarstjóri kvaddi var hann vopnaður minnismiða, varð- andi viðhald á Siggubæ, athugun á eignaraðilum Riddarans o.fl. en við þökkuðum honum kærlega fyrir komuna. Sú hugmynd kviknaði á fundin- um að gaman væri að hafa opið hús með ýmsum uppákomum í tengslum við afmælið, t.d. upp- lestur, söng, menn að tafli, við hannyrðir, kveðskap o.s.frv. Mætti leita til leikfélagsins og ann- arra hæfileikamanna við þetta. Loks var samþykkt að tala við Magnús Hjörleifsson um mynda- tökur vegna plakata og korta og ákveðið að á næsta fundi skyldi farið að Reykjavíkurvegi 45 að velja muni til sýningar. Éundi slitið. Hrafnhildur Kristbjarnardóttir (sign) Guðmundur Sveinsson (sign) Fríða Ragnarsdóttir (sign) Magnús Jónsson (sign)“ Segið svo, að þetta sé hund- leiðinlegt og eintóm embættis- mennska.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.