Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 11
GVENDUR GAFLARI: Erum við óhultir fyrir þeim sem á okkur deila? Það er oft rætt um mengun umhverfisins og alls konar friðun á þessu og hinu. Réttilega er á það bent, að náttúra landsins er við- kvæm fyrir hvers konar átroðningi og ógætilegri umferð. Torfæru- samgöngutæki eru þegar illa séð og það kannski með réttu. Ógæti- lega er oft með tæknina farið. Gróður landsins er á undan- haldi og athyglisverður er áróður þeirra, sem vilja klæða landið á ný. Margir berjast fyrir því að rækta tré, gras og lúpínu þar sem gróður hefur farið halloka. En spurningin er sú, hvort hægt sé að snúa vörn í sókn. Mengun er kannski mesta vá jarðarbúa og verður kannski í tímans rás mesti voði alls mann- lífs þegar til lengdar lætur. Það er ekki víst, að ræktunarstörf hugsjónafólks hér uppi á Fróni megni að hamla á móti þeim hættum sem kunna að steðja að utanfrá, frá hinum stóra heimi. Við gleðjumst gjarnan yfir hverjum áfanga í hvers konar ræktun. Hér í Hafnarfirði hafa margir áfangar náðst af góðum hug. Tré hafa verið gróðursett og ýmiss annar gróður gleður aug- að. Spurningin er hins vegar sú, hvort unnið sé fyrir gýg. Það er öðru hvoru skrifað um iðnaðarvandamál og mengun úti í hinum stóra heimi. Það er sagt frá súru regni og mengun skóga. Mengun berst með vindum og hafstraumum. Við hérna uppi á klakanum erum ekki lengur óhultir fyrir utanaðkomandi áhrifum, góðum eða slæmum. fslendingar eru gjaman ásak- aðir fyrir hvalveiðar og selveið- ar. Náttúran er þar með talin í hættu. Eneruíslendingaróhultir fyrir þeim sem á okkur deila? Bretar eru ekki langt undan og meðal þeirra er barist fyrir hvers konar friðun. En eru þeir sjálf- um sér samkvæmir? Ég held varla. Á tímabili virtust menn, jafn- vel á Alþingi, hafa áhyggjur af stækkun endurvinnslustöðvar á Dounraey á Skotlandi. Sú stöð á að endurvinna úrgang frá kjarn- orkuverum, ekki bara Breta sjálfra, heldur og fimm annarra ríkja Efnahagsbandalags Evr- ópu. Mál þetta kom meira að segja upp á okkar virðulega Alþingi fyrir skömmu sem brýnt umhverfisvandamál án þess að síðan hafi um það heyrst. Yfir- völd virðast hafa sofnað á verð- inum. Tæknislys við þessa stöð, ef hún verður að veruleika, gæti orðið okkur hérna norður á hjara stórhættulegt. Fiskimið gætu mengast og loftstraumar gætu valdið verulegu tjóni. Utanaðkomandi áhrif gætu orðið afdrifarfkari en náttúru- spjöll og óaðgæsla okkar sjálfra. Það er í rauninni furða, að öll okkar góðu samtök um gróður- vernd og ræktun og alls konar friðun skuli ekki láta meira í sér heyra. Pólitískusar eru upptekn- ir af daglegu þrasi um greiðslu- jöfnuð og verðbólgu. Bæjarpóli- tík einkennist af þrasi um dag- vistunarmál og heilbrigðisþjón- ustu. Auðvitað allt góðra gjalda vert. En hvað verður um okkur ef andrúmsloft og hafstraumar spillast? Hvernig er með stóru póli- tíkusana sem ætíð eru að veita okkur forsjá, jafnvel með nýjum umferðarlögum sem segja okkur að spenna beltin og keyra með full ljós á sólbjörtum sumardög- um. Við megun ekki drekka bjór og við megum ekki dansa eftir klukkan þrjú á nóttum. Til hvers er öll þessi forsjá ef við látum næstu nágranna eyðileggja fyrir okkur umhverfið? Ég held að það sé tímabært að skora á okkar hæstvirtu þing- menn kjördæmisins að skera upp herör á hendur þeim sem eru raunverulega að menga umhverfið til sjós og lands. Fjaröarpósturinn og Útvarp Hafnarfjörðun Borgarafundur um akstur almenningsvagna ogjijón- ustu Landleiða 3. mai nk. Fjarðarpósturinn og Útvarp Hafnarfjörður hafa ákveðið að efna til almenns borgarafundar um almenningsakstur í bænum og þjónustu Landleiða. Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 3. maí n.k. í Gafl-Inn við Dalshraun og hefst hann kl. 20. Fundinum verður útvarp- að beint. Tilefni fundarins er að gefa fyrirspurnir um almenningsakstur bæjarbúum kost á að bera fram yfirleitt, ennfremur þeim aðilum, Skólanefnd: Óæskilegt að leigja Baháköfnuði húsnæði Á skólanefndarfundi 23. mars sl. var tekin fyrir beiðni Bahái-safnaðarins um að fá afnot af þremur til fjórum kennslustofum í Víðistaðaskóla. Niðurstaða fundarins var að óæskilegt værí að leigja húsnæði skólanna um langan tíma samhliða skólastarfí. Ennfremur var leigan talin óæskileg þar sem um væri að ræða æskulýðsstarfsemi sem að hluta til varðar íbúa utan Hafnarfjarðar. í samræmi við grunnskólalög vísaði skólanefnd málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. sem þessa þjónustu annast, að skýra málin. Nokkuð hefur borið á óánægju með þessa þjónustu. Þá er og skemmst að minnast þess, að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar var málið nokkuð í kastljósi hjá ýmsum þeim, sem nú sitja við stjórnvölinn í bænum. Ágúst Hafberg framkvæmda- stjóri Landleiða hefur þegið boð um að sitja í hópi pallborðsmanna á fundinum. Ennfremur hefur bæjaryfirvöldum verið boðið að senda fulltrúa. Þá verður fulltrúi neytenda þjónustunnar í hópnum og e.t.v. fleiri. Fundarform verður á þann veg, að fyrst verða flutt örstutt inn- gangserindi, en megintíma fund- arins verður varið til spurninga, svara og almennra umræðna. Koma má fyrirspurnum til Fjarðarpóstsins hvort sem er fyrir fundinn, í upphafi hans eða á hon- um sjálfum, hvort sem er skriflega eða munnlega. Mun Fjaðarpóst- urinn leitast við að fá öllum spurn- ingum svarað, fyrst og fremst á fundinum. Ef ekki gefst tími til að svara þeim öllum mun blaðið birta svörin sem leitað er eftir á blað- síðum sínum. Frá gjaldheimtunni Dráttarvextir falla á vangreidd fasteignagjöld að kvöldi 15. apríl. Einnig er eindagi staðgreiðslugjalda sama dag. Til þess að koma megi hjá óþarfa bið og erfiðleik- um þann 15. þá vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. GJALDHEIMTAN í HAFNARFIRÐI Fósturfjölskylda Er einhver fjölskylda í Hafnarfirði sem vill taka að sér einstæðan unglingspilt? Óskað er eftir barn- góðu fólki, sem er tilbúið til þess að bæta við fjöl- skyldu sína nýjum meðlimi. Nánari upplýsingar veitir Ólína Birgisdóttir, yfirfél- agsráðgjafi, í síma 53444 alla virka daga. FELAGSMALASTJORINNIHAFNARFIRÐI 11

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.